Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 41 Tafia V. Geðgreiningar fanga eftir flokkun afbrota. Fjöldi fanga er hlaut dóma eftir 1. janúar 1981 er sýndur í sviga. Manndráp Kynferðisafbrot Líkamsárás Auögunarbrot Alls N=3 H N=5 (1) N=6 (4) N=26 (11) N=40 (16) Greiningar (ICD-9) Ofneytandi áfengis (303) 1 H 2 0) 2 (D 18 (9) 23 (11) Misnotandi áfengis (305) 1 (-) 3 H 3 (2) 6 (2) 13 (4) Aörir geðsjúkdómar (295,296,300) 1 (-) - H 1 (1) 1 H 3 (1) Enginn geðsjúkdómur - H - H - H 1 H 1 H Notkun vímuefna Amfetamín - (-) 1 H 2 (2) 9 (4) 12 (6) Ýmislegt - (-) 1 H 2 (2) 9 (4) 12 (6) Engin 3 (-) 4 (1) 3 (1) 15 (6) 25 (8) Greindarvísitala IQ<80 (Wechsler) 1 H 1 H 2 (2) 10 (4) 14 (6) IQ>80 (Wechsler) 2 H 4 (1) 4 (2) 16 (7) 26 (10) Persónuleika- og hegðunartruflun (ICD-9) Vænipersónuleikatruflun (301,0).. 1 H 1 H 2 (2) 3 (-) 7 (2) Andfélagsleg persónuröskun (301,7)- (-) 2 (D - (-) 6 (4) 8 (5) Aðrar persónuleikatrufianir (301,2, 301,6, 301,8) - H - (-) 1 (1) 5 (3) 6 (4) Hegöunartruflanir (312,0, 312,2, 312,3) - (-) 1 (-) 2 (1) 12 (4) 15 (5) Engar 2 H 1 H 1 H - (-) 4 H níu við slík störf. Tveir þeirra hlutu dóma eftir 1. janúar 1981. Sex voru þá öryrkjar, flestir vegna áfengissýki. Fjórtán þeirra er hlutu dóma eftir 1. janúar 1981 voru verkamenn eða öryrkjar. Starfsgeta: Starfsgetan breyttist lítið frá árinu 1964 til ársins 1984. Það er að segja 27 (67,5%) höfðu meiri en hálfa starfsgetu. Annars vegar er miðað við starfsgetu fyrir fangelsisvist er úrtak fanga hófst og hins vegar fyrir fangelsisvist árið 1984. Svipuð hlutföll eru meðal fanga árið 1964 og fanga er fengu dóma síðustu tvö árin. Arið 1984 er mun minni starfsgeta meðal fanga er voru enn að hljóta dóma síðustu tvö árin. Fjárhagur: Tafla IV sýnir að 11 (27,5%) fangar töldu fjárhag sinn vera góðan. Segja má að hann hafi verið tiltölulega verstur hjá föngum er höfðu fengið dóma fyrir líkamsárás eða auðgunarbrot. Um helmingur þeirra er töldu fjárhag sinn vera bágborinn fengu dóma síðustu tæp tvö ár afbrotaferils en um fimmti hver þeirra er töldu fjárhag vera góðan. Rétt er að geta þess að hér er aðeins rætt um mat fangans sjálfs á fjárhag sínum. Raunverulegur fjárhagur var ekki kannaður. Greining: Við upphaf rannsóknar höfðu nánast allir utan tveir fangar lent í ýmiss konar vandræðum vegna áfengisneyslu. Hjá fjölmörgum föngum mátti einnig greina fremur mild tilfinningaleg viðbrögð sem aðallega voru fólgin í kvíða, óróleika og leiða, einkum þegar þeir hófu fangelsisvist. Einkenni þessi hurfu að mestu leyti eða alveg síðar. Þó vildi á þeim bera ef fangar lentu í vandræðum bæði innan og utan fangelsisveggja. Við endurmat á geðgreiningum 1984 var við greiningar meðal annars stuðst við upplýsingar um feril fanga þar með talin meðferð innan og utan sjúkrahúsa. Tafla V sýnir að rúm 57% fanga voru greindir sem ofneytendur áfengis eða með áfengissýki (ICD 303). Tæp 80% þeirra voru í flokki auðgunarbrota. Mun færri eða rúm 32% liðu af misnotkun áfengis (ICD 305). Tæpur helmingur þeirra (46%) voru í flokki auðgunarbrota, hinir höfðu hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot (manndráp, kynferðisafbrot eða líkamsárásir). Tveir þeirra er greindust með ákveðin einkenni geðsjúkdóma voru einnig misnotendur áfengis. Einn fangi var með geðklofa (ICD 295), annar með geðhvörf (ICD 296) og sá þriðji með alvarlega langvinna taugaveiklun (ICD 300). Engir þeirra hlutu dóma síðustu tvö ár afbrotaferils. Aðeins einn fangi hafði engin einkenni er gáfu tilefni til geðgreiningar. Fimmtán (37,5%) fangar höfðu ýmist neytt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.