Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 23 Resting heart rate by EKG (Mean: 67,8 SD: 11,9 Range: 35-140) Number Heart rate (beats/minute) Fig. 1. Health survey in tlie Reykjavik area. Stage III, 1974-1976. Men. Resting lieart rate in 5558 males aged 41-68 years as calculated from an electrocardiogram. Heart rate and cigarette smoking Hearl rate 42.5 47.5 52.5 57.5 62.5 67.5 Ai -s- Cigarette smokers -i- Non-cigarette smokers -H*- All Fig. 2. Health survey in the Reykjavik area. Stage III, 1974-1976. Men. Resting heart rate in cigarette smokers, non-cigarette smokers and the total cohort. hjartsláttartíðni innan hópsins. Flestir höfðu hjartsláttartíðni á bilinu 63-70 en meðaltíðni var 67,8. Innan við 5% af hópnum höfðu hægari hjartslátt en 50 og önnur 5% lágu ofar 90 á mínútu. í töflu II er kannað samband hjartsláttartíðni og ýmissa annarra þátta sem mældir voru. a) Hjartsláttartíðni, aldur og áhrif reykinga (tafla II). Ekki var um fylgni að ræða á milli hjartsláttartíðni og aldurs. Marktækur munur var á tíðni hjartsláttar sígarettureykingamanna annars vegar og alls hópsins hins vegar þar sem hjartsláttartíðni í þessum hópi var um það bil tveimur slögum meiri á mínútu (P<0,001) (mynd 2). h) Hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur. Akveðin fylgni var við blóðþrýsting í öllum hópum. Fylgni var nánast sú sama í báðum aldurshópum, en þó heldur meiri við slagbilsþrýsting í yngri aldurshópnum heldur en við hlébilsþrýsting í eldri hópnum. Mest fylgni var hins vegar við slagbilsþrýsting í hópi þeirra, sem ekki reykja (R = 0,299), en hlébilsþrýsting í hópi sígarettureykingamanna (R = 0,271). I engu tilviki var þessi munur á fylgni tölfræðilega marktækur. c) Hjartsláttartíðni, líkamshœð og þyngd. Fylgni á milli hjartsláttartíðni og líkamshæðar var alls staðar neikvæð og var marktæk (p<0,01) fyrir heild og eldri aldurshóp. Jákvæð fylgni var milli hjartsláttartíðni og þyngdarstuðuls í öllum hópum og einnig milli hjartsláttartíðni og þykktar húðfellinga. Fylgnin var veikari við þyngdarstuðul en þykkt húðfellinga og ekki marktæk í öllum flokkum. d) Hjartsláttartíðni, hemóglóbín, hematókrít og sökk. Jákvæð fylgni var milli hjartsláttartíðni og allra þessara þátta. Mest var fylgni við hematókrít (R = 0,183) og í undirhópum mest hjá þeim sem reykja annað en sígarettur (R = 0,204). Minnst var fylgni við sökk (R = 0,093) en heldur meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Meðal sígarettureykingamanna var marktæk fylgni við sökk (R = 0,145) en ekki í hópi þeirra sem aldrei höfðu reykt. Mismunur á fylgni hjartsláttar og sökks hjá sígarettureykingamönnum og þeim sem aldrei hafa reykt er mjög marktækur (p<0,01). e) Hjartsláttartíðni og blóðsykur. Jákvæð fylgni reyndist vera við fastandi blóðsykur (R = 0,162) en þó heldur meiri í yngri hópnum og mest hjá sígarettureykingamönnum (R = 0,205). Fylgni var einnig við blóðsykurgildi eftir sykurgjöf bæði eftir V2 klukkustund og V/2 klukkustund. Fylgnistuðlar voru heldur lægri en þó allir ofan marktektarstigs (P = 0,001 stærða ekki getið í töflum). /) Hjartsláttartíðni og blóðfita. Fylgni reyndist vera við kólesteról í sermi í öllum hópum og enn meiri við þríglýseríða. Hæstu fylgnistuðlar fyrir þríglýseríða voru í yngri hópnum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.