Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 21-7 21 Sigurbjörn Björnsson, Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon SAMBAND HJARTSLÁTTARTÍÐNI, HEILSUFARSÞÁTTA, REYKINGA OG DANARMEINA INNGANGUR Mæling á hjartsláttartíðni er ein algengasta athugun, sem gerð er við klíníska skoðun. Mikilvægi þessa þáttar í mati á heilsufari er að vissu leyti þekkt, sérstaklega þegar ýmsir sjúkdómar raska líkamsstarfsemi, til dæmis efnaskiptasjúkdómar, blóðsjúkdómar, sýkingar og hjarta- og lungnasjúkdómar. Um áhrif og forspárgildi hjartsláttartíðni á heilsufar, þegar til lengri tíma er litið, er hins vegar minna vitað. Þó hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir erlendis á undanfömum árum sem beinast að þessu (1-3). 1 þessum rannsóknum hefur jafnframt verið kannað samband hjartsláttartíðni við þekkta áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. I rannsókn Hjartavemdar eru stórir hópar sem fylgt hefur verið lengi eftir, og gefur því rannsóknin tækifæri til að kanna þessa þætti. I þeirri athugun sem hér er kynnt, á rúmlega fimm þúsund íslenskum körlum, er kannað samband hjartsláttartíðni við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma í mismunandi hópum eftir reykingavenjum og samband hjartsláttartíðni við dánarorsakir. AÐFERÐIR Þýði: Hóprannsókn Hjartavemdar er ferilrannsókn, sem hófst haustið 1967. Frá Hjartavernd. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sigurbjörn Björnsson. Skipulagi rannsóknarinnar, vali úrtaks, þátttöku og framkvæmd hefur verið lýst í ritum Hjartaverndar (4). I stuttu máli voru valdir til þátttöku sextán árgangar karla sem áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1966. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Bessastaðahrepp og Seltjamarnes. Boðið var til rannsóknar í þriðja áfanga öllum þeim körlum sem fæddir voru árin 1907, ’IO, ’12, ’ 14, ’ 16, ’ 17, ’ 18, ’ 19, ’20, ’21, ’22, ’24, ’26, ’28, ’31 og ’34 og sem voru á lífi samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1973, alls 7995. Aldur við mætingu var 40-69 ára. Rannsóknin fór fram á Rannsóknarstöð Hjartavemdar í Reykjavík en svæðið liggur að mestu innan 11 km fjarlægðar frá rannsóknarstöðinni. Heimtur: Öllum þátttakendum í þriðja áfanga var sent boðsbréf. Byrjað var að senda þau út í ágúst 1974. Vegna fjölda þátttakenda var útsendingu boðsbréfa deilt á nokkra mánuði. Þeim sem ekki svöruðu boðsbréfi var sent annað bréf seint á árinu 1975. Ef hvorugu bréfanna var svarað, var reynt að ná í hlutaðeigandi í síma snemma á árinu 1976. Heildarmæting var 5565 eða 69,6% (tafla I) en af þeim eru í þessari rannsókn 5434 karlar eftir afföll, vegna þess að mælingar vantaði á einhverri þeirra breyta sem hér eru Table I. Health survey in tlie Reykjavik area. Stage III, 1974-1976: Men. Study population and response. Birth year Total 1907 1910 1914 1919 1924 1931 1934 1912 1916 1920 1926 1917 1921 1928 1918 1922 Invited ... 299 740 1791 2147 1777 649 592 7995 Examined ... 183 471 1201 1521 1286 481 422 5565 Response % . 61.2 63.6 67.1 70.8 72.3 74.1 71.3 69.6

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.