Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 18
12 LÆKNABLAÐIÐ Minni vinna, tími og kostnaður eru til dæmis samfara einum stórum skammti og eftirfarandi skjöldungshormónagjöf heldur en tveimur til þremur geislameðferðum með meðfylgjandi mælingum og lyfjagjöfum, sem auk þess leiðir ekki alltaf til réttskilds ástands. Hérlendis var byrjað að gefa geislajoð (1-131) við Graves-sjúkdómi á árunum upp úr 1960 og byggðist greiningin á I- 131 upptökumælingum og PBI (protein bound iodine) mælingum, sem gerðar voru í Kaupmannahöfn. Arið 1970, eða tíu árum síðar, jókst greiningargetan á starfsemi skjöldungs hérlendis, þegar byrjað var að mæla thyroxine í sermi á Landspítalanum með grómskilum (chromatography) á súlu og eftirfylgjandi afoxun á cerium. Var farið varlega í geislajoðmeðferðina fyrst í stað og hún aðeins veitt þeim, sem voru komnir yfir miðjan aldur og áhættusamt þótti að setja í skurðaðgerð þar sem erfiðleikar gátu komið upp með lyfjameðferð. A árunum 1980 til 1985 fer geislameðferð að verða algengari og innkirtlafræðingar að biðja meir um hana fyrir sjúklinga beint af stofum sfnum. Hingað til hefur aðeins ein heildstæð könnun farið fram á árangri geislameðferðarinnar hér á landi fyrir 24 árum (16) og því ekki vitað hver hann er í dag, sérstaklega ekki þegar meir en eitt ár líður frá meðferð. Astæða var einnig til að ætla, að hann gæti verið nokkuð annar en hjá öðrum þjóðum. Fyrir rúmum 50 árum sýndu rannsóknir Júlíusar Sigurjónssonar, að skjaldkirtill Islendinga var minni en annarra þjóða (17). Síðari rannsóknir Baldurs Johnsen benda til að hann hafi stækkað nokkuð næstu þrjá áratugina og nálgist meðaltal annarra þjóða (18). I þessari grein höfum við því kannað árangur geislameðferðar á Landspítalanum á tæplega sjö ára tímabili sem byrjar á árinu 1985. I könnuninni koma einnig fram ýmsar staðtölulegar upplýsingar (statistics) varðandi mælingar á íslenskum sjúklingum með ofstarfandi skjaldkirtla, en iniðað við könnun á nýgengi ofskildis (hypothyroidism) á íslandi á árunum 1980-1982 (19) má ætla að nú séu um 60-80% ofskildissjúklinga meðhöndlaðir með geislajoði. EFNIVÍÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingar: Allir sjúklingar, sem fengið höfðu geislajoðmeðferð á Landspítalanum á árunum 1985-1990, voru teknir með í könnunina og einnig sjúklingar á árinu 1991, frá byrjun ársins til októberloka eða samtals 267 einstaklingar. Sjúklingunum í þessari aftursæju rannsókn hafði í yfir 90% tilfella verið vísað af sex innkirtlalæknum til ísótópastofu Landspítalans til geislajoðmeðferðar, en nokkur tilfelli komu frá deilduin sjúkrahúsa eða heimilislæknum. Stærsti hlutinn kom af stór-Reykjavíkursvæðinu (Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjamarnes og Mosfellsbær) eða 57%, sem svarar til hlutfalls íbúafjölda á svæðinu, og virðist því ekki um bjagað (biased) val sjúklinga að ræða. Fimm sjúklingar höfðu farið í skjaldkirtilsaðgerð fyrir geislajoðmeðferðina og um 25% höfðu einhvemtíma áður verið á thiourea-lyfjum vegna ofstarfseminnar en aðeins fjórir þeirra nokkrum dögum fyrir meðferðina, og enginn var á slíkum lyfjum þegar geislajoðmeðferðin fór fram. Betablokkera, langoftast propranólól, notuðu 103 sjúklingar (39%) fyrir, í og eftir meðferð samkvæmt fyrirmælum tilvísandi lækna. Stutt sjúkrasaga var tekin hjá öllum sjúklingum fyrir meðferð og púls talinn. Aðferðir: Könmm meðal sjúklinganna: Bréf með spurningum voru send til 241 sjúklings, en 26 af framangreindum hópi voru ýmist látnir eða fluttir brott af landinu. Sjúklingar voru spurðir 1) hvort læknir þeirra teldi að þeir væru með eðlilega skjaldkirtilsstarfsemi, 2) hvort þeir notuðu skjaldkirtilslyf og ef svo væri, 3) hvort þeir tækju eitthvert eftirtalinna lyfja: thyroxin, triiodothyronine, neomercazole, tapazole, propylthiouracil og/eða eitthvert annað lyf og, ef svo væri, þá hve lengi lyfið hefði verið notað, 4) hvort þeir hefðu haft slæm einkenni frá augum (verki, tvísýni eða annað), 5) hvort þeir hefðu einhverjar aðrar athugasemdir varðandi sjúkdóminn. Svör bárust frá 181 sjúklingi (75,1%) sem stundum höfðu haft samráð við lækna sína um svörin. Geislajoðmœlingar: Á öllum sjúklingunum voru gerðar joðupptökumælingar á skjaldkirtli áður en geislaskammtur var gefinn. Mæld var bæði fjögurra klukkustunda og 24 klukkustunda upptaka sem prósenta af innteknunt geislaskammti og jafnframt var kirtillinn skannaður. Við upptökumælingarnar voru notaðir sindurteljarar frá Nuclear Chicago Inc, Bandaríkjunum og series

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.