Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1993, Side 22

Læknablaðið - 15.01.1993, Side 22
16 LÆKNABLAÐIÐ Tablc III. Comparison of pretreatment averages in 216 women and 51 men treated with radioiodine. % g mCi Years nmol/l nmol/l pmol/l mlU/l % % irreg. gland radio. Units Age T-4 T-3 FT4 TSH 4 hours 24 hours pulse. size dose Women Average........ 51 225 5.4 57 0.11 44 58 53.2 32 5.0 Men Average........ 49 251 6.4 60 0.1 42 55 52.9 38 6.3 Difference ...... +2 -26 -1.0 -3 0.01 +2 +3 -0.3 -6 -1.3 p........... <0.02 <0.02 <0.05 <0.001 einnig marktækt hærri geislaskammt þar eð 24 klukkustunda upptaka í kirtli þeirra var svipuð og í konum. Ekki fannst neinn munur á tíðni hjartsláttaróreglu milli karla og kvenna. Kannað var algengi vanstarfsemi skjaldkirtils eftir meðferð á hverju þeirra sjö ára sem könnunin náði yfir. Niðurstöðurnar er að finna í mynd 4. Þar sést að marktæk (p<0,02) aukning er á vanstarfsemi kirtilsins milli ára frá 1991 til 1985, eða á sjö ára tímabili. A þessu tínrabili hækkar hundraðshluti vanstarfsemi úr rúmum 40% á árinu 1991 upp í tæp 80% á árinu 1985 eða næstum tvöföldun á sjö árum, en það samsvarar tæplega 6% aukningu á ári að meðaltali. Loks voru sjúklingar spurðir hvort þeir hefðu haft verki eða sjóntruflanir (til dæmis tvísýni) samfara skjaldkirtilssjúkdómnum. Eins og sést á mynd 4 kvarta allt frá 4% árið 1989 upp í 40% árið 1985 um augneinkenni. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða merkingu fólk leggur í það að hafa einkenni frá augunr, en í viðtölum við sjúklinga kom fram að þeir hafa oftast haft tiltölulega væg augneinkenni sem löguðust við geislameðferðina. UMRÆÐA A síðasta áratug hefur orðið mikil aukning á geislajoðmeðferð við ofstarfsemi á skjaldkirtli hér á landi. A sjöunda og áttunda áratugnum var fjöldi sjúklinga til ineðferðar tíu og 19,2 á ári að meðaltali, en var kominn í 31,5 á fyrstu fjórum árum níunda áratugarins. Samkvæmt könnun, sem gerð var á vegum Félags um innkirtlafræði fyrir árin 1980-1982, reyndist nýgengi ofstarfsemi skjaldkirtils á íslandi vera 23,56/100.000 (19). Geislajoðmeðferð er nú gefin hérlendis tæplega 50 sjúklingum árlega vegna ofstarfsemi í skjaldkirtli og því um 80% af þeirri tölu sjúklinga sem veikjast af sjúkdómnum ár hvert hérlendis. Islenskir Percent of 1-131 treated patients 100-1 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 ■ hypothyroid Years hypothyroid regression H eye symptoms Fig. 4. Thc post treatment incidence (%) of hypothyroidism in patients of each year (solid bars). Tlie regression line for the increasing incidence of hypothyroidism for eaclt post treatment year is shown (- *-) and the formula for tlte line is: y = -6.67x + 647.11; r = -0.8685; p<0.02 Also shown is the percent of patients who had complaints of eye symptoms while hyperthyroid (hatched bars). innkirtlafræðingar eru því líkari starfsbræðrum sínum í Bandaríkjunum heldur en Evrópu hvað þetta snertir (3). Geislaskammtamir, sem gefnir hafa verið sjúklingunum í þessari könnun, teljast til hinna smærri sem getið er um í greinum um þetta efni. Þrátt fyrir það er tíðni á vanstarfsemi skjaldkirtilsins hérlendis innan árs eftir meðferðina há miðað við uppgefnar tölur til dæmis frá Bandaríkjunum (8,10) og Bretlandi (9,22), þar sem notaðir voru sömu skammtar og hjá jjeim sjúklingahópi sem hér er fjallað um. I þessum greinum er nýgengi vanstarfsemi kirtilsins frá 9,7-12% eftir minnst eitt ár frá meðferð, en niðurstöður

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.