Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 6
50
LÆKNABLAÐIÐ
bandarískar rannsóknir sýnt aukningu frá
7% á árunum 1935-1965 (2), í allt að 48%
1980-1984 (9). Aukningin hefur verið skýrð
með aukinni notkun tölvusneiðmynda og
ómskoðana við rannsóknir á kviðarholi.
Sjúklingar sem greinast af tilviljun hafa
yfirleitt sjúkdóm á lægri stigum og horfur
þeirra því betri (9,16). I Bandaríkjunum hefur
nýgengi nýrnafrumukrabbameins aukist meira
en dánarhlutfall og lífshorfur því vænkast
(17,18). Skýringin gæti verið aukinn fjöldi
æxla sem greinist fyrir tilviljun. Rannsóknir
okkar hér á landi hafa hins vegar sýnt að
aldursstaðlað nýgengi nýrnafrumukrabbameins
hefur haldist óbreytt síðustu tvo áratugina
(19) og á það einnig við um dánarhlutfall
vegna nýrnafrumukrabbameins (20). Markmið
okkar var að kanna lífshorfur sjúklinga með
nýrnafrumukrabbamein í vel skilgreindu þýði
og athuga hvaða þættir hefðu forspárgildi
fyrir lífshorfur. Einnig að kanna með hvaða
hætti æxlin greinast fyrir tilviljun og hvaða
áhrif það hefur haft á lífshorfur sjúklinga með
nýrnafrumukrabbamein hér á landi.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Samkvæmt Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags Islands greindust 550
sjúklingar með nýrnakrabbamein (ICD-7
180,0, ICD-9 189,0 ) á íslandi frá 1.
janúar 1971 til 31. desember 1990 (19).
Nýmafrumukrabbamein voru flest, eða
472, og bleikfrumuæxli. Rannsóknin nær
einungis til sjúklinga sem greindust á lífi
með nýrnafrumukrabbamein (n=403) eða
bleikfrumuæxli (n=5).
Auk upplýsinga úr Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags Islands var farið í gegnum
sjúkraskrár. Alls greindust 408 sjúklingar, 236
karlar (58%) og 172 konur (42%), (hlutfall
kk/kvk 1,4). Meðalaldur við greiningu var
65,5 ár (staðalfrávik 13,6 ár), en aldursbil
17 til 96 ára. (Nánari upplýsingar um efnivið
rannsóknarinnar og vefjafræði æxlanna er að
finna í heimild 19. Þar er auk þess að finna
upplýsingar um tíma frá upphafi einkenna til
greiningar, sökk og blóðrauðamælingu auk
upplýsinga um hlutfall sjúklinga með smásæja
blóðmigu þegar greining var gerð).
Af 408 sjúklingum gengust 308 (76%) undir
brottnámsaðgerð á nýra, þar af 233 með
lækningu í huga (radical nephrectomy). I
aðgerðunum var nýrað fjarlægt ásamt aðlægri
fitu, Gerotasfelli (fascia) og nýrnahettu. Að
jafnaði var ekki gerð skipulögð eitlataka
en grunsamlegir eitlar voru fjarlægðir. I 11
tilvikum (2,7%) var um könnunaraðgerð að
ræða, það er æxlið í nýranu reyndist ekki
skurðtækt. Alls létust átta sjúklingar innan 30
daga frá aðgerð. Skurðdauði er því 2,6%.Tveir
sjúklingar til viðbótar (0,6%) dóu skömmu
eftir aðgerð (1,5-2,5 mánuðir) og var dauði
þeirra rakinn til aðgerðar. Af 10 sjúklingum
sem létust voru sex skornir á fyrri áratugnum
en fjórir á þeim síðari (p>0,1). Aðra meðferð
(geisla og/eða krabbameinslyf) skömmu eftir
greiningu fengu 49 sjúklingar (12%) með
meinvörp. Flestir þeirra fengu geislun (n=32)
og lyfjameðferð (n=31), þar af þrír meðferð
með interferóni. Nýrnaslagæð var lokað með
innspýtingu í nýmaslagæð (embolisation) á
röntgendeild hjá níu sjúklingum.
Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, A og B,
eftir því hvernig þeir greindust. I hópi A vom
sjúklingar sem greindust með einkenni sem
rekja mátti til nýrnafrumukrabbameinsins.
í hópi B voru tilviljunargreindir sjúklingar.
Með tilviljun er átt við æxli, sent fundust
við myndrannsóknir eða aðgerðir sem gerðar
voru án þess að nokkur grunur væri um
nýrnafrumukrabbamein. Þeir sem greindust
í kjölfar uppvinnslu á smásærri blóðmigu
og háu sökki en voru einkennalausir tilheyra
einnig hópi B.
Öll æxlin utan tvö (vegna ófullnægjandi
upplýsinga) voru stiguð eftir stigunarkerfi
Robsons (7). A stigi I er æxlið bundið við
nýrað sjálft, það er innan nýrnahýðis (capsula
renis). Ef æxlið vex út í fitu umhverfis
nýrað (perinephric fat), en er samt innan
Gerotasfells, er um stig II að ræða. A stigi
III er vöxtur í nýrnabláæð/neðri holæð
og/eða eitlum nálægt nýranu (local lymph
nodes). Ifarandi vöxtur í nálæg líffæri og/eða
fjarmeinvörp einkennir stig IV.
Sérstaklega var athuguð stigun í hópum A
og B og hvort breytingar á stigun hefðu átt
sér stað á rannsóknartímabilinu. Lífshorfur
sjúklinga við greiningu voru reiknaðar
nteð aðferð Kaplan-Meier (21). Um er að
ræða svokallaðar hráar tölur (crude/absolute
probability of survival) og miðast útreikningar
við 30. júní 1992. Sjúklingar sem létust vegna
aðgerðar voru teknir með í útreikninga.
Forspárgildi lífshorfa var fundið nteð