Læknablaðið - 15.12.1991, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ
399
NÝRNAHETTUAÐGERÐIR Á LANDSPÍTALANUM
í 10 ÁR
Höfundar: Guðmundur Vikar Einarsson, Halldór
Jóhannsson
Fyrirlesari: Guðmundur Vikar Einarsson
Sjúkdómar í nýmahettum eru sjaldgæfir. Greining
sjúkdóma í nýmahettum hefur oft á tíðum verið erfið,
en með tilkomu nýrrar tækni, eins og tölvusneiðmynda
og ómskoðunar hefur þetta lagast mikið. Þegar gera
á aðgerðir á nýmahettum, þarf að ákveða hvemig
nálgast á nýmahettuna, þannig að skurðstaður getur
verið mismunandi. Við gerðum afturvirka skoðun á
10 ára tímabili hjá sjúklingum, sem gengust undir
nýmahettuaðgerðir á Landspítalanum. Farið var
yfir allar sjúkraskrár, þar sem sjúklingar höfðu
sjúkdómsgreininguna æxli í nýmahettu, aldosteronismus,
pheochromacytoma, hyperplasia gland suprarenalis,
Cushing syndrom, neuroblastoma og adeno-genital
syndrom. Einnig var farið yfir allar aðgerðir á þessu
10 ára tímabili, nánar tiltekið 1979-1989. Á þessu
tímabili fundust átta sjúklingar, sem höfðu gengist undir
nýmahettuaðgerðir. Hjá öllum sjúklingunum var gerð
transabdominal exploratio, kennt við Chevron. Hjá
öllum sjúklingunum greindist æxlið með tölvusneiðmynd
fyrir aðgerð. Einnig var hið sama staðfest með
ómskoðun í nokkrum tilvikum. Fjórir sjúklingar höfðu
aldosteronismus primaria (Conn), tveir sjúklinganna höfðu
pheochromacytoma, einn hafði adenoma corticalis gland
suprarenalis með Cortisonhækkun og einn hafði metastasa
frá nýmacancer úr mótstæðu nýra, sem áður hafði verið
fjarlægt. Allir sjúklingamir eru lifandi.
PERCUTAN ENDO-URETEROPYELOTOMY
Höfundur: Guðmundur Vikar Einarsson
I tugi ára hefur opin pyeloplasty verið hin viðurkennda
aðgerð við þrengslum á mótum ureters og nýmaskjóðu.
Um 1983 komu fram frásagnir og ritsmíð um það sem
kallað er percutan pyelolysis eða endo-pyelotomy. Síðan
hafa frekari niðurstöður birst og hafa lofað nokkuð góðu.
Við segjum frá þremur tilfellum, þar sem þessari aðferð er
beitt, vegna þrengsla á ureterpelvis-mótum. Urographia ári
eftir meðferð er í öllum þremur tilvikum vel viðunandi.
Einkenni hafa í öllum þremur tilvikum einnig horfið.
ÞVAGFÆRASTEINAR-HÖGGBYLGJUMEÐFERÐ
Höfundur: Guðmundur Vikar Einarsson
Farið var yfir fjölda sjúklinga, sem leggjast inn á
Ríkisspítalana með steina í efri þvagvegum. Gerð er
lölvuleit fyrir árið 1988. Eitthundrað sjötíu og fimm
sjúklingar fengu sjúkdómsgreininguna steina í efri
þvagvegum. Leitt er að því líkum að álíka margir
leggist inn á Borgarspítala og Landakot með sömu
sjúkdómsgreiningu. Einnig má gera ráð fyrir álíka fjölda
á landsbyggðinni, eins og eitt sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Ekki er því ólíklegt að um 700 sjúklingar leggist inn á
sjúkrahús landsins og hafi sjúkdómsgreininguna stein í
efri þvagvegum. Þetta eru sambærilegar tölur við önnur
lönd, eins og til dæmis Bandaríkin.
Fyrstu sjúklingar, sem sendir voru
í höggbylgjusteinbrjótsmeðferð (Extra Corporeal Shock
Wave Lithotrypsy, skammstafað ESWL) fóru til Noregs,
nánar tiltekið Ullevál sjúkrahúsið í Osló, árið 1987. Árið
1988 fóru 22 sjúklingar og fyrstu sjö mánuði ársins 1989
fóru 13 sjúklingar.
