Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 29

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 71 draga úr hugsanlegum óþægindum vegna þrýstingsbreytinga í iniðeyra. Loftþrýstingsbreytingar í þyrlum eru venjulega ekki það miklar að þess gerist þörf. Styðja þarf vel við hryggbrot vegna titrings og ókyrrðar. Setja ætti magaslöngu í mænuskaddaða sjúklinga fyrir flutning til að hindra aukna loftþenslu ef um garnalömun er að ræða. Slíkir sjúklingar ættu einnig að hafa þvaglegg (6). Loftbrjóst verður að meðhöndla fyrir flutning með brjóstholskera þar sem alltaf verður þensla á loftinu við aukna hæð með versnandi einkennum. Bláma getur verið erfitt að sjá vegna lélegrar lýsingar um borð og erfitt er að fylgjast með öndun og er því þörf á nákvæmri vöktun sjúklinga (6,8). Setja þarf magaslöngu hjá sjúklingum sem hafa áverka eða sjúkdóma í kviðarholi. Hjá heilbrigðum einstaklingum er loft í meltingarveginum sem þenst út með aukinni hæð en það kemur sjaldnast að sök þar sem veggir líffæranna eru teygjanlegir. Ef óeðlilega mikið loft er í meltingarveginum getur þenslan valdið sársauka og óþægindum, auk alvarlegri einkenna til dæmis yfirliði vegna lækkunar á blóðþrýstingi og ósjálfráðra taugaviðbragða. Þrýstingur á þind getur einnig valdið öndunarerfiðleikum. Ef gamalykkja er veik fyrir, til dæmis vegna sáramyndunar eða bólgu, getur veggur hennar rofnað undan auknum þrýstingi (1,5). Gæta þarf að spelkum sem loft er í, þær breytast vegna breytinga á loftþrýstingi. Við aukna hæð gæti því þurft að hleypa lofti af spelku (6). Ef flytja þarf sjúkling með kafaraveiki flugleiðis er mikilvægt að fljúga sem lægst, því annars geta köfnunarefnisbólur í blóðrásinni þanist út og valdið meiri skaða en ella. í 6000-8000 feta (1800-2400 m) hæð eykst rúmmál loftbólu um nálega þriðjung miðað við sjávarmál (6). Þegar þungaðar konur eru fluttar þarf alltaf að gæta þess að gefa nægilegt súrefni og vökva til að mæta þörfum fósturs auk móðurinnar. Móður skyldi alltaf leggja eilítið yfir á vinstri hlið til að hindra að þungi fósturs þrýsti á holæð hennar en slíkt getur valdið blóðþrýstingsfalli. LOKAORDÐ Veðurfar, strjálbýli og erfiðar samgöngur hér á landi gera að verkum að margir sjúklingar eru fluttir loftleiðis ár hvert. Að jafnaði eru þeir sjúklingar þó mikið veikir eða slasaðir og því viðkvæmir fyrir þeim lífeðlisfræðilegu breytingum sem verða við aukna hæð. Mikilvægt er því að læknar séu vel meðvitaðir um þessi áhrif og vandi undirbúning sjúklinga, vöktun þeirra og val á loftfari svo sem kostur er. HEIMILDIR 1. McNeil EL. Airbome Care of the 111 and Injured. New York, Heidelberg, Berlin: Springer-Verlag, 1983. 2. Saunders CE. Aeromedical transport. Management of wildemess and environmental emergencies. 2nd ed. St.Louis. Baltimore, Toronto: The C.V. Mosby Company, 1989. 3. Aerospace medicine. Physiology of Flight. Air Force Phamphlet No. 161-16. Washington: Department of Air Force, 1968. 4. Valgarðsson A. Sjúkraflutningar með þyrlu. Óbirt. 5. Jónsson ÓÞ. Sjúkraflutningar með flugvélum. Læknablaðið 1980; 9: 280-7. 6. Grande CM. Critical care transport: A trauma perspective. Crit Care Clin 1990; 6:165-83. 7. Mulrooney P. Aeromedical patient transfer. Br J Hosp Med 1991; 45: 209-12. 8. Silbergleit R, Dedrick DK, Pape J, Bumey RE, Arbor A. Forces acting during air and ground transport on patients stabilized by standard immobilization techniques. Ann Emerg Med 1991; 20: 875-7. 9. Hunt RC, Bryan DM, Brinkley S, Whitley TW, Benson NH. Inability to assess breath sounds during air medical transport by helicopter. JAMA 1991; 265: 1982-4. 10. Pasic TB, Poulton TJ. The hospital-based helicopter. A threat to hearing? Arch Otolaryngol 1985; 111: 507-8. 11. Bergmann H. Hávaði á vinnustað. Fræðslu- og leiðbeiningarrit. Reykjavík: Vinnueftirlit ríkisins, 1986. 12. Poulton TJ, Kisicki P. Physiologic Monitoring During Civilian Air Medical Transport. Aviat Space Environ Med 1987; 265: 367-9. 13. Wilson A, Driscoll P. ABC of major trauma. Transport of injured patient. Br Med J 1990; 301: 658-62. 14. Spaul WA, Spear RC, Greenleaf JE. Thermoregulatory responces to heat and vibratio in men. Aviat Space Environ Med 1986; 57: 1082. 15. Browne L, Bodenstedt R, Campbell P, Nehrenz G. Nine stresses of flighl. J Emerg Nurs 1987; 13: 232-4.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.