Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 33 Table IV. Pcrcentage of symptoms in different anatomical regions during the last 12 montlis which has prevented normal work (at home or away from home) in a sample of the Icelandic population and workers in eight fish processing plants. Ana- tomical regions Women Men Population n=326 % Workers n=176 % Population Workers n=301 n=53 % % Neck .. 13.2 18.8 6.0 18.9 Shoulders ... 12.0 17.0 5.7 13.2 Elbows .. 3.4 5.1 1.3 3.8 Wrists . . 5.8 8.5 2.0 9.4 Upper back .... 7.1 10.2 4.0 18.9 Low back .. 17.6 23.9 12.6 30.2 Hips .. 5.9 10.8 2.6 7.5 Knees .. 5.5 8.5 5.3 7.5 Ankles 4.0 8.5 3.0 7.5 Head .. 17.8 20.5 8.6 7.5 Fingers .. 3.7 4.0 1.3 0 Table V. Percentage and duration of symptoms in neck, shoulders and low back which has prevented normal work performance in a sample of the Icelandic population and workers in eight fisli processing plants. Women Men Duration Days Population Workers n=326 n=176 % % Population Workers n=301 n=53 % % Neck 1-7 ... 8.3 8.5 5.7 7.5 8-30 ... 3.7 8.5 1.3 1.9 >30 ... 2.5 1.1 1.3 7.5 Shoulders 1-7 ... 7.7 12.8 4.0 4.8 8-30 ... 4.0 8.6 2.0 1.6 >30 ... 3.7 1.1 1.3 4.8 Low back 1-7 ... 9.8 13.1 11.4 11.3 8-30 ... 6.4 10.2 1.7 9.4 >30 ... 3.7 3.4 3.8 1.9 sömu hreyfingum. Önnur atriði svo sem lífeðlisfræðilegur munur kvenna og karla og tvöfalt vinnuálag kvenna vegna heimilis (15) er hugsanlega hluti af skýringunni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að margir sem vinna við fiskvinnslu hafa óþægindi frá úlnliðum. Notkun og/eða hönnun hnífanna veldur því að við snyrtingu á fiskflökum er haldið á hnífnum með óæskilegu gripi sem reynir á úlnliði og fingur. Það er því vel þess virði að skoða sérstaklega hönnun hnífa sem standa verkafólkinu til boða í þeim tilgangi að minnka álagið á fingur og úlnliði. Hver fiskur er handfjatlaður oft á leið sinni um vinnsluferlið svo sem við hausun, flökun, roðflettingu, snyrtingu og pökkun. Við hvert grip mæðir á fingrum sem þurfa með þessu móti að handleika hundruð kílóa á dag. Auk þessa eru lingur og úlnliðir þeir hlutar líkamans sem erfiðast er að verja gegn kulda við þessar aðstæður. Vinnan sem lýst er hér að ofan reynir mikið á smáu vöðvana í framhandlegg og fingrum. Óþægindin skerða vinnuhæfni fiskvinnslufólks talsvert. Af svörunum var ekki hægt að sjá hversu miklar fjarvistir frá launaðri vinnu var um að ræða vegna þess að spurt var hvort óþægindin hindruðu störf heima og/eða að heiman. En það er ljóst að fjarvistir frá vinnu hljóta að vera umtalsverðar. Vinnuaðstæður í fiski eru erfiðar og bjóða upp á litla tilfærslu í starfi. Vinnuskipulagið gerir fólki sem hefur óþægindi frá stoðkerfi erfitt fyrir að stunda vinnu. Ef fjölbreytni verkefna væri meiri innan fiskvinnslunnar myndi það ekki einungis draga úr óþægindum heldur auka líkur á að fólk gæti stundað vinnu sína þrátt fyrir óþægindi. Niðurstöður í norskri rannsókn á konum í fiskiðnaði, benda ekki til að skipting milli snyrtingar og pökkunar veiti nægilega fjölbreytni í vinnuálagi (14). I mörgum tilfellum getur fólk sem hefur óþægindi svo sem vöðvabólgu stundað vinnu sé tekið tillit til þarfa einstaklinganna og ef vinnuskipulag er sveigjanlegt. Einhæfar endurteknar hreyfingar og stöðug vöðvaspenna vegna læstra vinnustellinga eiga sinn þátt í að óþægindi eru tíðari meðal fiskvinnslufólks en annarra, en fleira getur komið til. Vert er að hafa í huga atriði svo sem: kulda, trekk, hávaða og hraða. Óþægindi geta einnig tengst álagi vegna launakerfis, lágra launa, ákvæðisvinnu og umræðu um lága þjóðfélagsstöðu fiskvinnslufólks sem ekki er í samræmi við mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir þjóðfélagið. Rannsóknin var gerð áður en flæðilínan sem nú er víða notuð í fiskvinnslu kom til. Ahrif nýrrar tækni á líðan fólks hefur ekki verið könnuð og væri fróðlegt að gera aðra rannsókn til samanburðar. Tæknivæðingin hefur fyrst og fremst snúist um að auka framleiðslugetuna, vinnsluhraðann og gæði framleiðsluvörunnar. Flæðilínan hefur dregið úr burði, til dæmis á bökkum, og starfsfólk getur valið milli þess að sitja og standa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.