Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 393 3. Orð fœr nýja merkingu. Frægast heita af því tagi er kvenkynsnafnorðið veira, sem Vilmundur Jónsson »var uppástungumaður að« (15). Má segja, að sú vöm sem hann hafði fyrir veiru, hah skipt sköpum um sfðari íðorðasmíð í læknisfræði. Orðið merkti »feyra, fúaskemmd« (16), en er nú notað sem íðorð í sömu veru og alþjóðlega heitið virus (1. virus: eitur, slím, slímugt eitur). 4. Erlent orð er aðlagað. Hér höfum við í hópi tökuorðin í efnafræði og lyfjafræði (asetýlsalisýlsýra, deoxýríbókjamsýra, ediksýra, flúósínólón, hýdrókortísón, kalíumsítrat, laxerolía, metrónídasól, natríumklóríð, trímetóprím). Þessi aðferð, að færa erlenda ritháttinn að þeim íslenzka, á yfirleitt ekki við endranær og leiddi ofnotkun hennar til þeirrar »andhælislegu djöflaþýzku, sem (læknamir) kalla íslenzkt læknamál og engum öðrum en læknum er ætlandi að grynna nokkuð í« (4). MÁLHREINSUN OG AÐLÖGUN ORÐA Málhreinsunina má sjá í læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar (17). Þar eru um 3000 erlend uppflettiorð og tökuorð sárafá: Alkóhól, (atrópín, kínín, morfín, nikótín, sjá lýtingar), bakterfa (og níu samsett orð), bómull (en jafnframt baðmull), basi (en jafnframt lútarefni), eósín, insúlín, joð (og tvö samsett orð), kím (og þrjú samsett orð), kísil(lungu), kokkar (en jafnframt hnettlur), kólesterín, kristallur (og fjögur samsett orð), maltsykur, míkron, millimíkron, móðursýki (en jafnframt sefasýki), ópíum, pest, plástur, spíritus (en jafnframt vínandi), vítamín (en jafnframt fjörvi). Geri aðrir betur! Þá er auk efnaheitanna undantekning, þegar um sumar bakteríur er að ræða, svo sem salmónellusýking fyrir salmonellosis. Hins vegar höfum við blóðsótt fyrir shigellosis. í völdum tilvikum má beita hljóðlíkingu og er eyðni fyrir AIDS (= acquired immune deficiency syndrome) ágætt dæmi um það. Merkingin er heilkenni ákomins ónæmisbrests og hefir verið nefnt ónæmistæring, en þýðingamar skortir þann einfaldleika sem orðið eyðni hefir, til dæmis í samsetningunum eyðnisýking og eyðniveira. Hér nýtir höfundur heitisins, Páll Bergþórsson veðurstofustjóri, sér hljóðlíkinguna við erlendu skammstöfunina. Þetta er eitt þeirra tilvika, þar sem vel á við »að líkja frjálslega eftir hljómnum í hinu erlenda orði, en sú orðmyndunaraðferð hefir fyrr og síðar gefið góða raun« (15). NÝYRÐASMÍÐI EINSTAKRA LÆKNA OG ÚTGÁFUR ORÐASAFNA Guðmundur Hannesson prófessor þýddi alþjóðlegt kerfi líffæraheita fyrir rétt rúmri hálfri öld (3). Prófessor Jón Steffensen gaf það út í endurskoðaðri útgáfu árið 1956 (17). Guðmundur lét eftir sig drög að handriti til orðasafns með læknisfræðiheitum og var Sigurjóni Jónssyni lækni falin útgáfa þess. Kom það út árið 1954 (18). Landlæknamir Guðmundur Bjömsson og Vilmundur Jónsson voru frjóir nýyrðasmiðir og reyndar ekki aðeins í fræðigrein sinni, heldur einnig utan hennar (2). Nýyrði Guðmundar Bjömssonar er meðal annars að finna í ritum á borð við gjaldskrá héraðslækna og Leiðbeiningar um dánarvottorð og dánarskýrslur. f síðastnefnda ritinu voru 150 sjúkdómsheiti og hafði Guðmundur leitað sum þeirra uppi í gömlum ritum, einkum hjá Sveini Pálssyni, en önnur hafði hann myndað sjálfur. Nýyrði Vilmundar er einkum að finna í Heilbrigðisskýrslum, sem landlæknir gefur út og svo í Mannslátabók II. Þar er að finna þýðingu Vilmundar á Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni, sem gildi tók á íslandi 1. janúar 1951. Auk þessa eru mörg orð frá honum í læknisfræðiorðasafni Guðmundar Hannessonar (18). Áttunda endurskoðun skrárinnar (1CD-8) kom út 1971 og sáu Benedikt Tómasson skólayfirlæknir og Júlíus Sigurjónsson prófessor um hana, en Benedikt sá um útgáfu níundu endurskoðunarinnar (ICD-9), sem út kom 1982. Er ekki grunlaust um, að Benedikt hafi átt hlutdeild í fleiri orðsmíðum en ritaðar heimildir gefa til kynna (19). ÍÐORÐASAFN LÆKNA Skipulegt íðorðastarf hófst á vegum læknafélaganna fyrir rúmum áratug. Komið hafði til tals milli ritstjóra Læknablaðsins, að nauðsyn bæri til, að hefja útgáfu íðorðasafna, í því skyni að kynna ný heiti og hugtök. Síðla árs 1977 var hafizt handa við að kanna þann efnivið, sem tiltækur var. 1 upphafi var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.