Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 44
38 LÆKNABLAÐIÐ Við greiningu sjúkdóma var farið eftir Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, níundu útgáfu (ICD-9). Persónuleikatruflanir (personality disorder ICD 301) og hegðunartruflanir (conduct disorder ICD 312) voru greindar sérstaklega eða sem önnur greining, líkt og gert er í Greininga- og tölfræðihandbók Ameríska geðlæknafélagsins (DSM-IIl-R) og mun verða gert í Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, tíundu útgáfu (ICD-10). Astæða þessarar undantekningar er að nánast allir einstaklingar í rannsókninni áttu við einhverjar persónuleika- eða hegðunartruflanir að stríða og því þótti rétt að hafa þær aðgreindar. Þó að fangar í rannsókninni hafi almennt sýnt ákveðna andfélagslega hegðun þá er persónuleikatruflun (ICD 301) aðeins greind hjá þeim einstaklingum er töldust tilfinningalega kaldir, sjálfsmiðaðir, hirðulausir um aðra, hafa skerta stjómun á skyndihvötum eða hugdettum og skort á getu til að læra af reynslu sinni eða annarra. Þeir kenna öðrum um misgjörðir sínar. Þeir sem teljast vera með hegðunargalla bera almennt ekki áðumefnd einkenni og ef þau finnast þá eru þau mjög væg. Þeir eru almennt viðkvæmari, ná eðlilegri tengslum, iðrast og virðast skynja betur vandamál sín. Endanleg ákvörðun um greiningu fór fram árið 1984. NIÐURSTÖÐUR Alls fengust niðurstöður rannsókna fyrstu athugunar hjá 52 föngum, en af þeim létust 12. Hér verður gerð grein fyrir þeim 40 föngum er voru lifandi í lok ársins 1984. Rannsókn á afbrotaferli nær aðeins til september 1982 en með upplýsingum Dómsmálaráðuneytisins var þess getið að afbrotaferli allra fanga væri ekki lokið. Vitað er um að 16 (40%) fangar voru enn að fá dóma eftir 1. janúar 1981. Þeir geta því talist virkir afbrotamenn er könnun á afbrotaferli var að ljúka. Þeir eru sýndir í töflum innan sviga. Um afbrotaferil er að öðru leyti vísað til fyrri greinar (1). Föngunum var skipt í fjóra áðumefnda afbrotaflokka. Niðurstöður eru sýndar með tilliti til hvers flokks fyrir sig. Aldur: Meðalaldur fanganna, þegar fyrsta athugun fór frain, var 27,6 ár. Sá yngsti var tæplega 20 ára og sá elsti 51 árs. Hjúskaparstaða: Tafla I sýnir að árið 1964 voru 28 (70%) fangar ógiftir. Hæstu hlutfallstölu ógiftra var að finna meðal fanga er flokkuðust undir manndráp og líkamsárásir. Tveir þeirra fimm er flokkuðust undir kynferðisafbrot voru giftir. Næstum helmingur þeirra fanga er giftust fyrir 1964 höfðu þá skilið. Um 88% þeirra er hlutu dóma eftir janúar 1981 (sjá í sviga í töflu) voru ekki í hjúskap árin 1964 og 1984. Árið 1984 voru 12 (30%) fangar ógiftir. Þrettán (32,5%) fangar voru þá giftir en um 75% íslenskra karla. Fimmtán eða 53,6% þeirra er giftust, höfðu þá skilið, en rúinlega 6% íslenskra karla. Biíseta: Með búsetu í Reykjavík er hér átt við búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1964 voru 28 (70%) fangar búsettir þar (tafla I). Miðað við sömu aldurshópa meðal þjóðarinnar bjuggu þar þá hlutfallslega nokkuð færri eða um 50% karla. Árið 1984 voru 23 (57,5%) fangar búsettir í Reykjavík en þá bjuggu þar um 54% íslenskra karla í sömu aldurshópum. Búseta í Reykjavík árin 1964 og 1984 var hlutfallslega svipuð meðal fanga er hlutu dóma tæp tvö síðustu rannsóknarárin eða rúmlega 40%. Þeim hafði hins vegar fækkað í dreifbýli. Árið 1984 höfðu níu (22,5%) fangar flust af landi brott og dvalist erlendis minnst fjögur síðustu rannsóknarárin. Af þeim höfðu fimm hlotið dóma fyrir manndráp, kynferðisafbrot og líkamsárásir. Þrír aðrir höfðu einnig dvalist erlendis lengur en fjögur ár en fluttust aftur til Islands fyrir lok ársins 1984. Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu hafði einn þeirra er dvöldu erlendis í lok rannsóknar hlotið minni háttar dóm eftir 1. janúar 1981. Uppeldi: Tafla II sýnir að af þeim níu (22,5%) föngum sem höfðu dvalist á uppeldisstofnunum (í minnst hálft annað ár) voru átta í flokki auðgunarbrota og einn í flokki lfkamsárásar. Fjórir þessara fanga voru enn að fá dóma síðustu tvö árin. Með uppeldi fyrstu fimm árin er átt við meginform uppeldis á þeim tíma. Alls höfðu 27 (67,5%) fangar alist upp fyrstu fimm ár ævinnar hjá foreldri eða foreldrum. Allir fangar dæmdir fyrir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.