Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 31 hefðbundin verkaskipting breyst dálítið. Vinnuskipulag virðist bjóða upp á að karlamir hafa meiri hreyfanleika og fjölbreytni við störf sín en konurnar. Þeir sinna oft fieiri en einu verkefni, ýmist frá degi til dags eða sama daginn. Algengasta starf kvennanna er að snyrta og pakka fiskinum. Þær standa við sama borðið megnið af tímanum og vinnuhreyfingar eru einhæfar. Karlar í fiskvinnslu eru oftar við vélar, þar sem þeir til dæmis mata hausara eða flökunarvélar. Þetta eru einhæf störf með síendurteknum sömu hreyfingum. Karlamir sinna einnig oftar en konumar líkamlegri átakavinnu svo sem að lyfta pönnum úr og í frystitæki. Þessi störf eru yfirleitt unnin hratt og af ákafa í stuttum lotum með löngum hvíldum á milli. Það er því eðlismunur á hefðbundnum störfum karla og kvenna í fiskvinnslunni. Hnífar eru algengustu handverkfærin í fiskvinnslu. I fiskvinnsluhúsum er yfirleitt aðeins ein gerð af hnífum í boði við snyrtingu. Starfsfólk getur stundum valið hvort hnífsblaðið er langt eða stutt. Starfsmenn halda mjög mismunandi á hnífunum jafnvel um hnífsblaðið. Þessi ranga hönnun og/eða notkun hnífanna virðist geta valdið miklu álagi á fingur og úlnliði. í flestum fiskvinnsluhúsum eru tekin stutt hvíldarhlé tvisvar á dag auk kaffi- og matartíma. Hávaði er mikill frá vélum og við pönnuúrslátt í tækjasal verða háir hvellir. Oft berst hávaðinn til starfsfólks sem er víðsfjarri en vinnur hljóðlát störf við snyrtingu og pökkun. TÖLFRÆÐI Við samanburð á algengi verkja hjá fólki í fiskvinnslu og því sem gerist hjá þjóðarúrtakinu (samanburðarhópnum) voru reiknaðar hlutfallstölur (relative risk) og 95% öryggismörk, en við reikningana er beitt aðferðum sem taka tillit til að hópamir eru fámennir og að einkennin eru ekki normaldreifð (4). Ef hlutfallstala er hærri en einn eru verkir tíðari í hópi fiskvinnslufólks en samanburðarhópnum. Af öryggismörkum má lesa hvort hlutfallstölur eru tölfræðilega marktækar. Ef bæði neðri og efri mörkin falla sömu megin við töluna einn er hlutfallstalan tölfræðilega marktæk á 5% stigi. Þegar Table III. Percentage of symptoms in different anatomical regions during the last 12 months in a sample of the lcelandic population and workers in eight fish processing plants. Ana- tomical regions Women Men Population Workers n=326 n=176 % % Population n=301 % Workers n=53 % Neck ... 62.9 67.6 37.7 37.7 Shoulders ... 65.3 83.0 42.5 58.5 Elbows ... 12.6 13.1 14.9 20.8 Wrists .. 30.1 46.6 17.2 39.6 Upper back .... .. 35.6 33.0 17.9 30.2 Low back .. 64.4 64.8 56.5 58.5 Hips ... 25.3 27.8 19.9 18.9 Knees .. 27.7 36.4 30.0 28.3 Ankles .. 24.0 34.1 17.6 28.3 Head .. 59.1 52.3 34.8 26.4 Fingers ... 22.7 26.7 11.6 22.6 0 1 2 3 4 5 6 7 neck shoulders elbows wrists upper back low back hips knees ankles head fingers t ■ ■—H 1 1 ■ ;I —1 i • =4= -1- =4= Fig. II. The relative risk and 95% confdence limits for symptoms in all anatomical regions among men who worked in fish processing plants. athugaður var munur á algengi verkja síðustu 12 mánuðina voru hlutfallstölumar og öryggismörkin reiknuð með Mantel-Haenszel jöfnu, þar sem tekið er tillit til aldursdreifingar (4). NIÐURSTÖÐUR Fiskvinnslufólk hafði oftar óþægindi frá stoðkerfi en þjóðarúrtakið. Tíðni einkenna var mikil frá flestum þeim líkamssvæðum sem spurt var um og konur voru oftar með einkenni en karlar (tafla III). A myndum 2 og 3 sjást hlutfallstölur vegna óþæginda frá öllum líkamssvæðum síðustu 12 mánuðina. Hjá körlum (mynd 2) eru tölurnar hæstar vegna óþæginda í úlnliðum 3,2, fingrum 2,8, herðum 2,5, efri hluta baks 2,1 og ökklum 1,8. Mynd 3 sýnir hlutfallstölur hjá konum og eru þær hæstar vegna óþæginda í herðum 2,6, úlnliðum 2,0, ökklum 1,6 og hnjám 1,4.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.