Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 387 einnig neytt áfengis. Lítill munur var á töku benzódíazepín sambanda eftir kynjum, en þau fundust í blóði 43% karla og 50% kvenna. Ópíöt fundust í blóði 15 sjúklinga (9.7% hópsins). Við nánari rannsókn með gasgreiningu á súlu (sjá töflu II) kom fram, að í öllum tilvikum var um kódeín að ræða. Mælingar á þéttni þess sýndu, að þrír þessara sjúklinga höfðu tekið það í talsvert meira en lækningalegum skömmtum. Þar eð kódeín kemur fyrir í nokkrum samsettum verkja- lyfjum, sem innhalda ýmist asetýlsalisýlsýru eða parasetamól, var leitað að salisýlsýru og parasetamóli í blóði þessara 15 sjúklinga. Fannst þá salisýlsýra í þremur og parasetamól í sjö, sem bendir til þess að kódeínið komi úr þess háttar samsetningum. Ólögleg vímuefni fundust í blóði sex sjúklinga, fjögurra kvenna og tveggja karla. Var þar um að ræða amfetamín og kannabínóíða. Engin merki fundust hins vegar um kókaín og heróín eða umbrotsefni þeirra. Eins og sést í töflu V var fólk þetta á aldrinum 19-30 ára. Höfðu þrír neytt amfetamíns, tveir amfetamíns og kannabis og einn kannabis eingöngu. Tveir þessara sjúklinga (nr. 5 og 6) höfðu auk amfetamíns tekið benzódíazepín sambönd (díazepam, nítrazepam) í miklu magni. í töflunni sést, að þéttni amfetamíns í blóði var á bilinu 24-1100 ng/ml, en þéttni þess í blóði eftir töku lækningalegra skammta er venjulega innan við 100 ng/ml (9). Þéttni kannabínóíða í blóðinu var svipuð og oft sést í blóði kannabisneytenda án þess að um eitrun hafi verið að ræða (óbirtar athuganir rannsóknastofu í lyfjafræði). Enginn framangreindra sjúklinga var með einkenni um alvarlega eitrun. Allir sjúklingamir voru í fyrstu skoðaðir á slysadeild af læknum lyflækningadeildar og síðan ráðstafað þaðan eftir ástandi og þörfum eins og sýnt er í töflu VI. Tuttugu og einn sjúklingur (13%) gat farið heim strax að lokinni athugun á slysadeild. Flestir eða 41 (26%) voru þó lagðir inn á gæsludeild slysadeildar, en þar eru sjúklingar til eftirlits, rannsóknar og meðferðar í allt Table V. Illicit drugs. The only illicit drugs found were Cannabinoids and Amphetamine in 6 cases. Age Sex Amphetamine ng/ml Cannabinoids ng/ml 19 F 177 5-50 23 F 140 >50 24 M n.d. 5-50 27 M 24 n.d. 29 F 1100 n.d. 30 F 254 n.d. n.<±: not detected Table VI. Discharge from the Emergency ward. Discharge to n* (%) Flome 21 (14) Observation dept City Hosp 41 (26) Medical dept City Hosp 12 (8) Critical care unit City Hosp 21 (14) Medical dept National Hosp 21 (14) Medical dept St Josephs Hosp 7 (4.5) Psychiatric dept City Hosp 7 (4.5) Psychiatric dept National Hosp 6 (4) Police custody 1 Unknown 18 (11) n*: number of patients að einn sólarhring áður en þeim er ráðstafað á aðrar deildir spítalans eða sendir heim. Tólf sjúklingar (8%) voru Iagðir inn á lyflækningadeild Borgarspítalans og 21 (13%) á gjörgæsludeild. Tuttugu og átta (18%) voru lagðir inn á lyfjadeildir annarra spítala, þar af 21 á Landspítala og sjö á Landakotsspítala. Þrettán sjúklingar (8%) voru lagðir inn á geðdeildir, þar af sex á Landspítalann og sjö á Borgarspítalann. Einn sjúklingur var afhentur lögreglu til vörslu en óvíst er um afdrif 18 sjúklinga. Enginn sjúklinganna lést. Þar sem fullrar nafnleyndar var gætt við rannsóknina var ekki unnt að rekja nánar afdrif sjúklinganna eða meðferð. UMRÆÐA Borgarspítalinn hefur þá sérstöðu meðal sjúkrahúsanna í Reykjavík, að þar er starfandi eina bráðamóttakan á höfuðborgarsvæðinu, sem alltaf er opin sjúklingum án tilvísunar læknis. A Borgarspítalanum má því fá nákvæmari upplýsingar en annars staðar um tíðni og tegundir eitrana, þar á meðal eitrana af völdum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Fyrri rannsóknir á eitrurium á Borgarspítala

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.