Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 44

Læknablaðið - 15.09.1991, Side 44
280 LÆKNABLAÐIÐ samanburðarrannsóknir eru til á meðferð BVH. Oft er erfitt að átta sig á virkni meðferðar á BVH þegar valin sjúkratilfelli eru birt, einkum vegna þess að blóðflögufæðin •batnar fljótt sjálfkrafa .þegar heparíngjöí er hætt (3,7, 9,10). Þar sem mótefnið (mælanleg samloðun) hverfur oft innan mánaðar úr blóði (8,10,67), kemur BVH ekki alltaf fram við skammtímaendurgjöf heparíns, og því getur verið erfitt að átta sig á raunverulegri virkni fyrirbyggjandi meðferðar í samanburðarsnauðum rannsóknum. Meðferðar er eingöngu þörf við hina alvarlegri gerð BVH og liggur í augum uppi, að stöðvun heparíngjafar er í sjálfu sér eina meðferðin, sem þarf til að lækna ástand sjúklinga, sem hafa ekki nýja segamyndun (5,9,10). Þar sem alvarlegar blæðingar verða sjaldan (10,20,31,38,39) er nánast aldrei þörf á blóðflögugjöf, sem þar að auki gæti valdið frekari segamyndun (10,52). Þrjú vandamál koma þó einatt upp við meðferð sjúklinganna. í fyrsta lagi er ábending á blóðþynningu til staðar þegar stöðva verður heparíngjöf, í öðru lagi getur þurft að meðhöndla nýja sega af völdum BVH, og í þriðja lagi getur þurft að beita hraðvirkri blóðþynningu aftur síðar. Þessi vandamál eru aðallega vegna vöntunar á öruggu og hraðvirku vara-blóðþynningarlyfi, óskyldu heparíni, en slík lyf (ancrod, hirúdín) munu líklega verða skráð á næstu árum, þegar virkni og öryggi þeirra hafa verið borin saman við heparín (68,69). Ancrod er skráð í Kanada og sumum Evrópulöndum og er það fáanlegt á undanþágu í Bandaríkjunum. 1. Áframhaldandi hlóðþynning: Þegar 2. gerð BVH er greind er veruleg hætta á segamyndun í slagæðum og skal heparín stöðvað (5,9,10), þó að hin upphaflega ábending heparíngjafar sé langoftast enn fyrir hendi. Kemur sér þá vel ef sjúklingurinn hefur fengið blóðþynningu í töfluformi (kúmarínlyO frá fyrsta degi, því í flestum tilvikum er slík blóðþynning fullvirk eftir u.þ.b. fimm til sex daga eða einmitt þegar BVH kemur fram (70,71). Þegar langtíma blóðþynning er fyrirsjáanleg skal kúmaríngjöf ætíð hafin samtímis heparíni til að minnka líkur á BVH og stytta legutíma á sjúkrahúsi því engin læknisfræðileg rök mæla með seinkun kúmaríngjafar (8,70,71). Sé sjúklingurinn hinsvegar ekki á kúmaríni frá upphafi eða komi BVH fram á fyrstu dögum endurgjafar heparíns, verður annað • hvort að bíða átekta án fullrar blóðþynningar, sem er hættulegt ef segamyndun var ástæða blóðþynningar (71), eða beita einhverjum af neðangreindum meðferðarmöguleikum í stað heparíns. Meðferð með kúmaríni skal hafin strax sé full blóðþynning æskileg (8,70,71). Sjálfsagt er að gefa einnig samloðunarhamlandi lyf, sérstaklega aspirín, vegna meingerðar BVH og gagnsemi aspiríns í tilraunaglösum (4,47,61), en engar framsæknar rannsóknir eru til um árangur slíkrar meðferðar við BVH, þótt sumir höfundar sjúkratilfella telji sig hafa sannað notagildi við endurgjöf eins og síðar kemur fram í þessari grein (61,72,73). Dextran (74) og dipyridamól (72) hafa verið notuð með ennþá óljósari árangri en aspirín við BVH. Gagnsemi aspiríns við ýmsa aðra slagæðasjúkdóma er hinsvegar vel þekkt (75), en gagnsemi dipyridamóls er almennt vafasöm (75,76). Hirúdín (unnið úr blóðsugum, hirudo medicinalis) og ancrod (snákaeitur) eru hraðvirk blóðþynningarlyf, efnafræðilega óskyld heparíni. Þótt hírúdín og hírúdín- afleidd lyf séu enn á tilraunastigi, er vitað að þau valda ekki samloðun á blóðflögum í sermi sjúklinga með BVH (49,77) og væri BVH því ábending á notkun hirúdíns. Ancrod er virkt blóðþynningarlyf og hefur það verið notað til blóðþynningar við BVH að því er virðist með góðum árangri í samanburðarsnauðum rannsóknum (68,78,79). Meginkostur við ancrod umfram hírúdín er, að hægt er að stöðva verkun þess fljótt með gjöf fíbrínógens (cryoprecipitate) og móteiturs (68). Að áliti höfundar þessarar greinar skyldi forðast að beita heparínskyldum lyfjum við BVH, því samloðun blóðflaga í glösum hefur verið lýst af völdum smáheparíns og sjaldnar heparinoids (30,33,64) og BVH hefur verið lýst í sjúklingum vegna smáheparíns (30-34). I sumum tilvikum, til dæmis við endurtekið lungnarek, geta skurðaðgerðir, t.d. Greenfield síur, verið hjálplegar (9,10). Reynt hefur verið að gefa háskammta mótefni (gammaglobulin) í æð (80), og blóðvatnsskipti hafa einnig verið reynd (80-83) með ósönnuðum árangri, þótt blóðvatnsskipti flýti ef til vill fyrir því að samloðunarpróf verði neikvæð (81,83). 2. Nýir segar: Engar fullnægjandi rannsóknir hafa verið gerðar á sérstakri meðferð sega

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.