Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1994, Page 21

Læknablaðið - 15.03.1994, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 107 með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta við fyrstu heimsókn. Þessu til viðbótar var gerð sérstök athugun á þeim hópi þátttakenda sem greindust við fyrstu heimsókn með blóðþurrðarhelti og/eða blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta. Þessum hópi var skipt í tvennt, þá sem greindust með blóðþurrðarhelti og þá sem eingöngu höfðu blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta. Logistísk aðhvarfsgreining var notuð til þess að meta samband skráðra breytna við hlutfallslíkur þess að vera í fyrri hópnum. Marktekt var miðað við 5% mark. Forritasafnið EGRET (7) var notað. NIÐURSTÖÐUR A rannsóknartímanum 1968-1986 fengu alls 172 karlar staðfesta greiningu læknis á blóðþurrðarhelti og þar af 96 við fyrstu komu. Eftirfarandi jafna fékkst fyrir algengi; P / (100-P) = 8,95 * 10 ** (-11) * 0,9556 ** C * 1,894 ** A * 0,9957 ** (A**2) Þar sem P er algengi (%) C er ártal (tveir síðustu stafir) A er aldur (ár) (* merkir margföldun og ** merkir veldishafningu) Þessar niðurstöður eru sýndar á mynd 1 fyrir sextuga og sjötuga karla sem fall af ártali. Lækkun algengis frá 1968-1986 var 55%. Meðal sjötugra var lækkunin úr 6,7 í 3,1% og meðal sextugra úr 3,2 í 1,4%. Mynd 2 sýnir aldursbundið algengi árin 1968 og 1986. Algengi óx mjög hratt frá fimmtugu fram undir sjötugt en eftir það dró nokkuð úr aukningunni. Við seinni komur voru 76 greindir til viðbótar með blóðþurrðarhelti. Eftirfarandi jafna fékkst fyrir nýgengi: I = 6,14 * 10 ** (-6) * 0,9257 ** C * 2,067 ** A * 0,9945 ** (A**2) þar sem I er nýgengihlutfall (ný tilfelli á ári meðal 100.000 karla) C er ártal (tveir síðustu stafir) A er aldur (ár) Algengi (%) • 60ára Mynd 1. Algengi blóðþurrðarhelti í 60 og 70 ára körlum 1968-1986. Algengi (%) • 1986 Mynd 2. Aldursbundið aigengi í 40-75 ára körlum 1968 og 1986. Nýgengi (á 100.000 karla) • 50 ára Mynd 3. Nvgengi blóðþurrðarhelti i 50 og 70 ára körlum 1970-1984.'

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.