Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ
85
þá veiru í blóði blóðgjafa og koma með
því í veg fyrir smitburð í flestum tilfellum.
Um miðjan níunda áratuginn stóð mikil og
vaxandi ógn af eyðniveiru. Arið 1985 var
tekin í notkun rannsóknartækni við skimun á
blóðgjöfum í blóðbönkum. Nokkur töf varð á
að Blóðbankinn fengi leyfi til að hefjast handa
við skimun fyrir eyðnimótefni vegna togstreitu
um hvar ætti að framkvæma þessa skimun.
Blóðbankinn hóf skimun allra blóðgjafa
frá áramótum 1986, en hafði þá fengið
skimun framkvæmda á Borgarspítalanum
síðustu þrjá mánuði ársins 1985. Síðan hafa
verið skimaðar um 90.000 blóðeiningar
í Blóðbankanum og engin greinst með
merki unt eyðnisýkingu. Vitað er um fjóra
sjúklinga, sem sýkst höfðu af eyðniveiru
vegna blóðgjafa, áður en skimpróf vegna
þessarar veirusmitunar hófust.
Nýr búnaðitr til smitvarna. Mikilvægt
framfaraspor var stigið í smitvarnarannsóknum
Blóðbankans í september 1992. Þá lauk
uppsetningu og prófunum á sjálfvirkum
rannsóknarbúnaði frá Abbott-fyrirtækinu til
að skima blóð fyrir eyðnimótefnum (HlV-1 og
2) og tveimur lifrarbólguveirum B og C (HBV
og HCV) (mynd 2). Blóðbankastarfsmenn eru
mjög ánægðir með þessa stórfelldu eflingu
smitvarna með hátæknibúnaði, sem hefur
reynst mjög vel. Með þessum búnaði kom líka
varabúnaður, sem er tiltækur ef bilun verður í
aðaltækjum.
Skömmtunarvélina sem fylgir Abbott-
samstæðunni, má stilla inn á staðlaða
smábollabakka (microtiter-plate) með
sérstöku forriti og gefur þetta marga nýja
rannsóknarntöguleika.
Þess má geta að ofangreindur búnaður fellur
vel að tölvuskráningu þeirri, sem ráðgert er að
nýta þegar tölva Landspítalans verður tekin í
notkun í ársbyrjun 1994.
Blœðurum forðað frá eyðnismiti. Enginn
dreyrasjúklingur hérlendis hefur smitast
af eyðniveiru. A vegum Blóðbankans var
keyptur storkuþáttur VIII (factor VIII) frá
1973-1988 af Blóðbanka Rauða krossins í
Helsinki í Finnlandi. Það má teljasta hin mesta
gæfa að tekist hafi að forðast eyðnisýkingar
í dreyrasjúkum með kaupum á ”finnska
faktornum”.
Margir hafa átt um sárt að binda vegna eyðni
hjá dreyrasjúkum í löndum, sem framleiddu
Blóöhlutavinnsla 1983-1992
Einingar
Mynd 3. Framleiðsla ú blóðhlutum á árunum 1983-1992.
eða keyptu á heimsmarkaði storkuþátt VIII,
sem var sýktur af eyðniveiru.
Blóðhlutavinnsla. Árið 1968 varð mikilvæg
tæknibreyting í blóðbankastarfseminni. Hætt
var að nota glerfiöskur og gúmmíslöngur og
plastpokar og plastslöngur voru eingöngu
notaðar upp frá því. Þetta gerði mögulegt að
nýta blóðið með nýjum og öruggari hætti.
Veigamikið verkefni nútíma blóðbanka
er vinnsla blóðhluta. Plastpokar, sem eru
samtengdir með plastslöngum í lokuðu kerfi,
gera mögulegt að hluta sundur blóðið í
sérstakri skilvindu. Þannig er hægt að einangra
rauð blóðkorn í einum poka, blóðflögur í
öðrum og blóðvatn (plasma) í þeim þriðja.
Á þennan hátt er hægt að láta þrjá til fjóra
sjúklinga njóta blóðgjafar frá einum og sama
blóðgjafa. Blóðvatn má hluta í sundur í tvo
aðalþætti: Storkuþátt VIII og albúmín. Þessir
tveir þættir eru mikilsverðir í lækningarskyni
og eru auk þess geymanlegir í frysti um lengri
tíma.
Við blóðlækningar þykir æskilegt að
gefa sjúklingi aðallega og helst eingöngu
þann hluta blóðs sem hann skortir. Til að
framkvæma þetta verður að hluta blóðið
sundur í eftirtalda blóðhluta:
1. Rauðkornaþykkni.
2. Blóflöguþykkni.
3. Blóðvatn.
4. Kuldabotnfall (storkuþáttur VIII og
trefjaefni).
Við árlega söfnun á 12.000 blóðeiningum
má því fræðilega séð vinna 48.000
blóðhlutaeiningar til að fullnægja breytilegum
þörfum sjúklinga.
Framleiðsla á blóðhlutum hefur verið um
eða yfir 20.000 einingar 1990-1992 (mynd