Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 sem jafnframt er staðtölulegt úrvinnsluforrit (4). Stuðst var við kí kvaðrat og miðað við nrarktækan mun ef P<0,05. NIÐURSTÖÐUR Samtals bárust 475 beiðnir um alnæmispróf frá 400 einstaklingum. Fjörtíu og átta báðu um próf oftar en einu sinni, samtals 123 sinnum. Voru 211 beiðnir frá 188 konum en 264 beiðnir bárust frá 212 körlum. Aldursdreifing einstaklinga er sýnd á mynd 1. Sá elsti var 69 ára og sá yngsti sex ára, en 72,5% voru undir 35 ára aldri. Tímasetning beiðna um alnæmispróf er sýnd á mynd 2. Samtals 336 einstaklingum, 175 körlum og 161 konu, var gefinn kostur að svara 401 spumingalista (sjá töflur I og II). A 258 listum (64,3%) voru tilgreindar einhverjar ástæður fyrir beiðni um alnæmispróf, þar af voru 156 listar frá körlum og 102 listar frá konum. Ekki komu fram ástæður beiðni á 65 spumingalistum karla og 78 spumingalistum kvenna. Marktækt fleiri konur en karlar tilgreindu engar ástæður beiðni (p<0,05) þegar miðað var við einstaklinga (68 konur og 53 karlar). Einnig gáfu marktækt fleiri konur óraunhæfar ástæður fyrir beiðni (p<0,05). Af 400 einstaklingum reyndust tveir (0,5%) hafa mótefni gegn alnæmisveiru. Báðir voru samkynhneigðir karlar. Marktækt samband var milli samkynhneigðar karla og mótefna gegn alnæmisveiru (P<0,05). Níu einstaklingar af 400 höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru Hiutfaii Mynd 3. Hundraðshlutfall þeirra sem mœldust anti-HBc jáh'œðir í hverjum aldurshópi. Línan sem dregin er sýnir algengi anti-HBc í samfélaginu 1987 (5). Tafla I. Astœður beiðna um alnœmispróf á 221 spurningalista 175 karla. Ástæður Fjöldi einstak- linga* Fjöldi svara Hlutfall af heildarfjölda spurningalista karla <%) Kynmök viö vændiskonu 30 40 (18,1) Kynmök viö marga .... 40 47 (21,3) Kynmök viö einstakling af sama kyni 15 23 (10,4) Fíkniefnaneysla í æö .. 2 2 (0,9) Fengin blóögjöf 3 4 (1,8) Aörar ástæður 21 25 (11,3) Óraunhæfar ástæöur** . 17 24 (10,8) Krafa þriöja aðila 15 15 (6,8) Engar ástæöur 53 65 (29,4) * í sumum tilvikum eru gefnar fleiri en ein ástæða fyrir prófi. ** Ástæöur sem ekki hafa verið tengdar smithættu fram til þessa. Tafla II. Astœður beiðna um alnœmispróf á 180 spurningalistum 161 konu. Hlutfall af heildarfjölda Fjöldi spurningalista Ástæður einstak- linga* Fjöldi svara kvenna (%) Kynmök viö vændiskonu* * 1 1 (0,6) Kynmök viö marga .... 18 20 (11,1) Kynmök viö einstakling af sama kyni** 1 1 (0,6) Fíkniefnaneysla í æö .. 3 3 (1,7) Fengin blóðgjöf 3 3 (1,7) Aðrar ástæöur 27 31 (17,2) Óraunhæfar ástæöur*** 33 33 (18,3) Krafa þriöja aðila 17 17 (9,4) Engar ástæöur 67 78 (43,3) * í sumum tilfellum eru gefnar fleiri en ein ástæða fyrir prófi. ** Yfirleitt ekki talinn áhættuþáttur meðal kvenna. *** Ástæöur sem ekki hafa verið tengdar smithættu fram að þessu. B (átta karlar og ein kona). Aðeins einn af þeim hafði sögu um áhættuþátt, það er mök við vændiskonu. A mynd 3 er sýnd aldursdreifing einstaklinga með mótefni gegn lifrarbólguveiru B ásamt samanburði á algengi þess í þjóðfélaginu á árinu 1987 (5). Ellefu einstaklingar höfðu mótefni gegn lifrarbólguveiru C (fimm karlar og sex konur) eða 2,8% af heildarhópnum. Allir þeir sem sprautað höfðu sig með fíkniefni (tveir karlar og þrjár konur) höfðu mótefni gegn veirunni. Marktækt samband var milli fíkniefnaneyslu í æð og mótefna gegn lifrarbólguveiru C (P<0,0001).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.