Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 8
372 LÆKNABLAÐIÐ Bókhald sýklarannsóknadeildar er því miður enn handunnið og því erfitt að rannsaka það mikla magn upplýsinga, sem þar er að finna. Af þessum sökum var ekki unnt að athuga aldursdreifingu allra greindra tilfella. Upplýsingar um þá sjúklinga, sem greindust með sýkingu við ræktun á húð- og kynsjúkdómadeild árin 1987 og 1990, höfðu verið skráðar í tölvu og aldursdreifingu þeirra má sjá á mynd 6. Ef þessar niðurstöður eru bomar saman við sambærilegar upplýsingar frá árinu 1982 (4) kemur í ljós að tíðnitoppurinn hefur færst örlítið neðar hjá konum en virðist lítið hafa breyst hjá körlum. Sá munur, sem fram kemur á algengi sjúkdómsins hjá körlum og konum er vel þekktur í öðmm sambærilegum rannsóknum. Engar áreiðanlegar upplýsingar eru til um algengi eða nýgengi klamydíusýkinga hér á landi nema meðal ákveðinna hópa. Upplýsingar eins og þær, sem koma fram í þessari rannsókn gefa vísbendingu um þróun mála en enginn sjúklingahópanna var valinn af handahófi svo varasamt er að draga of víðtækar ályktanir af þeim. Enn minna er vitað um tíðni sjúkdómsins í flestum öðrum löndum og samanburður því erfiður. Sjúkdómurinn er ekki skráningarskyldur nema í fáum löndum og óvíða er eins greiður aðgangur að áreiðanlegum greiningaraðferðum og hér á landi. Svíþjóð er eitt þeirra landa, þar sem hvað mest hefur verið gert af klamydíurannsóknum og mest af upplýsingum liggur fyrir um. Sjúkdómurinn varð þó ekki skráningarskyldur þar fyrr en 1988. Svfar eru um 32 sinnum fleiri en Islendingar og þar greindust um 38 þúsund tilfelli árið 1987. Tíðnin er því ef til vill svipuð í löndunum tveimur (12). Á sumum þeim stöðum í Svíþjóð sem mikið hefur verið gert af klamydíurannsóknum hefur tíðnin farið lækkandi og dæmi eru um svæði þar sem algengi er talið hafa minnkað um helming síðan 1984 (13). HEIMILDIR 1. Halberstaedter L, von Prowazek S. Úber Zelleischliisse parasitarer Natur beim Trachom Arbeiten aus dem Kaiserliche. Gesundheitamte 1907; 26: 44-7. 2. T’ang FF, Chang HL, Huang YT, et al. Study on the aetiology of trachoma with special reference to isolation of the virus in chick embrio. Chin Med J 1957; 75: 429-47. 3. Schacter J. Chlamydial infections. N Engl J Med 1978; 298: 428-35, 490-5, 540-9. 4. Steingrímsson Ó, Þórarinsson H, Sigfúsdóttir A, Kolbeinsson A. Könnun á tíðni sýkinga af völdum C. trachomatis á Islandi í samanburði við tíðni lekanda. Rannsókn á sjúklingum sem leituðu til húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur árið 1982. Læknablaðið 1983; 69: 289- 93. 5. Steingrímsson Ó, Jónsson Ó. Tíðni sýkinga af völdum Chlamydia trachomalis í Sauðárkrókshéraði. Læknablaðið 1986; 72: 164-6. 6. Magnússon SS, Sveinsson B, Óskarsson Þ, Geirsson RT, Steingrímsson Ó. A microbiological study of sexually transmitted disease in women with salpingitis. Am J Obstet Gynecol 1986; 155: 602-7. 7. Guðmundsson S, Geirsson RT, Steingrímsson Ó. Klamydíu- og lekandasýkingar á fyrri helmingi meðgöngu. Læknablaðið 1987; 73: 121-5. 8. Heilbrigðisskýrslur 1984-1985. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1989. 9. Óskarsson Þ, Steingrímsson Ó, Geirsson RT, Þórarinsson H. The Prevalcnce of Lower Genital Tract Infection with Neisseria gonorrhoeae and Chlamydia trachomatis in Women requesting induced Abortion and in their Sexual Partners. Acta Obstet Gynecol Scand 1990; 69: 635-40. 10. Ryan RW, Kwasnik I, Steingrímsson Ó, Guðmundsson J, Þórarinsson H, Tilton RC. Rapid Detection of Chlamydia trachomalis by an Enzyme Immunoassay Method. Diagn Microbiol Infect Dis 1986; 5: 225-34. 11. Guðmundsson J, Ryan RW, Þórarinsson H, Tilton RC, Magnússon SS, Kwasnik I, Steingrímsson Ó. Greining klamydíusýkinga með ensímmótefnaaðferð (Chlamydiazyme). Læknablaðið 1986; 72: 157-63. 12. Person K, Ripa T, Danielsson D. Snabbdiagnostik av Chlamydia - nya metoder utvarderade. Lákartidningen 1988; 85: 2325-7. 13. Ripa T. Epidemiologic control of genital Chlamydia trachomatis infections. Scand J Infect Dis 1990; 69/Suppl: 157-67.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.