Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1994, Side 49

Læknablaðið - 15.02.1994, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 89 Tafla IV. Stuðningur veittur Blóðbankanum frá ýmsum aðilum. Ár Styrktaraðili 1971 Gjöf vegna hvítblæðislækningar frá Dverg h/f í Hafnarfirði. 1972-1975 Styrkur frá Erfðafræðinefnd Háskólans vegna systkinabarnarannsókna á íslandi. 1980-1991 Hvalur h/f greiðir laun að minnsta kosti eins rannsóknarmanns og veitir styrki til kaupa á rannsóknartækjum. 1986 Styrkur Heilaverndar til meiriháttar tækjakaupa fyrir sameindaerfðafræðirannsóknir. 1987 Djúpfrystiskápur frá Sjávarútvegsráðuneytinu. 1990 Sjávarútvegsráðuneytið greiðir laun deildarstjóra í eitt ár. að einangra og raðgreina 1984. Vísindasjóður hefur veitt styrk til þessa rannsóknarverkefnis. Sif Jónsdóttir erfðafræðingur starfaði á erfðafræðideild við rannsóknir á dreyrasýki A og síðan í samvinnu við og undir leiðsögn dr. Gitschier og samstarfsmanna hennar í þrjá mánuði 1991. Prófessor Blas Frangione og samstarfsmenn á meinafræðideild læknamiðstöðvar New York háskóla (New York University Medical Centre) voru samvinnuaðilar um rannsóknir á arfgengum heilablæðingum vegna cystatín C mýlildis frá 1982-1987. Mikilvægur árangur náðist í þeirri samvinnu á árinu 1983 en þá tókst að bera kennsl á eggjahvítuefnið sem myndaði mýlildið í æðaveggjum sjúklinga með arfgenga heilablæðingu. Arið 1987 var sameindin cystatín C, sem myndaði mýlildið, raðgreind að fullu vestra. Þessi erfðasjúkdómur er enn sem komið er aðeins þekktur á íslandi. Með rannsóknum þessa áratugar hefur tekist að afla mikillar þekkingar um hann. Arangur þessara rannsókna er með bestu dæmum um þann ávinning, sem getur náðst með notkun erfðatækni og lífefnarannsókna við sjúkdómarannsóknir og sjúkdómsgreiningu (tafla III). Rannsóknir þessar eru jafnframt lýsandi dæmi um mikilvægi fjölþjóða samvinnu í læknavísindum. Erfðafræðideild Blóðbankans lagði fram skerf til rannsóknar á sjaldgæfum arfgengum æxlissjúkdómi (von Hippel Lindau) í samvinnu við dr. Berton Zbar, við National Cancer Institute - Frederick Cancer Research and Development Center, Frederick, Maryland. Hann og margir samstarfsmenn hans einangruðu gen þessa erfðasjúkdóms á árinu 1993. Kanada: I júlí 1993 var stofnað til samvinnu við prófessor Diane Cox við erfðafræðideild Bamaspítalans í Toronto um rannsókn á Wilsonsjúkdómi, seni er sjaldgæfur arfgengur koparupphleðslusjúkdómur. í samvinnu við taugalækningadeild Landspítalans hófst erfðafræðideild handa í ágústmánuði um söfnun blóðsýna úr tveimur íslenskum fjölskyldum með þennan sjúkdóm. Sýnin voru send til rannsóknar í Toronto í byrjun september. Þá nýlega hafði rannsóknarhópi prófessors Cox tekist að einangra allt gen Wilsonsjúkdómsins. Þann 26. september barst símbréf frá prófessor Cox um að búið væri að greina stökkbreytinguna í Wilsonsjúkdómsgeni íslensku fjölskyldnanna og var hún af sama tagi í þeim báðum. Þar með höfðum við orðið með þeim fyrstu til að njóta þeirra framfara sem orðið hafa í erfðaefnisgreiningu þessa sjúkdóms, sem getur valdið niiklu heilsutjóni, áður en hann greinist með hefðbundnari aðferðum. Japan: Japanskir læknar, sem stunda vísindarannsóknir á mýlildisefnum (amyloid prótínum) í sambandi við heilabilanir aldraðra hafa sýnt rannsóknum erfðafræðideildar Blóðbankans mikinn áhuga. Eftir alþjóðlega ráðstefnu um mýlildisrannsóknir, sem haldin var í Hakone í Japan 1987, var komið á samvinnu og hefur árangur hennar þegar birst í fagritum. UTANAÐKOMANDI STUÐNINGUR Heilavernd, Vísindaráð, Blóðgjafafélag Islands, Hvalur h/f og Sjávarútvegsráðuneytið hafa styrkt vísindarannsóknir í Blóðbankanum fjárhagslega frá 1972. Um árabil naut rannsóknarstarfsemin stuðnings frá Erfðafræðinefnd Háskólans gegnum styrk til hennar frá Atómorkunefnd Bandaríkjanna (tafla IV). RÁÐSTEFNUR Blóðbankastarfsmenn hafa átt aðild að mörgum ráðstefnum erlendis og hérlendis.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.