Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1991, Page 24

Læknablaðið - 15.12.1991, Page 24
386 LÆKNABLAÐIÐ Flestir sjúklinpamir, eða 28%, komu með aðstandanda. I neyðarbfl komu 21%, 19% í fylgd með lögreglu, 18% í sjúkrabíl og 13% einir eða með öðrum hætti. Er skiptingin svipuð og í rannsókninni 1983-1984 að öðru leyti en því, að talsvert fleiri koma hér í neyðarbfl og færri í sjúkrabfl en þá var. Ástand sjúklinga við komu er sýnt í töflu III. Langflestir þeirra, eða 105 (68%), voru með væga eða enga meðvitundarskerðingu (dástig 0 eða 1). Tuttugu og þrír sjúklingar reyndust hins vegar vera í djúpu dái (dástig 3-4). Mátti skýra ástand 17 þeirra með hárri þéttni etanóls og/eða benzódíazepínsambanda í blóði. Athyglisvert var, að nokkrir sjúklingar voru með lítt skerta meðvitund (dástig 0-1) þó þéttni etanóls og/eða benzódíazepínsambanda í blóði hafi verið mjög há. Er þar efalaust um þolmyndun að ræða. Má sem dæmi nefna 42 ára gamla konu með 4.63 %> etanóls í blóði og 650 ng/ml af díazepami. Hjá langflestum sjúklinganna var blóðrás eðlileg, þ.e. blóðþrýstingur og púls. Þó voru þrír með hægan púls og voru tveir þeirra í djúpu dái vegna eitrunar af völdum etanóls og/eða benzódíazepínsambanda. Þrettán sjúklingar voru með lágan blóðþrýsting og voru átta þeirra í djúpu dái. Ekki var marktækur munur á meðvitundarstigi sjúklinganna í þessari rannsókn og rannsókninni 1983-1984 (kí- kvaðrat) (6). Niðurstöður mælinga á etanóli, benzódíazepínsamböndum, amfetamíni, kannabínóíðum, kókaíni og ópíötum eru sýndar í töflu IV. Alls voru 123 sjúklinganna með eitthvert þessara efna í blóðinu og 49 þeirra með fleiri en eitt. Ekki tókst að fá þvagsýni nema úr 61 sjúklingi. Niðurstöður rannsókna á þvagsýnum breyttu engu um heildamiðurstöður rannsóknarinnar og eru þær því ekki tíundaðar sérstaklega. Etanól fannst í blóði 85 sjúklinga (55% hópsins). Er dreifing á niðurstöðutölum etanólmælinganna sýnd á mynd 3. Meðalþéttni etanóls var 2.08°/oo en hæsta gildi 4.63°/oo. Eins og myndin ber með sér var meirihluti þeirra (47 talsins) með yfir 2%o af etanóli í blóðinu. Hafa þeir því verið mjög ölvaðir. Af Table III. Physical and hemodynamic condition on admission. Consciousness: n* Blood pressure n* Grade 0 44 normal 136 Grade 1 61 hypotensive 13 Grade 2 14 hypertensive 0 Grade 3 17 unknown 6 Grade 4 6 Unknown 13 n': njmber of patients hypotension: < 90 mm Hg systolic B.P. hypertension: >150 mm Hg systolic B.P. Table IV. The results of the drug survey. Drug n % Alcohol 85 (54.8) Benzodiazepines 73 (47.1) Opiates (Codeine) 15 (9.7) Amphetamine 5 (3.2) Cannabinoids 3 (1.9) Cocaine 0 n: total number of positive samples for each drug Number of cases Fig. 3. Alcohol was found in the blood of 85 subjects, 55% of the studygroup. The graph displays the alcohol concentration in %o. körlum voru 65% með etanól í blóðinu, en hlutfallslega færri konur, eða 46.5%. Lítill munur var hins vegar á meðalþéttni etanóls í blóði karla (2.13 °/oo) og kvenna (2.03 %>). Alls höfðu 73 sjúklingar (47%) benzódíazepínsambönd í blóðinu. Flestir þeirra, 58 talsins, höfðu tekið díazepam, fimm höfðu tekið nítrazepam og aðrir fimm bæði díazepam og nítrazepam. Að auki höfðu þrír tekið klórdíazepoxíð og tveir flúrazepam. Fjörtíu og þrír þessara sjúklinga höfðu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.