Læknablaðið - 15.02.1994, Side 34
76
LÆKNABLAÐIÐ
aldursdreifing kvenna var hinsvegar nokkuð
jöfn. Elsti sjúklingurinn var 70 ára og sá
yngsti aðeins fárra klukkustunda gamall.
Meðalaldur var 30,5 ár.
Fjöldi útlendinga sem þyrlan flutti var 14 og
nemur það tæpum 20%.
Samkvæmt mati á líkamlegu ástandi fluttra
töldust 10 einstaklingar heilbrigðir (tafla III).
Voru það allt sjómenn sem bjargað hafði verið
úr sjávarháska. I flokki II., þar sem ekki var
um alvarleg veikindi að ræða, voru sjö sóttir
í óbyggðir, átta á haf út og þrír í þéttbýli.
Astand sjúklinga telst alvarlegt í 61% tilvika.
Staðsetningu áverka og tegundir sjúkdóma
þeirra sem fluttir voru má sjá í töflu IV.
Til mats á ástandi sjúklinga um borð í
þyrlu var annarsvegar slagþrýstingur og
hinsvegar meðvitund sjúklinga notuð. Við
komu á sjúkrahús reyndust fleiri sjúklingar
með meðvitund og færri sjúklingar með
slagþrýsting undir 100 mmHg en mælst höfðu
um borð.
Meðferð um borð í þyrlu fólst í uppsetningu
æðaleggja hjá 46 sjúklingum, vökvagjöf fengu
41, súrefni 38, lyf 26 og blóð fengu tveir
sjúklingar. Gert var að brotum/sárum hjá 20
Tafla III. Flokkun sjúklinga eftir líkamlegu ástandi
(ASA-flokkun).
Flokkur Fjöldi Hlutfall (%)
i 10 (14)
n 18 (25)
in 21 (29)
IV 20 (28)
V 3 (4)
Alls 72 (100)
sjúklingum, barkaþræðing var gerð hjá þremur
þeirra og einn var hjartahnoðaður. Þrettán
sjúklingar fengu enga sérstaka meðferð og
meðferð var ekki skráð í sex tilvikum.
Afdrif fluttra: Þegar athuguð voru afdrif
þeirra sem fluttir voru kom í ljós að 54 voru
lagðir inn á sjúkrahús (tafla V). Meðferð á
slysadeild fengu sjö og fóru þeir síðan til
síns heima, af þeim þurftu fjórir eftirlit eða
endurhæfingu. Tíu einstaklingar fóru beint
heim eftir flutning með þyrlu og voru það
allt sjómenn sem bjargað var ómeiddum úr
sjávarháska. I einu tilfelli báru lífgunartilraunir
á vettvangi ekki árangur og var sjúklingur
látinn áður en til flutnings kom.
Af þeim 54 sjúklingum sem lögðust inn á
Tafla IV. Staðsetning áverka og tegunda sjúkdóma. Hafa skal í huga að sumir sjúklinganna höfðu fleiri en einn
áverka og/eða sjúkdóm.
Áverkar Sjúkdómar
Heili 10 Brjósthol 8 Hjartasjúkdómar 3
Hðfuökúpa 2 Kviðarhol 4 Sjúkdómar í kvið 7
Augu 2 Mjaömagrind 5 Ofkæling 4
Andlit 16 Utlimir 1 Ondunarerfiðleikar nýbura 3
Hryggur 11 Mjúkpartar 15 Annað*) 7
Heilbrigðir 10
*) Lyfjaeitrun, blóötappi í lungum, blæðing á meðgöng, nær drukknun, heilablæðing, krampar.
Tafla V. Afdrif sjúklinga og skipting þeirra milli deilda og spítala.
Deild/spítali Borgarspítali Landspítali Landakot FSA*) Alls
Lyfjadeild 4 2 2 0 8
Skurðdeild 17 6 4 2 29
Heila- og taugaskurðdeild 9 - - 9
Háls-, nef- og eyrnadeild 2 - 0 2
Barnadeild - 4 0 0 4
Kvennadeild - 2 - 0 2
Meðferð án innlagnar 6 - - 1 7
Heim án viðkomu á spítala - - - - 10
Látnir fyrir flutning - - - - 1
Alls 38 14 6 3 72
*) Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri.