Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 48
42
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla VI. Lœknismeðferd veitt föngum eftir flokkun afbrota. Fjöldi fanga er hlaut dóma eftir 1. janúar 1981 er
sýndur í sviga.
Manndráp Kynferöisafbrot Líkamsárás Auðgunarbrot Alls
N=3 (-) N=5 (1) N=6 (4) N=26 (11) N=40 (16)
Innlögn á geðdeild
Einu til fimm sinnum............ - (-) - (-) 2 (2) 8 (3) 10 (5)
Oftar en fimm sinnum ........... 2 (-) 2 (1) 2 (1) 9 (5) 15 (7)
Engin innlögn á geðdeild........ 1 (-) 3 (1) 2 (1) 9 (3) 15 (4)
Innlögn á SÁÁ .................. 1 (-) 3 (-) 3 (2) 15 (9) 22 (11)
Engin innlögn á SÁÁ............. 2 (-) 2 (1) 3 (2) 11 (2) 18 (5)
Meðferð án innlagnar
Einu til fimm sinnum............ - (-) 1 (-) 2 (2) 9 (4) 12 (6)
Oftar en fimm sinnum ........... 2 (-) 2 (1) 2 (1) 10 (4) 16 (6)
Engin meðferð................... 1 (-) 2 (-) 2 (1) 7 (3) 12 (4)
amfetamíns eða blandað saman ýmsum
fíkniefnum. I öllum tilfellum höfðu þeir verið
í meðferð vegna þessarar neyslu. Rúmlega
helmingur þeirra er neyttu vímuefna hlutu
dóma eftir 1. janúar 1981 en 32% meðal
hinna.
Fjórtán (35,0%) fangar höfðu nokkuð skerta
greind, en með því er átt við greind er mælist
minna en 80 með greindarprófi Wechslers
(IQ<80). Fjórir töldust ólæsir og óskrifandi.
Hlutfallslega höfðu aðeins færri af þeim er
höfðu nokkuð skerta greind hlotið dóma eftir
1. janúar 1981.
Tuttugu og einn fangi höfðu ákveðin einkenni
persónuleikatruflunar (ICD 301) aðallega í
formi andfélagslegrar persónuleikatrufiunar
(ICD 301,7) og vænipersónuleikatruflunar
(ICD 301,0). Tiltölulega fæstir þeirra fanga
er fengu dóma eftir 1. janúar 1981 voru
meðal fanga með hegðunartruflanir (ICD 312)
og vænipersónuleikatruflanir (ICD 301,0).
Engar ákveðnar persónuleikatrufanir eða
hegðunartruflanir komu fram hjá fjórum
einstaklingum en þeir voru í hópi fanga
er höfðu verið dæmdir fyrir ofbeldisafbrot
(manndráp, kynferðisbrot eða líkamsárás)
(tafla V).
Meðferð: Tafla VI sýnir að 25 (62,5%)
fangar höfðu verið í meðferð á geðdeild,
oftast áfengisdeild. Fimmtán fangar (37,5%)
höfðu aldrei lagst inn á geðdeild. Tæplega
helmingur þeirra er höfðu lagst inn á geðdeild
fengu dóma eftir 1. janúar 1981. Meðal
þeirra er ekki höfðu lagst inn var tæplega
fjórðungur með dóma eftir 1. janúar 1981.
Tuttugu og tveir (55%) fangar höfðu lagst
inn á meðferðarstöð SÁÁ. Hlutfallslega fleiri
þeirra fengu dóma eftir 1. janúar 1981.
Rétt er að geta þess að ekki voru fengnar
upplýsingar hjá geðlæknum er störfuðu á
einkastofum um það hvort fangar hefðu leitað
til þeirra. Hér er því aðeins getið meðferðar
utan sjúkrahúsa sem fangar gáfu upp sjálfir
eða sem kom frarn í sjúkraskýrslum þeirra og
í viðræðum við heimilislækna. Vitað er að 28
(70%) fangar leituðu til geðlækna flestir oftar
en fimm sinnum. Tólf (42,9%) þeirra hlutu
dóma eftir 1. janúar 1981.
Hvers vegna framin afbrot? Allir fangamir
voru spurðir í upphafi rannsóknar hvers vegna
þeir fremdu afbrot. Spurningamar byggðust
á þeirri forsendu að einhver ástæða lægi að
baki hvers afbrots. Svör fanga voru misjöfn
stundum næstum út í hött. Oftast bentu þeir
þó á að þeir fremdu aldrei afbrot nema undir
áhrifum víns. Við frekari grennslan meðal
annars í lögregluskýrslum og í viðtölum
kom fram að þessi fullyrðing var ekki alltaf
rétt. Margir töluðu unt spennu, lögguleik eða
skjótan gróða. Um helmingur sögðu að þeim
leiddist og að þeir hefðu ekkert annað að gera.
Bent var á margvísleg vandamál utan fangelsis
svo sem erfiðleika við að fá vinnu eða að
vinnan væri erfið, vinnuskilyrði slæm og
húsbændur strangir. Svo virðist, þrátt fyrir allt,
sem þeir hafi í vissum skilningi gert sér grein
fyrir afleiðingum gjörða sinna. Mörgum þeirra
var í raun sama hvort þeir færu í fangelsi um
stund. Nefna má til dæmis að fangi, kaldur og
svangur, sem var á skilorði, sparkaði í rúðu í
verslun, teygði sig eftir mat í glugga og beið
eftir að lögreglan tæki hann. Hann var svo í
framhaldi af handtöku fluttur á Litla-Hraun.