Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ væru gerðar. Lrklegt má telja að við læknar áttum okkur ekki ávallt á því mikla starfi sem fram fer á vegum Læknafélags Islands. Við venjumst því gjarnan að ýmislegt gangi einhvern veginn af sjálfu sér en sjaldnast er því nú þannig farið. Jafnan eru þó fjölmargir læknar sem leggja mikið af mörkum í félagsstarfinu og mest allt er það unnið án nokkurrar fjárhagslegrar þóknunar og aldrei hefur sá sem þetta ritar orðið var við það að nokkur læknir færðist undan að taka að sér störf fyrir félagið sem hann væri beðinn að sinna. Þannig liggur styrkur félagsins, aflið að baki því sem það áorkar, í okkur læknunum sjálfum og þess vegna er félagið sterkt, þess vegna er það síungt og ástæðulaust að það sýni á sér eitthvert fararsnið út úr tilv.erunni eða að við hættum að vera hluti þess vegna dægurágreinings. Það fer eftir eðli félagsskapar hvort hann er orðinn aldurhniginn að liðnum 75 árum. Læknafélag Islands er auðvitað síungt þótt jafn sjálfsagt sé að gera sér dagamun í tilefni afmælis. Tilvera margs. félagsskapar orkar tvímælis. Því er haldið fram að tími þeirra félaga sé á enda, þar sem einstaklingamir eru skyldaðir til aðildar. Endanlega ræðst þó tilvera félags ekki aðeins af því hvort það sé til einhvers gagns eða ekki, heldur af því hver markmið þess eru og hvort heildin nái þeim fremur fram en einstaklingamir. Ég ætla að við getum öll sagt að við erum ekki það einsdæmi að verða ekki sem félag bæði sjálfum okkur og þjóðinni til gagns og blessunar og ekki heldur sú eina undantekningin að okkur gæfist betur sundrung og sinnuleysi en skipulag og áhugi. I áður tilvitnuðu Læknablaði frá 1918 greinir frá því að í lok ársins 1917 er farið að vinna að stofnun Læknafélags íslands. Þrjátíu og fjórir læknar standa upphaflega að stofnuninni, 18 læknar utan Reykjavíkur og 16 í Reykjavík en síðar bætast við fimm læknar. I fyrstu stjóm voru kjömir Guðmundur Hannesson, Guðmundur Magnússon og Sæntundur Bjamhéðinsson og fjórðungsfulltrúar voru Halldór Steinsen úr Vestfirðingafjórðungi með hlutkesti milli hans og Sigurðar Magnússonar, úr Norðlendingafjórðungi Steingrímur Matthíasson og úr Austfirðingafjórðungi Georg Georgsson. I Grein Guðmundar Hannessonar þar sem hann skýrir frá stofnun Læknafélags Islands segir að lokum þetta: »Mitt í öllum harðindunum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenskir læknar árið með þessari félagsstofnun, víllausir og alls ósmeikir, til þess að búa betur í haginn fyrir komandi ár. Illviðri og hvers konar óáran bitnar ekki síst á íslenskum læknum og engir sjá meira af hvers konar eymd og volæði. Þeir hafa þó ekki gugnað til þessa, og eitthvað meira mun þurfa til þess að draga úr þeim kjarkinn en þessi illviðri og óáran sem nú gengur yfir.« Veturinn 1917 til 1918 var kallaður frostaveturinn mikli, heimsstyrjöldin hin fyrri stóð yfir og spánska veikin geisaði. Víst er enn 75 árum síðar dýrtíð og á köflum illviðri en hvoru tveggja getum við nú mætt betur búin en fyrir 75 árum og stundum alveg fullbúin vegna þess árangurs sem baráttan fyrir bættu lífi hefur leitt af sér. Læknar hafa alltaf verið virkir þátttakendur í þeirri baráttu og átt veigamikinn hlut að henni. Víl og kjarkleysi er læknum víðs fjarri. Þvert á móti ættu þeir að vera sér vel meðvitandi um styrk samtaka sinna og nauðsyn þess að auka hann enn frekar til þess að mæta svo þjóðfélagslegum mótbyr að verði þjóðinni og okkur sjálfum til farsældar. Gleðilegt afmælisár! Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags Islands

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.