Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 14
8 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA Ekki virðist hafa verið gerður mikill fjöldi af sambærilegum rannsóknum (6-8). Dönsk rannsókn er einna sambærilegust við okkar könnun (6). Helsti munurinn er að hún var gerð með fullri nafnleynd þeirra sem prófaðir voru. Þar sem þessi könnun var gerð undir nafni, jafnvel þótt það hafi aðeins verið kunnugt smitsjúkdómalæknum, gæti það hafa dregið úr vilja til að svara spurningunum. Svörunin var 64,3%, eða 258 af 401 spumingalista, en í dönsku könnuninni var svarhlutfallið hins vegar um það bil 55%. Meirihluti hópsins (72,5%) var undir 35 ára aldri enda er þessi aldurshópur lrklegastur til að stunda ýmiskonar áhættuhegðun. Konur gáfu síður svör við spurningalistanum en karlmenn og var marktækur munur þar á. Einnig gáfu þær oftar upp óraunhæfar ástæður fyrir mælingu sem getur stafað af tregðu þeirra til að svara spumingalistanum. I ársbyrjun 1989 bar í fyrsta sinn á kröfu þriðja aðila sem ástæðu fyrir mælingu. Upp frá þeim tíma varð þetta ein algengasta ástæðan fyrir mælingu. Þeir aðilar sent hafa krafist alnæmisprófs af öðrum eru meðal annars væntanlegir makar, ríkisstjómir nokkurra erlendra ríkja, þegar sótt er um innflytjandaleyfi, og erlendar tæknifrjóvgunarstöðvar. Þeir tveir einstaklingar, sem reyndust hafa mótefni gegn alnæmisveiru, eru báðir samkynhneigðir karlmenn. Hvorugur gaf upp aðra áhættuþætti en samkynhneigð. Marktækt samband samkynhneigðar karlmanna og mótefna gegn alnæmisveiru er í samræmi við opinberar tölur sem sýna að 67% þeirra sem greinst hafa með smit af völdum alnæmisveiru á Islandi eru samkynhneigðir karlmenn (1). í þessari rannsókn kom ekki fram nein fylgni milli algengis mótefna gegn alnæmisveiru, lifrarbólguveiru B og lifrarbólguveiru C. Hins vegar var marktæk fylgni milli mótefna gegn lifrarbólguveiru C og fíkniefnaneyslu í æð. Allir sem sögðust hafa reynt fíkniefnaneyslu í æð höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru C. Fíkniefnaneysla í æð er einn helsti áhættuþáttur smits af völdum lifrarbólguveiru C og í Bandaríkjunum eru stungulyfjamisnotendur um það bil 42% smitaðra (9). Enginn hinna sem höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru C gaf upp áhættuþátt fyrir smiti. Enginn þessara stungulyfjamisnotenda mældist með mótefni gegn lifrarbólguveiru B en lifrarbólga B hefur nýlega breiðst út meðal þeirra sent stunda neyslu fíkniefna í æð hér á landi (10). Verið getur að þeir, sem leitað hafa eftir HIV mótefnamælingu í þessari rannsókn, séu ekki meðal þeirra sem eru virkastir fíkniefnaneytendur um þessar mundir hérlendis. Af níu einstaklingum með mótefni gegn lifrarbólguveiru B var aðeins ein kona þrátt fyrir að kynjamunur hafi ekki fundist fyrr hjá þeim sem smitast hafa af lifrarbólguveiru B á íslandi (5). Algengi kjamamótefna gegn lifrarbólguveiru B var 2,3% í þessum hópi sem er heldur lægra en í þjóðfélaginu þar sem tíðnin er um það bil 5% (5). Er það í samræmi við fyrri niðurstöður um algengi kjamamótefna í sambærilegum aldurshópum hérlendis (5). Algengi mótefna gegn lifrarbólguveiru C í þessu úrtaki var hins vegar 2,8% sem er fjórfalt hærra en í ljós hefur komið í skimunum Blóðbankans á blóði blóðgjafa (11). Þar er tíðnin um 0,7% enda eru einstaklingar í áhættuhópum hvattir til þess að gefa ekki blóð. Fjöldi þeirra sem komið hafa í mótefnamælingu frá því starfsemin hófst hefur haldist nokkuð jafn allan tímann. Að meðaltali hafa komið um 23 einstaklingar á hverjum ársfjórðungi. Nokkrar sveiflur eru frá þessu meðaltali en áberandi stærst sveifla er á fjórða ársfjórðungi 1987. Leiða má getum að því að öflugar upplýsingaherferðir gegn alnæmi um þær mundir hafi hvatt fólk til að koma í alnæmispróf (2). Meirihluli þeirra, sem koma í alnæmispróf, gefur fyrir því einhverjar ástæður og stór hluti hefur áhættuþætti fyrir smiti. Mótefni gegn alnæmi tengdust með marktækum hætti samkynhneigð karla annars vegar og mótefni gegn lifrarbólguveiru C tengdust fíkniefnaneyslu í æð hins vegar. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að rétt sé að halda áfram að bjóða almenningi að koma milliliðalaust til mótefnamælingar gegn alnæmisveiru. SUMMARY Semi-anonymous HlV-antibody testing - risk factors and prevalence of antibodies against HIV, HBV and HCV among those tested.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.