Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1993, Page 17

Læknablaðið - 15.01.1993, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 11-20 11 Matthías Kjeld, Stefanía Stefánsdóttir, Davíö Davíðsson GEISLAJOÐMEÐFERÐ (1-131) Á ÍSLANDI VEGNA OFSTARFSEMI SKJALDKIRTILS ÁRIN 1985-1991 ÁGRIP Á árunum 1985-1991 voru 267 sjúklingar með ofstarfsemi skjaldkirtils teknir til meðferðar með 131I (1-131) á Landspítalanum. Geislaskammtar voru tiltölulega litlir og miðuðu að 7000 rad geislun í kirtlinum. Af 216 sjúklingum, sem teknir voru til meðferðar á árunum 1985-1990 þurftu 41 (19%) á endurtekinni meðferð að halda vegna áframhaldandi ofstarfsemi (endurtekin meðferð árið 1991 er ekki talin). Þessir sjúklingar höfðu marktækt stærri kirtil og hærri joðupptöku en hinir sjúklingamir. Tvennar eftirlitsmælingar á thyroid stimulating hormone (TSH) og thyroxine (T4) í sermi innan sex mánaða frá meðferð bentu til þess að 50% væru áfram með ofstarfsemi og 27% með undirstarfsemi, en breytingar mæligilda hjá sömu sjúklingum bentu til að ekki væru komnar endanlegar tölur. Við frekari könnun með póstsendum spumingalista reyndust um 30% hafa fengið vanstarfsemi í kirtilinn innan átta mánaða og um 50% innan tveggja ára frá meðferð. Sjö árum eftir meðferð voru um 60% allra sjúklinganna með vanstarfandi kirtla. Þegar hópar hvers árs fyrir sig voru skoðaðir, kom í ljós aukning á vanstarfsemi, sem nam að jafnaði um 6% á hverju ári umfram þann hundraðshluta (35-40%), sem fram kom á fyrsta árinu. Sjö árum eftir meðferð voru 77% sjúklinganna með vanstarfandi kirtla. Tíðni á vanstarfsemi skjaldkirtilsins eftir geislameðferð er því há hér á landi iniðað við önnur lönd þar sem notaðir hafa verið svipaðir geislaskammtar og hefur hækkað verulega miðað við eldri rannsókn, eins og fundist hefur annars staðar. Oreglulegur púls var algengur (53%) meðal sjúklinga fyrir meðferð. INNGANGUR Hálf öld er nú liðin síðan fyrstu greinamar Frá rannsóknastofu Landspítalans og Rannsóknarstofunni i Domus Medica. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Matthías Kjeld, rannsóknastofu Landspítalans, 101 Reykjavík. birtust um meðferð á ofstarfsemi skjaldkirtils nreð geislavirku joði (1,2). Eins og oft áður í sögu læknisfræðinnar tók það langan tíma fyrir þessa meðferð að vinna sér sess, en nú er þessi aðferð víða orðin kjörmeðferð við ofstarfsemi skjaldkirtils, hvort sem uin er að ræða hinn eiginlega Graves-sjúkdóm eða ofvirkan hnút í kirtlinum. Kannanir gefa til kynna, að í Bandaríkjum Norður Ameríku hafi læknar verið mun fyrr til að taka þessa meðferð upp heldur en í Evrópu (3,4). Eflaust hefur ótti við aukaverkanir vegna geislunar haft mikil áhrif á það, hversu langan tíma geislameðferðin hefur verið að vinna sér vinsældir, en sá ótti hefur rénað eftir að rannsóknir hafa sýnt, að geislun annarra líffæra en skjaldkirtils er lítil og hætta á ýmsum aukaverkunum geislunar eftir skjaldkirtilsmeðferð með 1-131 er hverfandi (5,6). Vanstarfsemi skjaldkirtils hefur verið algengur fylgikvilli eftir geislajoðmeðferð þrátt fyrir litla skammta, eða allt frá 9,7% eftir ár eða meira frá meðferð og upp í 76% eftir 11 ár frá meðferð (7-10). Raunar er ennþá um það deilt hvort líta beri á vanstarfsemi sem fylgikvilla eða ekki, því að talið er að sjúkdómurinn sem slíkur haldi áfram og allir sjúklingamir verði vanskildir (hypothyroid), ef þeir lifa nógu lengi (11,12). Ymsar aðferðir hafa því verið notaðar við ákvörðun þess magns af geislavirkni sem kirtlinum er ætlað, það er skammtastærð. Eru þá ýmist gefnir smáir skammtar, eins og vitnað er til hér að framan, og gjöf endurtekin oftar til þess að ná réttskildu (euthyroid) ástandi eða stórir skammtar, sem stefna á lækningu ofstarfseminnar án tillits til hugsanlegs vanskildis (hypothyroidism) og er þá gert ráð fyrir því að kirtillinn sé í flestum tilfellum nánast numinn brott og sjúklingurinn þurfi að taka skjöldungshormón eftir það (13- 15). Meðferð ræðst einnig af aðstæðum og ástandi sjúklinga og kostnaði meðferðar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.