Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1994, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.03.1994, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 109 Tafla II. Ahœttuþœttir með marktœkt forspárgildi um blóðþurrðarhelti. Heildaráhœttuhópur: 8043, þar af 520 með kransœðasjiíkdóm. Fjöldi þeirra sem fengu blóðþurrðarhelti: 76. Áhættuþættir Einingar Meðalgildi <%) Áhættuhlutfall á einingu. Allir Áhættuhlutfall á einingu. Kransæðasjúklingum sleppt Ártal Ár 74,5 0,937 0,921 Aldur (Aldur)2 Ár 52,8 1,965* 0,995 1,542 0,997 Reykingar: Aldrei (23,1) 1 1 Hættur (24,2) 2,3 2,5 Pípa/vindlar Sígarettur: (26,7) 3,7** 4,0 1-14 á dag (10,0) 2,6 4,1 15-24 á dag (11,0) 7,7** 10,3** 25+ á dag (4,9) 10,2** 14,2** Kólesteról mg/dl 247,7 1,007* 1,006** * p < 0,01; ** p < 0,001. ljós að í hópnum með blóðþurrðarhelti var styrkurinn samfara reykingum mun meiri en einnig meiri fyrir aldur, slagbilsþrýsting og kólesteról í blóði (tafla III). Styrkur hlébilsþrýstings var aftur á móti meiri í kransæðasjúkdómum. Af þeim sem voru með blóðþurrðarhelti höfðu 36% einnig einkenni kransæðasjúkdóms en einungis 4.1% kransæðasjúklinga voru með blóðþurrðarhelti einhvern tíma á rannsóknartímabilinu. Hlutfallslega fleiri voru með blóðþurrðarhelti eftir því sem kransæðasjúkdómurinn var verri. Tíðnin var lægst meðal þeirra sem voru grunaðir unt hjartaöng (0,7%), næst komu þeir sem voru með hjartaöng án blóðþurrðarbreytinga á hjartarafriti (4,1%), Tafla III. Hlutfaltslegur styrkur á samtímaþáttum Itópanna með blóðþurrðarhelti (n=96) og kransœðasjúkdóma (n=520). Samtímaþættir Áhættuhlutfall á einingu p-gildi Aldur 1,048 <0,001 Reykingar: Áldrei Hættur 2,5 0,10 Pípa/vindlar 7,3 <0,001 Sígarettur: 1-14 á dag 7,8 <0,001 15-24 á dag 12,1 <0,001 25+ á dag 6,2 0,006 Kólesteról 1,006 0,03 Slagbilsþrýstingur (mmHg) 1,02 <0,001 Hlébilsþrýstingur (mmHg) 0,96 0,009 svo þeir sem voru með kransæðastíflu (9,2%) en hæst var tíðnin meðal þeirra sem voru með hjartaöng og blóðþurrðarbreytingar á hjartarafriti (11,7%). í hópnum með blóðþurrðarhelti voru 94% með reykingasögu á móti 82,6% í kransæðahópnum. Meðalaldurinn var einnig hærri í hópnum með blóðþurrðarhelti, 58 ár á móti 55 árum. Blóðþurrðarhelti hafði marktækt forspárgildi um heildardánartíðni og dánartíðni af völdunt kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls eftir að búið var að leiðrétta fyrir mörgum þekktum áhættuþáttum. Hlutfallsleg dánaráhætta hópsins með blóðþurrðarhelti var 2,41 (p<0,001) án tillits til orsaka, á dauða úr kransæðasjúkdómi var hún 2,84 (p<0,001) og 3,57 (p<0,001) á dauða úr heilablóðfalli. í árslok 1987 voru 61 (32%) dánir úr hópnum með blóðþurrðarhelti en 1334 (16,7%) úr heildarhópnum. Þeir sem voru með blóðþurrðarhelti dóu flestir úr kransæðasjúkdómum eða 54% samanborið við 41% af heildarhópnum. Heilablóðfall var einnig algengara sem dánarorsök í hópnum með blóðþurrðarhelti (11,5%/7,1 %). Af 190 sem greindust með blóðþurrðarhelti í fjórum fyrstu áföngunum var framkvæmd slagæðamyndataka af ganglimum meðal 68 (36%) og 50 (26%) fóru í aðgerð til að bæta blóðflæði. Aflima þurfti 13 (7%) og var það allt frá því að taka tær upp í að taka fót fyrir ofan hné. Allir í sjúkrahúshópnum voru með reykingasögu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.