Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.12.1991, Qupperneq 40
400 LÆKNABLAÐIÐ Eftir brottnámið hefur sjúklingur ekki haft neina hreyfigetu í öxlinni en þreytuseyðing við áreynslu. A árinu 1988 kom sjúklingur að nýju á slysadeild með um það bil 10 daga gamalt kurlbrot á upphandleggskolli vinstra megin eftir að hafa dottið vegna ofdrykkju. Eftir ítarlegar viðræður við sjúklinginn var ákveðið að setja í gervilið þrátt fyrir ofdrykkjuvandamál hans. Þremur mánuðum eftir gerviliðaaðgerð hafði sjúklingurinn óverulegan þreytuseyðing við áreynslu og gat beygt í allt að 115°. Var sjálfur mjög ánægður með árangurinn. Tæpum tveimur árum eftir aðgerð var sjúklingurinn mjög ánægður með öxlina, taldi hreyfinguna góða og verkjalausa. Taldi hann vinstri öxlina mun betri en þá hægri. Langtímaárangur ræðst þó fyrst og fremst af því hvemig hann tekur á sínu ofdrykkjuvandamáli. Niðurstaða: Gerviliðaaðgerð á öxl vegna kurlbrots á upphandleggskolli gefur góða hreyfingu og verkjalausa öxl miðað við brottnám á upphandleggskollinum. LITUN SJÚKLINGA, SEM ÞURFA AÐ FARA í SKURÐAÐGERÐ VEGNA LANGVARANDI BEINASÝKINGA Höfundar: Brynjólfur Mogensen, Haraldur Briem, Hlynur Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson. Slysa- og bceklunarlœkningadeild og lyflœkningadeild Borgarspítalans Langvarandi beinsýkingar getur verið mjög erfitt að uppræta þótt öllum hefðbundnum aðferðum læknisfræðinnar sé beitt. Litarefni, sem greinir lifandi vef frá dauðum hefur einstöku sinnum verið notað sem hjálpartæki í aðgerð, svo auðveldara sé að fjarlægja dautt eða illa vascularizerað, sýkt bein. Disulphin blue er mjög kröftugt Iitarefni, sem hægt er að gefa sjúklingum í æð. Viðkomandi litast dökkgrænn á tveimur til þremur mínútum. Þar sem blóðrás er léleg eða engin, verður viðkomandi vefjahluti eða líffæri ólitað. Sjúklingurinn aflitast á um 72 klukkustundum. A Borgarspítalanum hefur disulphin blue verið notað sem hjálpartæki í aðgerð hjá þremur sjúklingum með langvarandi beinsýkingar. Tveir sjúklinganna, sem höfðu hlotið fjöláverka og opin beinbrot, sýktust báðir fljótlega eftir slysið. Þriðji sjúklingurinn sýktist eftir stífaðgerð á fæti. Allir þrír höfðu farið í margar aðgerðir vegna sýkinganna og verið meðhöndlaðir með sýklalyfjum til lengri tíma. Sjúklingamir höfðu haft fistil frá níu mánuðum upp í fimm ár þegar þeir fóru í meðferð á Borgarspítalanum. Hjá öllum þremur afmörkuðust sequestrin vel við disulphin blue litunina og er talið að litunin hafi hjálpað mjög við að ákveða hversu mikið sýkt bein þurfti að taka. Hjá öllum þremur var um mjög blandaða bakteríuflóru að ræða. Þeir voru meðhöndlaðir í hálft ár á viðeigandi sýklalyfjum eftir aðgerðina. Allir þrír sjúklingamir húðgrem og em einkennalausir sextán mánuðum, tveimur árum og tæpum sjö ámm síðar. Niðurstaða: Langvarandi beinsýkingar getur verið mjög erfitt að uppræta. Litarefni, sem aðgreinir lifandi bein frá dauðu getur komið að góðu gagni við skurðmeðferð þessara erfiðu sjúkdómstilfella. ORTHOPEDISKT