Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Síða 23

Læknablaðið - 15.01.1993, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 17 okkar sýna nálægt 40% vanstarfsemi innan árs frá meðferð. Sridama og fleiri (10) könnuðu þó einnig tíðni vanstarfsemi til lengri tíma og fundu að eftir 11 ár frá meðferð voru allt að 76% sjúklinganna með vanstarfsemi eða meðaltalsaukning um 6% á ári, en það er sama aukning og við fundum í okkar hópi eftir mun meiri tíðni í byrjun. Nokkrir greinarhöfundar (10,23,24) vekja athygli á að nýgengi vanstarfsemi skjaldkirtils eftir geislameðferð virðist hafa aukist á áttunda áratugnum miðað við það sem áður hafði birst um þetta, þar sem notaðir voru sambærilegir geislaskammtar. Hafa menn viljað skýra þetta með minnkaðri notkun á thionamide lyfjum og auknu joði í mat (24). Ef þetta reyndist rétt gæti næmi íslenskra kirtla fyrir geislajoðinu skýrst af joðríkri fæðu sem við ennþá neytum (25), þrátt fyrir að joðgnóttin hafi trúlega minnkað verulega miðað við aðrar þjóðir, eins og til dæmis Bandaríkjamenn (26). 1 grein Bjama Þjóðleifssonar um árangur geislajoðmeðferðar hérlendis á árunum 1960 til 1968 á 37 sjúklingum var tíðni vanstarfsemi 18,9% og viðvarandi ofstarfsemi 22% eftir eina meðferð (16). Þá voru notaðir álíka stórir skammtar geislajoðs og í þeim hópi sem hér er kynntur og hefur mikil aukning orðið á vanstarfsemi eftir geislameðferðina nú, miðað við þessa 24 ára gömlu könnun. Þetta mælir aftur heldur á móti því að aukin joðneysla valdi aukinni tíðni vanstarfsemi, þar eð joðgnótt í fæðu Islendinga hefur trúlega minnkað á þessu tímabili og skjaldkirtlar þeirra stækkað (18,27). I rannsókn okkar nú höfum við stuðst við upplýsingar sjúklinga og lækna þeirra um hvort sjúklingurinn væri með vanstarfsemi í skjaldkirtli eða ekki. Þetta var allt öðru- vísi hjá Bjarna sem tók alla sjúklingana af lyfjum og rannsakaði þá klíniskt, auk þess að styðjast við PBI og geislajoðupptöku. En greiningargetan er orðin ólíkt öflugri nú en þá. Sérstaklega ber að nefna annarrar kynslóðar (20) TSH-mælingar, sem mæla allt niður í 0,04 U/1 og eru í daglegri notkun í dag en TSH var ekki almennt mælt fyrir 24 árum. Það er hugsanlegt að einhverjir sjúklingar í okkar hópi séu á thyroid hormónum án þess að hafa vanstarfandi kirtil og myndi það þá sýna hærri tíðni vanstarfsemi en ætti að vera. Sýnt hefur verið fram á, að hafi thyroxin verið gefið með methimazole sex mánuðum eftir byrjun methimazole-meðferðar, leiði það til mikið meiri fjölda réttstarfandi kirtla þrem árum eftir byrjun meðferðar en ef methimazole var gefið eitt sér (28). Ef sjúklingum er gefið thyroxin fljótlega eftir geislameðferðina kynni það að verka á svipaðan hátt og þegar það er gefið með methimazole. Þetta væri áhugavert að vita, en í tilvitnaðri grein (28) hafði ekki verið kannað hvemig sjúklingunum reiddi af, ef þeir hættu að taka thyroxin. Þegar við skoðuðum árangur geislameðferðarinnar með mælingum á TSH í sermi sex mánuðum síðar, reyndist um 50% vera með áframhaldandi ofstarfsemi og um 30% með vanstarfsemi í skjaldkirtlinum. Af þessum tölum hefði því mátt ætla að skammtar væru of litlir yfir heildina og viðvarandi ofstarfsemi aðalvandamálið. A þessu sex mánaða tímabili voru hins vegar miklar breytingar upp og niður á TSH og T4 í sermi í sömu einstaklingum og frekari könnun var nauðsynleg. Einnig höfðum við skrár yfir þá einstaklinga, sem þörfnuðust frekari meðferðar eftir meira en sex mánuði, og voru þeir aðeins um 19%. Af svörum við útsenda spumingalistanum kom í ljós, að ný tilfelli af vanstarfsemi komu hratt fram á fyrsta og öðru ári (mynd 3a), sem þýðir að 30% sjúklinga sem voru með ofstarfsemi eftir sex mánuði frá meðferð hafa eftir þann tíma farið niður í rétt- eða undirstarfsemi. Þetta bendir til þess, að í flestum tilfellum sé ekki gerlegt að fá mjög skjótan bata (innan mánaða) á ofstarfseminni með þeim skömmtum, sem notaðir hafa verið í þessari könnun, en jafnframt litla tíðni af vanstarfsemi. Þetta bendir jafnframt til þess að í mörgum tilfellum sé ekki unnt að dæma með vissu um viðvarandi of- eða vanstarfsemi fyrr en eftir að minnsta kosti sex mánuði. Sumir hafa reynt að flýta fyrir bata eða réttri starfsemi kirtilsins eftir geislameðferð með því að gefa skjaldkirtilshemjandi lyf (thionamide lyf) nokkrum dögum síðar, en þá fylgir hærri tíðni á afturkomu ofstarfsemi að lyfjagjöf lokinni og tíðni á vanstarfsemi verður minni (29). Hjartsláttaróregla var skráð þegar púls var talinn og reyndist vera að meðaltali um

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.