Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1994, Page 13

Læknablaðið - 15.03.1994, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 99-103 99 Jóhann Ág. Sigurðsson1, Gunnsteinn Stefánsson2'3, Guðmundur Sverrisson3, Þorsteinn Njálsson3, Hjálmar Jóelsson4 Notkun róandi lyfja og svefnlyfja Upplýsingar frá apóteki og úr sjúkraskrám í Egilsstaðalæknishéraði 1986-1989 ÁGRIP Oft em notaðar mismunandi aðferðir við öflun upplýsinga um lyfjanotkun. Þetta leiðir til nokkurrar óvissu um túlkun og samanburð gagna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða notkun róandi lyfja og svefnlyfja (í skilgreindum dagskömmtum = DDD/1000 íbúar/dag) í Egilsstaðalæknishéraði með tveimur rannsóknaraðferðum. Annars vegar voru athugaðar sölutölur apóteksins á Egilsstöðum og hins vegar upplýsingar úr sjúkraskrám heilsugæslustöðvarinnar og sjúkrahússins á staðnum. Þessar tvær aðferðir gáfu svipaðar niðurstöður milli ára, en það rennir stoðum undir áreiðanleika þeirra. Niðurstöðumar sýndu mun minni notkun á róandi lyfjum og svefnlyfjum en gefin er upp fyrir Island í heild. INNGANGUR Upplýsingar um notkun lyfja eru oft notaðar til að meta heilsufar íbúa á viðkomandi svæði, breytingar á notkun eða kostnaði á ákveðnum tímabilum og ávísanavenjur lækna (1,2). Einnig hefur þótt áhugavert að bera slfkar upplýsingar saman á milli einstakra landshluta (1,3). Til þess að meta notkun lyfja og auðvelda samanburð hefur einkum verið stuðst við staðla Norrænu lyfjanefndarinnar (NLN) samkvæmt ATC flokkun (Anatomical - Therapeutic - Chemical classification). Beitt er mismunandi aðferðum við söfnun upplýsinga um lyfjanotkun. Þær helstu eru: a) Afla upplýsinga á seldu inagni hjá framleiðanda, heildsala eða lyfsala. Með þessari aðferð fæst gott yfirlit yfir langt tímabil, til dæmis heilt ár. Frá Blæknadeild H.í/heimilislæknisfræði, 2>Heilsugæslustöðinni Egilsstöðum, 3>Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfirði og 4>Apóteki Egilsstaða. Bréfaskipti og fyrirspurnir; Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor, heimilislæknisfræði/Háskóla íslands, Sigtúni 1,105 Reykjavik b) Athuga allar ávísanir á lyf á ákveðnu tímabili sem berast til apóteka. Hér er venjulega skoðað nokkurra vikna tímabil í senn vegna umfangs rannsóknanna. Notkun á sjúkrahúsum er þá ekki talin með eða hún athuguð sérstaklega. c) Athuga lyfjaávísanir í dagálum lækna. Þessi aðferð krefst nákvæmrar skráningar læknanna, en hefur þá kosti fram yfir hinar aðferðirnar að hægt er að athuga samhengi sjúkdómsgreiningar og lyfjanotkunar. d) Athuga raunverulega neyslu sjúklingsins með því að skrá hversu margar töflur hann fékk afhentar og draga frá þann fjölda sem hann neytti ekki. Þessi aðferð er sú nákvæmasta, en jafnframt tímafrekust og erfiðust í framkvæmd. Hún er því frekar notuð í minni rannsóknarhópum til dæmis við samanburð á verkun einstakra lyfja og meðferðarheldni. Sú aðferð sem beitt er við upplýsingaöflun um lyijanotkun getur haft mikla þýðingu þegar verið er að gera samanburð við aðrar rannsóknir. Sem dæmi má nefna að árið 1986 var gefið upp að notkun svefnlyfja á íslandi væri 59,79 DDD/1000 íbúa/dag (4). Hins vegar voru tölur frá svæðum úti á landi sem höfðu verið rannsökuð, mun lægri eða frá 12,30-26,72 (1). Þetta vekur upp spurningar um það hvort einhver skekkja sé í samanburðinum vegna mismunandi aðferða, eða hvort einhver stór svæði á landinu til dæmis Reykjavík hafi verið enn hærri en landsmeðaltal. Ekki hefur áður verið gerður samanburður á mismunandi aðferðum við mat á lyfjanotkun. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að skoða niðurstöður tveggja mismunandi aðferða til að meta notkun róandi lyfja og svefnlyfja á ákveðnu svæði. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin fór fram í Egilsstaðalæknishéraði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.