SJÚKRATILFELLI Höfundar: Svavar Haraldsson, Hannes Petersen, Jóhannes Björnsson. Landakotsspttali, Rannsóknastofa Háskólans í meinafrœði Fimmtugur karlmaður með tveggja ára sögu um versnandi verki í vinstri ganglim, stöðuga verki, verkjapílur, dofa og máttleysi. Samfara þessu verkir í mjóbaki, sem staðið hafa linnulítið í 15 ár. Lagður inn á Landakotsspítala til explorationar á nervus ischiaticus vegna gmns um pyriformis syndrome. I aðgerð var komið niður á tumor í nervus ischiaticus, sem við meinafræðirannsókn reyndist vera Schwannoma. STÍFAÐGERÐ Á ÖKKLALIÐ MEÐ CLOWARD- TÆKNI Höfundar: Hannes Hrafnkelsson, Jón Guðmundsson, Brynjólfur Mogensen. Slysa- og bœklunarlœkningadeild, röntgendeild Borgarspítalans Stífaðgerð á ökklalið vegna verkja og slits hefur verið viðurkennd sem eina góða, langtíma lausnin. Aukaverkanir eftir stífaðgerð em þó algengar. Ber þar hæst beinógróanda, allt að 15% og sýkingar hjá um það bil 10% sjúklinga. Algeng kvörtun sjúklinga eftir stífaðgerð er breytt og oft miður fallegt útlit. Á slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans hefur verið þróuð ný aðferð og hún framkvæmd af sama lækni (B.M.) á fimm sjúklingum á ámnum 1984 til 1988. Þrír sjúklinganna voru með iktsýki og tveir með slit eftir áverka. Aðferð: Notaður er fremri miðlínuskurður. Boraðar em tvær 12 mm borholur að framan t völubeinssköflungsliðflötinn með Cloward-bor, eftir að allt tiltækt brjósk hefur verið fjarlægt og ökklinn stilltur í þá stöðu, sem talin er best fyrir sjúklinginn. Þá er gerður lítill skurður yfir mjaðmarspaða og teknir úr tveir 14 mm frauðbeins borkjamar með þar til gerðum Cloward kjamabor. Ökklinn er dreginn aðeins í sundur og tappamir slegnir í. Liðbil til hliðar við tappana er að auki fyllt upp með tiltæku beinfrauði frá mjaðmarspaða. Með þessari aðferð er hægt að rétta minni háttar hliðarskekkjur með misstómm beintöppum. Ökklinn er að auki festur að framan með tveimur sinklum. Lagður inn sogkeri og sárinu lokað á hefðbundinn máta. Tog er tekið af sári með þverlægum límstrimlum (Steristrip). Gips lagt á fótinn. Álag í gipsi leyft eftir sex vikur og þar til ökklinn er gróinn. Niðurstöður: Allir sjúklinganna beingrem í óbreyttri stöðu. Engar aukaverkanir áttu sér stað. Útlit öklans var gott og staða liðsins góð. Hjá fjómm sjúklinganna hvarf verkurinn alveg. Hjá þeim fimmta em ennþá veruleg óþægindi til staðar í fætinum en sá sjúklingur hlaut jafnframt brot og liðhlaup á tarsometatarsal-liðum. Lokaorð: Stífaðgerð á ökkla með Cloward-tækni virðist viðunandi kostur. Aðferðin er einföld, auðvelt að rétta minni skekkjur með misstómm kjömum og setja fótinn í þá stöðu, sem talin er æskileg. Ókosturinn við aðgerðina er að þurfa að taka bein úr mjaðmarspaða. LEIOMYOSARCOMA í VENU CAVA Höfundur: Jónas Magnússon. Skurðdeild Borgarspítalans Leiomyosarcoma em fremur sjaldgæf krabbamein. Venjulegast em þau staðsett einhvers staðar í meltingarfærum. Á skurðdeild Borgarspítalans höfum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.