Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 24
18 LÆKNABLAÐIÐ 53%. Þetta var ekki rannsakað frekar með hjartarafriti en aukaslög (extrasystoles) voru skráð sérstaklega þegar þau greindust og voru innan við 5% og afgangurinn því líklega gáttatif (atrial fibrillation). Þetta mundi vera meiri tíðni gáttatifs hjá sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils en aðrir hafa gefið upp, eða frá 10-15% og uppí 28% (14,30,31). Þessi háa tíðni hjartsláttaróreglu virðist vera ærin ástæða til að hafa í huga mótstorkumeðferð (anticoagulant treatment) með til dæmis aspiríni samfara geislameðferðinni eins og þeir Farrar og Toft (14) mæla með, en fimmfalt auknar líkur eru á blóðtappa, einkum í heila, hjá sjúklingum sem ganga með gáttatif, sem ekki er af iktsýkistoga, þar sem áhættan er ennþá meiri (32). Allar greinar, sem fjalla um geislajoðmeðferð á skjaldkirtli, eru sammála um að kirtilþungi skipti máli fyrir árangur geislameðferðar, stærri skammta þarf fyrir stærri kirtla. Menn hafa hins vegar ekki farið sömu leiðir til þess að stýra stærð skammta eftir kirtilstærð. Sumir auka skammtinn í nokkrum þrepum eftir kirtilstærð (7), aðrir notast við kirtilþunga og upptökumælingar á geislajoði til að hafa þannig með í ákvörðuninni magn geislunar sem berst í kirtilinn, eins og gert hefur verið í þeim hópi sem hér er rannsakaður. Loks eru menn famir að gefa mismunandi stóra skammta sem í flestum tilfellum eyðileggja kirtilinn og leiða fljótt til vanstarfsemi (13-15). Þá er leitast við að ná lækningu ofstarfseminnar sem fljótast og vanstarfsemi er ekki álitin vera slæmur árangur heldur kostur sem hægt er að bregðast við með einföldum, ódýrum og áreiðanlegum hætti. Kirtilþungi var marktækt meiri í körlum en konum (tafla III) og einnig T4 og T3 styrkur í sermi en ekki joðupptaka í kirtlinum. Karlar fengu því stærri geislajoðskammta en tíðni vanstarfsemi meðal þeirra var ekki meiri. Þetta er athyglisvert og réttlætir að hafa joðupptöku kirtilsins inni í útreikningum þegar skammtur er ákveðinn. Kirtilþunginn var aftur á móti marktækt meiri í þeim hópi sjúklinga, sem þurfti á fleiri en einum geislaskammti að halda, og geislajoðupptakan var einnig mjög marktækt hærri hjá þessum hópi (tafla II). Hér má því segja að upptakan komi of sterkt inn í útreikningana við skammtastærðina, þar eð hún verkar til minnkunar á skammtinum. Þess vegna gæti verið árangursnkt að nota ekki 24 klukkuststunda upptöku, sem er hærri en til dæmis 60%, í skammtaformúlu, það er nota töluna 60 við alla útreikninga fyrir kirtla sem hafa hærri 24 klukkustunda upptöku. Einnig mætti taka fjögurra klukkustunda upptökuna inn í formúluna þannig að hún verkaði til minnkunar, en eins og sést í töflu II er mikill og mjög marktækur munur á fjögurra klukkustunda upptöku þeirra sem fengu eina geislameðferð og hinna sem fengu tvær eða fleiri. Þegar tíðni vanstarfsemi meðal þeirra, sem fengu eina meðferð, var skoðuð nteð tilliti til kirtilsstærðar, var heldur meiri vanstarfsemi eftir því sem meðalstærð kirtilsins jókst. Það er því varla grundvöllur til þess að minnka skammtana á minni kirtlunum nema eiga von á aukinni tíðni áframhaldandi ofstarfsemi eftir meðferðina. Þar eð mat á kirtilþunga er ónákvæmt verður ekki metið með vissu af greinum hvort kirtilþungi ofstarfandi kirtla í Islendingum sé eitthvað minni en samsvarandi kirtla meðal til dæmis Breta og Bandaríkjamanna (8-10,21), en hann virðist svipaður og meðal fólks á Hawai (13). Líklegt er að stækkun kirtlanna við ofstarfsemi verði nokkuð meiri þar sem kirtillinn er stærri fyrir. Þetta getur verið ein skýringin á því hvers vegna við fáum svo háa tíðni af vanstarfsemi miðað við þá sem hafa notað sömu geislaskammta og við. Kirtilstærð sú sem Bjami Þjóðleifsson gefur upp fyrir skjaldkirtla, fjarlægða með aðgerð (16), er 37,6 (±6,1) fyrir þá sem fengu vanstarfsemi og 42,2 (±2,76) fyrir þá sem höfðu eðlilega starfsemi eftir aðgerð. Meðalþungi þessi er meiri en í okkar hópi, en ekki marktækt fyrir alla hópa. Það er því möguleiki að ofstarfandi kirtlar hafi minnkað eitthvað á tímabilinu og kann það, eða eitthvað því tengt, að valda þeirri aukningu á tíðni vanstarfsemi eftir geislajoðmeðferð sem við höfum nú fundið og lýst hefur verið af öðmm, eins og að framan greinir. Ein skýringin gæti þá líka verið sú að sjúklingar með ofstarfsemi greindust nú fyrr en áður, til dæmis vegna aukinnar greiningargetu og hefðu þá minni kirtla, hugsanlega næmari fyrir geislun. Það sem ef til vill styður þetta er, að tíðni ofstarfsemi var svipuð í eldri rannsókninni eða 22%. í stuttu máli má segja að rannsóknin hafi sýnt tiltölulega háa tíðni vanstarfsemi eftir geislajoðmeðferð hérlendis, um 40% eftir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.