SKOTÁVERKAR í REYKJAVÍK
Höfundar: Brynjólfur Mogensen, Hlynur Þorsteinsson.
Slysa- og bceklunarlœkningadeild Borgarspítalans
Fyrirlesari: Brynjólfur Mogensen
Tíðni áverka af völdum skotvopna er mjög mismunandi
eftir löndum í hinum vestræna heimi. I Bandaríkjunum
er ástandið verst og þar látast allt að 50 þúsund manns
árlega af völdum skotvopna. Á Islandi er mjög lítið vitað
um tíðni skotáverka og hvers eðlis áverkamir eru. Um
fimm þúsund byssuleyfishafar eru í Reykjavík. Byssueign
landsmanna fer vaxandi og þótti því áhugavert að kanna
hvort um stórt vandamál væri að ræða.
Á slysadeild Borgarspítalans voru kannaðir skotáverkar í
Reykjavík á árunum 1974-1988. Áttatíu og sjö áverkar
áttu sér stað. Fimmtíu og átta slys, 17 áverkar, þar sem
ekki var um slys að ræða og í 12 tilfellum var óljóst
hvort væri. Karlar voru í miklum meirihluta, 75 á móli
12 konum.
Eiginlegir skotáverkar þar sem einstaklingur varð
fyrir skoli, voru samtals 53 þar af 15 sjálfsmorð eða
sjálfsmorðstilraunir og eitt morð. I 29 tilfellum af 37
skotáverkum var örugglega um slysaskot að ræða og
mjög líklega um slys að ræða hjá átta. Af þessum 37
slysaskotum var um 17 þung skot að ræða (átta úr riffii,
átta úr haglabyssu, eitt úr fjárbyssa) og 20 létt skot (16 úr
loftbyssu, fjögur í haglabyssa).
Af léttum slysaskotum slasaðist enginn alvarlega, en 18
voru með litla og tveir með miðlungi mikla áverka. Af
17 þungum slysaskotum var áverkinn lítill hjá fimm,
miðlungi hjá fimm, alvarlegur hjá sex og níu voru lagðir
inn á sjúkrahús.
Niðurstöður: Þung slysaskot í Reykjavík eru óalgeng eða
um eitt á ári. Þriðjungur þessara slysa er alvarlegs eðlis.
Karlar eru í miklum meirihluta. Það verður að telja að um
lítið vandamál sé að ræða.
SAMANBURÐUR Á ÁRANGRI EFTIR
BROTTNÁM Á UPPHANDLEGGSKOLLI OG
GERVILIÐAAGERÐ Á ÖXL
Höfundar: Brynjólfur Mogensen, Guðni Arinbjarnar.
Slysa- og bæklunarlœkningadeild Borgarspítalans
Fyrirlesari: Brynjólfur Mogensen
Gerviliðaaðgerðir á öxl vegna kurlbrots á
upphandleggskolli hafa átt vaxandi fylgi að fagna
síðastliðinn áratug. Yfirleitt er þá aðeins settur hálfliður
þar sem skipt er um upphandleggskollinn en liðskálin
látin óhreyfð. Rétt spenna og jafnvægi í mjúkvefi í
kringum nýja liðinn er forsenda fyrir góðum árangri. Eftir
aðgerð má búast við verkjalausri öxl og beygigetu um og
yfir 90°.
Fyrir tíma gerviliða enduðu kurlbrot á
upphandleggskolli með stífum lið í öxl eða brottnámi á
upphandleggskollinum og var þá öxlin yfirleitt verkjalítil,
en hreyfigeta nánast engin.
Sjúkratilfelli: Sextíu ára gamall ofdrykkjumaður var
meðhöndlaður á slysa- og bæklunardeild Borgarspítalans
fyrir 13 árum vegna aftari liðhlaups með kurlbroti í hægri
öxl. Eftir aðgerðina sýktist sjúklingurinn, sem leiddi til
þess að taka þurfti upphandleggskollinn 10 mánuðum
síðar.