Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 50
44 LÆKNABLAÐIÐ 5. Um 95% fanganna neyttu áfengis í óhófi eða þannig að það olli þeim margvíslegu félagslegu tjóni. Svipuð niðurstaða kemur fram í erlendum rannsóknum (4,9-11). Því er ljóst að saman fara ofneysla áfengis og afbrot, reyndar eru mörg afbrotanna framin undir áhrifum áfengis. Niðurstöður benda einnig til þess að saman fari viss munur á neyslu áfengis og tegund afbrota. Fangar er hljóta dóma fyrir ofbeldisárásir hneigjast fremur til misnotkunar áfengis (ICD 305). Þeir sem fremja auðgunarbrot hneigjast hins vegar fremur til ofneyslu áfengis eða áfengissýki (ICD 303). 6. Um 7% fanganna höfðu aðra geðsjúkdóma (ICD 295, ICD 296 og ICD 300). Almennt er talið í erlendum rannsóknum að 1- 7% fanga eigi við aðra geðsjúkdóma að stríða (12,13). I þessari rannsókn og erlendum rannsóknum koma fram greinileg tengsl milli persónuleika- eða hegðunartruflunar annars vegar og afbrota hins vegar (4,12,13). Um 90% fanganna líða annaðhvort af persónuleika- eða hegðunartruflunum (ICD 301, ICD 312). Svipuð tíðni kemur fram í erlendum rannsóknum (4,5). 7. Um 70% fanganna höfðu lagst inn á geðdeild Landspítalans eða hjá SAA, oftast vegna áfengisneyslu. Svipaður fjöldi þeirra hafði einnig leitað meðferðar til geðlækna utan sjúkrahúsa. Því er ljóst að fangamir höfðu lagt áherslu á að leita meðferðar þó oft án þess að ná verulegum árangri. Leiða hjúskaparslit, ófullkominn aðbúnaður eða óhófleg áferigisneysla til afbrota eða er hér um að ræða afleiðingu brenglaðs persónuleika? í sumum erlendum rannsóknum hafa komið fram efasemdir um að sérstakar félagslegar aðstæður geti haft afgerandi áhrif á afbrot (14-16). Hins vegar virðist stundum mega tengja afbrotaferil við lífsform eða stíl einstaklingsins og unnt er að álykta um lengd afbrotaferils eða tegund afbrota eftir lífsformi. Því hefur verið haldið fram að meginveilur brenglaðs persónuleika dvíni með aldrinum, ekki síst þegar einstaklingur fer að nálgast fimmtugsaldurinn (5). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ofbeldisafbrotum fækki fremur en augðunarbrotum eða brotum á áfengislögum. Margar erlendar rannsóknir hafa fjallað um þátt geðlæknisfræðinnar í sambandi við afbrot, orsakir þeirra, forvamir og meðferð (4-7). Nokkurs misræmis gætir þó í niðurstöðum. Byggist það meðal annars á mismunandi forsendum rannsóknanna og ólíkum kringumstæðum. í þessari rannsókn kemur fram að hefðbundin meðferð á geðdeildum, göngudeildum, hjá geðlæknum, á einkastofum og hjá SAA ber takmarkaðan árangur. Svipaðar niðurstöður fást úr erlendum rannsóknum (6,17). Nokkur hluti afbrotamanna virðast hneigjast til afbrota vegna ýmissa innri eða ytri skilyrða svo sem uppeldis, aðbúnaðar, hjúskaparstöðu o.fl. Má meðal þeirra nefna einstaklinga er verða áfengi og fíkniefnum að bráð og þurfa að standa í afbrotum til að afla sér viðurværis og viðhalda misnotkun. Svipuð skipting hefur komið fram í erlendum rannsóknum (18,19). Forsendur góðs árangurs gætu verið fólgnar í að faghópur, sem samanstendur af geðlækni, félagsráðgjafa, sálfræðingi og afbrotafræðingi, taki að sér meðferð fanga. Stór hópur fanga hefur vissa sérstöðu. Þeir eru ekki aðeins áfengis- og/eða vímuefnasjúklingar heldur einnig með vissa persónuleikatruflun eða hegðunartruflun. Ætla má að önnur úrræði en þau er byggjast á hefðbundinni geðlæknisfræði gætu borið árangur. Sýnt hefur verið fram á að þegar meðferð hefur haft áhrif á líðan fanga, þannig að þeir verði sáttari og ráði betur við tilveru sína, þá má vænta árangurs (20,21). ÞAKKIR Vísindasjóður styrkti rannsókn þessa SUMMARY A study was made of all the 56 prisoners who served a sentence in the two main prisons in Iceland over an 11 months’ period or from the lst of December 1964 to the 31 st of October 1965. Sufficient information was gained on 42 of these prisoners. They were followed up until the 3 lst of December 1984 but their criminal records until September 1982. The prisoners differed from the normal population in many ways. 30% of them were single at the end of the study, 32.5% married and 37.5% divorced. Most of the prisoners who were committed for violence were raised by their parents but those committed for theft were raised either by one parent or foster-parents. 42.5% lived alone often in bad condition but only 27.5% lived with wife and children. All except one had serious

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.