Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 29-35 29 Hulda Ólafsdóttir, Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson ÓÞÆGINDI FRÁ STOÐKERFI MEÐAL FISKVINNSLUFÓLKS ÁGRIP Starf í fiskvinnslu er talið erfitt en lítið er vitað hvort það veldur óþægindum frá stoðkerfi. Þessi rannsókn var gerð til að kanna hvort verkir og önnur óþægindi væru algengari meðal fiskvinnslufólks en annarra. Starfsmönnum átta fiskvinnslufyrirtækja og úrtaki íslensku þjóðarinnar var sendur spumingalisti, þar sem spurt var um algengi verkja frá ýmsum líkamssvæðum. Svörun var 67,6% hjá fiskvinnslufólkinu. Verkir og óþægindi reyndust tíðari meðal fiskvinnslufólksins en í samanburðarhópnum. Hlutfallstölur vegna verkja í úlnliðum, öxlum, fingrum og efri hluta baks á síðustu 12 mánuðum voru tveir eða hærri. Þegar spurt var hvort óþægindin hefðu hindrað fólk við vinnu heima eða að heiman voru hlutfallstölumar hjá körlum hæstar vegna verkja í efri og neðri hluta baks, úlnliðum, hálsi og mjöðmum. Hlutfallstölumar hjá konum voru hæstar vegna verkja í ökklum, mjöðmum, hálsi og neðri hluta baks. Tuttugu og fimm prósent tískvinnslukvenna höfðu leitað meðferðar vegna verkja í herðum á síðustu 12 mánuðum en 17,5% kvenna í þjóðarúrtakinu. Hjá körlum í fiskvinnslu var hlutfallið 18,9% en 7,7% hjá körlum í þjóðarúrtakinu. Það virðist mega rekja tíða verki og óþægindi meðal fiskvinnslufólksins til einhæfra verkefna og endurtekinna sömu hreyfinga sem einkenna fiskvinnsluna. Þrátt fyrir að tæknilegar framfarir hafi átt sér stað á undanfömum árum er þörf að leita enn frekari tæknilegra lausna, bæta vinnuskipulag og meðal annars endurhanna hnífa til þess að draga úr álagseinkennum. Frá Vinnueftirliti ríkisins. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hulda Ólafsdóttir, Vinnueftirliti ríkisins, Bíldshöföa 16, 112 Reykjavík. INNGANGUR Um 7% landsmanna vinna í fiskvinnslu og í sjávarútvegi skapast verðmæti sem eru um 75% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Fiskvinnsla er því þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein. Frá árinu 1986 hafa verið haldin starfsmenntunarnámskeið fyrir verkafólk í fiskiðnaði þar sem fjallað er um gæði og meðferð fisksins, vinnuumhverfi, réttindamál og fleira. I mörg ár hafa hönnuðir unnið að nýrri tækni í fiskvinnsluhúsum meðal annars gerð flæðilína. Þessi nýja tækni hefur fyrst og fremst stuðlað að auknum hraða hráefnis í gegnum vinnslukerfið en einnig hefur verið leitast við að bæta vinnuaðstæður starfsmanna. Þessi rannsókn var gerð áður en flæðilínur komu í fiskvinnsluhúsin. Starf í fiskvinnslu er talið erfitt og því ekki ólíklegt að starfsmenn fái álagseinkenni. Árið 1985 fól félagsmálaráðherra Vinnueftirliti ríkisins að gera úttekt á vinnuálagi og vinnuaðstöðu í fiskvinnslu og gera tillögur til úrbóta. Af þessu tilefni var gerð könnun meðal fiskvinnslufólks árið 1987 þar sem spurt var um verki eða óþægindi frá ýmsum líkamssvæðum. Þegar spurt er um óþægindi frá stoðkerfi og ákveðnum líkamssvæðum er ekki um óhlutlægar upplýsingar að ræða. Helst er hægt að jafna slíkum upplýsingum við sjúkdómseinkenni (symptoms). Nánari athuganir þarf til áður en hægt er að fullyrða af hverju einkennin stafa. Meginmarkmiðið var að fá vitneskju um algengi (prevalence) óþæginda meðal fiskvinnslufólks og athuga hvort óþægindi væru tíðari í þessum hópi en gerist meðal íslendinga. EFNI OG AÐFERÐIR I þessari þversniðsrannsókn var notaður spumingalisti, sem starfshópur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar hafði samið, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.