Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 13 Table I. Radioiodine (1-131) treatment of hyperthyroidism in lceland. Statistic on 267 patients treated during the period jan. 1985 to oct. 1991. Vear 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Average Total No. of patients .... 39 31 34 39 44 29 51* 267 Second treatm 3 7 8 8 8 7 * 41* Average age 50.2 49.6 47.9 49.2 50 54.9 52.4 50.6 Men 5 5 8 5 8 4 16 51 Women 34 26 27 33 36 25 35 216 Irregular pulse (%) 16 (41) 15 (48) 18 (53) 27 (69) 32 (73) 16 (55) 18 (35) 53.2 142 Mean dose ±SD, mCi 5.8±1.5 4.7±1.5 5.4±2.0 5.0±1.3 5.2±2.0 4.4±1 .1 5.6±2.3 5.16 Mean weight (g) of gland by palp ±SD 35±13 30±12 31 ±11 31 ±9 32±13 27±7 33±11 31.3 Mean uptake, 4h/24h 44/55 45/59 43/58 45/57 41/54 42/57 43/59 43/57 Mean T4, nmol/l... 221 228 241 237 230 200 217 225 * Two last months of year not included nor second treatments 20 teljari frá Canberra Industries Inc, Bandaríkjunum. Notaður var nemi (detector) með natríumjoðíð-krystal og víðum aðbeinara (collimator) og heimatilbúnu líkani (dummy) af skjaldkirtli úr plasti ásamt öðrum útbúnaði fyrir staðla- og bakgrunnstalningu. Skannað var með réttlínuskanna (rectilinear scanner), DS/1, frá Selo, Lombarda s.p.a., Ítalíu. Hormónamœlingar: Thyroxin (T4) og triiodothyronin (T3) voru mæld í um 90% sjúklinganna og thyroid stimulating hormone (TSH) í um 80% eftir að annarrar kynslóðar mælitækni (20) var tekin upp á rannsóknastofu Landspítalans 1986. Hormónamælingar þessar voru gerðar fyrir geislagjöf og oftast um þremur mánuðum síðar, stundum aftur sex mánuðum síðar. T4 var mælt með mótefnamæliaðferð (immunoassay) með Delfia flúrskinsprófefnum (immunofluorescence reagents) frá Pharmacia-Wallac, Turku, Finnlandi. T3 og TSH voru mæld með mótefnamæliaðferðum með Amerlite ljómunarprófefnum (immunoluminescence reagents) frá Amersham Intemational Ltd, Englandi. TSH aðferðin, sem hér var notuð, tilheyrir mjög næmum eða annarrar kynslóðar mæliaðferðum fyrir TSH (20), sem geta inælt efni niður í styrkleikann 0,04 mU/1. Þessi aðferð var tekin í notkun á árinu 1986 og var byrjað að nota að ráði við greiningu á of- og vanstarfsemi á árinu 1987. Fram að því hafði verið notuð heimatilbúin RIA (radioimmunoassay) aðferð, sem náði að nema efni niður að styrknum 0,5 mU/1. Frítt thyroxin (FT4) var mælt með mótefnamæliaðferðum í nokkrum sjúklingum og notuð prófefni frá Amersham. Geislajoðgjöf: Skammtur eða virkni geislamagnsins, sem gefin var, var reiknað út samkvæmt eftirfarandi formúlu nema í örfáum undantekningartilfellum, sem ekki eru tekin með í rannsóknina: skammtur (mCu) = 7000 x kirtilþungi (g) 805 x 24klst 1311 upptaka (%) Miðað er við að kirtillinn fái um það bil 7000 rad (21). Talan 805 er umreikningsstuðull vegna eininga og helmingunartíma joðs í kirtlinum (5,9 d). Kirtilþungi var ákveðinn með þuklun (palpation) kirtilsins, oftast af sömu mönnum (DD, MK). Þyngdannat þuklunar var borið saman við reiknaðan þunga, byggðan á niðurstöðum úr skanni í 180 sjúklingum, og reyndist vera góð samsvörun á milli þessara tveggja aðferða: r = 0,8624 og jafna fylgnilínu var: skannstærð =1,11 þuklunarstærð - 0,40 eða um 10% hærra mat á þunga þegar farið var eftir skannaðferðinni. Geislajoðið, Na13lI, var frá Amersham Intemational PLC, Englandi. Staðtölulegir útreikningar: Við samanburð meðaltala var notað stúdents t-próf, aðferð Pearson við reikning á samsvörunarstuðli (r) og aðferð minnstu kvaðrata (least squares) til þess að fá fram fylgnilínu (regression line) breyta (21). NIÐURSTÖÐUR I töflu I hafa verið teknar saman helstu staðtölur (statistics) varðandi sjúklingahópinn,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.