Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 12
6 LÆKNABLAÐIÐ sem sjálfviljugur kæmi í mótefnamælingu og leggja mat á samsetningu hópsins með tilliti til aldurs- og kyndreifingar. Auk þess voru mæld mótefni gegn kjama lifrarbólguveiru B (hepatitis B core antibody, anti-HBc) og lifrarbólgu C (hepatitis C virus, HCV) þar sem smitleiðir þeirra eru að mörgu leyti sambærilegar smitleiðum alnæmisveiru (3). Ætlunin með því var að kanna hvort tilvist slíkra mótefna gæti gefið vísbendingu um áhættuhegðun þeirra sem leituðu eftir prófi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsókn þessi tók til allra þeirra sem leituðu án milligöngu læknis til rannsóknadeildar Borgarspítalans frá marsbyrjun 1987 til marsbyrjunar 1992 í því skyni að fá gerða mótefnamælingu gegn alnæmisveiru. Fólki var gert kleift að biðja um og fá framkvæmda slíka mótefnamælingu án þess að segja starfsfólki í móttökunni til nafns. Viðkomandi var hins vegar beðinn um að færa persónuupplýsingar á þar til gert eyðublað, setja það í umslag sem síðan var sent smitsjúkdómalæknum spítalans sem trúnaðarmál. Blóðsýnin voru eingöngu merkt upphafsstöfum, fæðingarmánuði, ári og kyni. Fólki var síðan gefinn kostur á að hringja í læknana til að ræða niðurstöður rannsóknanna og fá ráðgjöf um sjúkdóminn. Frá því í nóvember 1987 var fólki sem kom til mótefnamælinga gegn alnæmisveiru jafnframt gefinn kostur á því að útfylla staðlaðan spumingalista með persónuupplýsingum sem sendar voru smitsjúkdómalækni í trúnaði. Á listanum var fólk beðið um að svara játandi eða neitandi spumingum um áhættuþætti alnæmis: Kynmök við vændiskonu, kynmök við marga, kynmök við einstakling af sama kyni, fíkniefnaneyslu í æð eða hvort það hafði þegið blóðgjöf. Jafnframt var fólki gefinn kostur á að nefna aðrar ástæður en þær sem tilgreindar voru á listanum. Var þeim skipt niður í þá sem gáfu upp aðra mögulega áhættuþætti en þá sem nefndir voru á listanum, óraunhæfar ástæður (það er ástæður sem ekki hafa verið taldar tengdar smitun) eða komu vegna kröfu þriðja aðila, þ.e. þegar annar en viðkomandi einstaklingur sjálfur eða læknir hans fór fram á mælingu. Allar uppgefnar ástæður voru taldar með í greiningu á niðurstöðum. Fjöldi □ Karlar Aldurshópar E3 Konur Mynd 1. Aldursdreifing einstaklinga sem komu í mótefnamœlingu á Borgarspítalann frá mars 1987 til mars 1992, alls 400 manns. Fjöldi Mynd 2. Fjöldi beiðna um alncemispróf á hverjum ársfjórðungi frá árinu 1987 til fyrsta ársfjórðungs 1992. Mótefni gegn alnæmisveiru voru mæld með ELISA aðferð (Organon Teknika, Abbot Laboratories). Jafnframt voru mæld mótefni gegn kjama lifrarbólguveiru B og lifrarbólguveiru C með ELISA aðferð (Organon Teknika, Abbot Laboratories). Sýni, sem mældust með mótefni gegn alnæmisveiru, voru prófuð frekar með Western blot aðferð (Du Pont, Abbot Laboratories) til staðfestingar. Upplýsingum af spurningalistum og niðurstöðum úr ELISA prófum var safnað saman án persónupplýsinga í gagnagrunni,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.