Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 5-9
5
Gísli J. Snorrason1, Sigurður Þór Siguröarson1, Sigurður Guðmundsson2,
Haraldur Briem2
ÓSKIR UM MÓTEFNAMÆLINGU GEGN
ALNÆMISVEIRU
Áhættuþættir smits og algengi mótefna gegn
alnæmisveiru, lifrarbólguveiru B og C
ÁGRIP
Rannsóknadeild Borgarspítalans hefur boðið
almenningi að fá mótefnamælingu gegn
alnæmisveiru án milligöngu læknis frá því í
mars 1987. Frá nóvember 1987 hefur mönnum
verið gefinn kostur á að svara spumingum
um áhættuþætti sem tengjast smiti af völdum
veirunnar.
Kannað var algengi smits af völdum
alnæmisveiru í þessum hópi og einnig algengi
mótefna gegn kjarna lifrarbólguveiru B og
mótefna gegn lifrarbólguveiru C, þar sem
smitleiðir veiranna eru sambærilegar.
Samtals bárust 475 beiðnir frá 400
einstaklingum um alnæmispróf á
tímabilinu frá mars 1987 til mars 1992.
Af heildarhópnum voru 188 konur og 212
karlar, flest yngri en 35 ára (72,5%). Af 401
spumingalista komu fram á 258 (64,3%)
þeirra einhverjar ástæður mælingar. Marktækt
fleiri konur en karlar gáfu engar ástæður fyrir
beiðni uin HIV mótefnamælingu (p<0,05). Af
336 einstaklingum (175 körlum og 161 konu),
sem svöruðu spurningalista, gáfu 30 karlar í
40 tilvikum og ein kona í einu tilviki sögu um
mök við vændiskonur. Fjörtíu karlmenn gáfu í
skyn fjöllyndi í 47 tilvikum og 18 konur gáfu
slíkt hið sama í skyn. Fimmtán karlmenn og
ein kona voru samkynhneigð. Tveir karlmenn
og þrjár konur höfðu neytt fíkniefna í æð.
Sjö höfðu fengið blóðgjöf. Þrjátíu og tveir
komu til mótefnamælingar vegna kröfu þriðja
aðila. Aðrar ástæður nefndu 48 og óraunhæfar
ástæður nefndu 50.
Af 400 einstaklingum höfðu tveir (0,5%)
mótefni gegn alnæmisveiru (báðir karlar), níu
Frá 1) læknadeild Háskóla íslands og 2) rannsókna-
og lyflækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir og
bréfaskriftir: Haraldur Briem, rannsókna-og lyflækningadeild
Borgarspítalans, 108 Reykjavík.
(2,3%) höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru B
(átta karlar, ein kona) og 11 (2,8%) höfðu
mótefni gegn lifrarbólguveiru C (fimm
karlar, sex konur). Marktækt samband
fannst milli samkynhneigðar karla og
mótefna gegn alnæmisveiru (P<0,05) og
milli fíkniefnaneyslu í æð og mótefna gegn
lifrarbólguveiru C (P<0,0001).
Af þeim 336 einstaklingum, sem gáfu
upplýsingar, höfðu 136 (40,5%) sögu um
áhættuhegðun. Þótt fjöldi þeirra, sem nýta
sér þjónustu þessa sé lítill, benda þessar
upplýsingar til þess að starfsemin hafi tilgang.
INNGANGUR
Fyrsti einstaklingurinn með einkenni um
sýkingu af völdum alnæmisveiru (Human
Immunodeficiency Virus, HIV) greindist í
janúar 1983 á íslandi. Einstaklingum með
sjúkdóminn hefur síðan fjölgað jafnt og þétt
og um mitt ár 1992 höfðu greinst alls 72 tilvik
hérlendis (1). Víða um heim hafa ýmsar leiðir
verið farnar til að stemma stigu við útbreiðslu
sjúkdómsins. Hafa þær helst verið fólgnar í
umfangsmikilli fræðslu annars vegar og hins
vegar tilraunum til að finna sýkta einstaklinga
þannig að unnt yrði að veita þeim læknishjálp
og ráðgjöf sem fyrst. I þessu skyni hvöttu
yfirvöld á Islandi allan almenning til að fara
í mótefnamælingu gegn alnæmisveiru (2). í
því skyni að koma til móts við óskir yfirvalda
í þessum efnum hefur almenningi verið boðið
að koma að eigin frumkvæði án milligöngu
læknis í alnæmispróf á rannsóknadeild
Borgarspítala frá því í mars 1987.
Takmarkaðar upplýsingar eru tiltækar
um ástæður þess að fólk sækist eftir
mótefnamælingu gegn alnæmisveiru undir
nafnleynd og var því leitað eftir slíkum
upplýsingum. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að kanna áhættuþætti alnæmis í hópi