Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 28
22 LÆKNABLAÐIÐ Table II. Health survey in the Reykjavik area. Stage III, 1974-1976: Men. Correlation of resting heart rate with other variables. The whole cohort 41-54 years 55-68 years Cigarette smokers Smokers (other than cigarettes) Ex- smokers Never smokers N:5434 N:2951 N:2483 N:1464 N:1428 N:1311 N:1231 Age ... -0.003 -0.017 -0.003 0.016 -0.010 -0.010 -0.002 Height ... -0.039* -0.028 -0.052* -0.017 -0.041 -0.028 -0.059 Weight .. 0.029 0.051 0.006 0.052 0.004 0.070 0.017 Body mass index .. 0.054** 0.073** 0.032 0.064 0.030 0.095** 0.050 Sum of skinfolds .. 0.076** 0.082** 0.071** 0.091** 0.055 0.098** 0.078* Cholesterol .. 0.082** 0.093** 0.069* 0.083* 0.093** 0.091** 0.068 Triglycerides ... 0.103** 0.131** 0.070** 0.116** 0.109** 0.056 0.121** Fasting blood glucose ... .. 0.162** 0.166** 0.160** 0.205** 0.125** 0.148" 0.168" Hb ... 0.173** 0.187** 0.160** 0.128** 0.209** 0.193** 0.163** Herit ... 0.183** 0.185** 0.180** 0.130** 0.204** 0.188** 0.193" ESR .. 0.093** 0.082** 0.104** 0.145** 0.075** 0.090* 0.020 Syst .. 0.241** 0.254** 0.236** 0.235** 0.196** 0.265** 0.299** Diast .. 0.237** 0.231** 0.246** 0.271** 0.226** 0.234** 0.251" • p<o.oi •• p<o.ooi athugaðar eða þær féllu utan vikmarka (tafla II). Alls nær því könnunin til 68,0% boðaðra þátttakenda. Ekki var tekið tillit til sjúkdóma eða lyfjameðferðar hjá þátttakendum. Hjartsláttartíðni: Hjartsláttartíðni var mæld á hjartarafriti sem tekið var með hraðanum 50 mm/sek (Mingograf 34) og ákvörðuð þannig að fjarlægð á milli fjögurra R-takka var mæld og hjartsláttartíðni lesin af samkvæmt kvarða (Cardiometer, Type D, Siemens). Hjartalínurit var tekið að morgni milli klukkan 8.30 og 10.30 eftir nokkurra mínútna legu á bekk. Þátttakendur voru fastandi í minnst 10 klukkustundir og höfðu ekki reykt í minnst eina klukkustund. Aðrar rannsóknir: Blóðþrýstingsmæling var gerð við sömu komu. Mörk blóðþrýstings voru skráð við I og V Korotkoff hljóð. Við blóðþrýstingsmælinguna var notaður veggfastur kvikasilfursmælir og mansetta af stærðinni 17,4 x 55 cm við allar mælingar (5). Aðrar mælingar voru framkvæmdar við sömu komu. Húðfellingar voru mældar á tveimur stöðum, yfir miðjum triceps að aftanverðu og í miðaxillarlínu og var summa þessara mælinga notuð. Þyngdarstuðull (B-mass index) var reiknaður sem Quetelet index: þyngd/hæð2. Blóðsýni voru tekin fastandi en mælingaraðferðum hefur áður verið lýst ítarlega (6-8). Reykingavenjur þátttakenda voru kannaðar og þeim skipt upp í fjóra eftirfarandi flokka: þeir sem aldrei höfðu reykt (never- smokers), fyrrum reykingamenn (ex-smokers), sígarettureykingamenn (cigarette smokers) og aðrir reykingamenn (other than cigarettes) sem reyktu annað en sígarettur. Tölfrœðileg úrvinnsla: Úrvinnslan greindist í þrjá hluta bæði fyrir hópinn í heild og undirhópa, flokkaða eftir aldri eða reykingum. í fyrsta lagi var gerð fylgnigreining á hjartsláttartíðni við hverja breytu fyrir sig án tillits til annarra breyta. T-próf var notað við marktektarmat á fylgnistuðli (t = ryj(n- 2)/(l — r2), þar sem r er fylgnistuðull en n er fjöldi athugana). í öðru lagi var gert fjölbreytuaðhvarf í þrepum (stepwise multiple regression) þar sem háða breytan var hjartsláttartíðni en aðrar breytur voru skýribreytur. Notað var BMDP-forritið 2R (10). í þriðja lagi var gerð aðhvarfsgreining með hlutfallsáhættulikani Cox (11) til þess að tínna sjálfstætt forspárgildi hjartsláttartíðni um dánartíðni vegna kransæðastíflu og vegna allra æðasjúkdóma í hjarta og heila og heildardánartíðni. Notað var BMDP-forritið 2L (10). í tveimur fyrstu hlutum úrvinnslu var heildarfjöldi 5434 en í þriðja hluta 5539 vegna færri breyta og þar af leiðandi færri einstaklinga sem vantaði einhverja mælingu. NIÐURSTÖÐUR Fylgnigreining: Mynd 1 sýnir dreifingu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.