Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 14

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 14
450 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Fjöldi Fæðingarár Mynd 2. Aldurs- og kyndreifing þeirra sem fundisl liafa með mótefni gegn lifrarbólguveiru C. hafi notað eiturlyf í æð. Áður hefur verið bent á að lifrarbólguveiru C sýkingar hérlendis tengist fíkniefnaneyslu (25), en ekki voru not- uð staðfestingarpróf í þeirri rannsókn, svo að taka verður niðurstöðurnar með vissri varúð. Af sýnum frá Hjartavernd og Rannsókna- stofu Háskólans í veirufræði reyndust aðeins 0,20% hafa mótefni gegn lifrarbólguveiru C. Er þetta lágt algengi og lægra en fundist hefur víðast erlendis í löndum Evrópu og N-Amer- íku. Rannsakaður sýnafjöldi var0,6% þjóðar- innar, sem er afar hátt hlutfall miðað við sam- bærilegar athuganir. Við athugun á þeim þremur sem reyndust sýktir í algengiskönnun- inni reyndust tveir hafa fengið blóðgjafir, ann- ar þeirra margar, og sá þriðji var innflytjandi frá Evrópu. Vegna takmarkaðs fjölda í úrtak- inu og þar af leiðandi mótefnajákvæðra er erf- itt að meta með nákvæmni algengi lifrarbólgu C veiru. Miðað við Poisson tölfræðidreifingu verður að gera ráð fyrir að algengi sé allt að 0,7% hérlendis (26). Er hugsanlegt að sýking- artilfellin séu ekki óháð hvert öðru og gæti þá algengið verið nokkru hærra. Einnig er mögu- legt og samrýmist það raunar vel niðurstöðum þessarar rannsóknar að lifrarbólguveira C sé ekki staðbundin hérlendis og um tilfallandi sýkingartilfelli erlendis frá sé að ræða. í forrannsókn frá árinu 1989 meðal 3784 blóðgjafa hérlendis, þar sem mæld voru mót- efni gegn lifrarbólguveiru C með fyrstu kyn- slóðar aðferðum (Ortho ELISA), reyndust 24 Tafla IV. Flokkun lifrarbólguveirii Csýktra eftir smitleiðam. Flokkun samkvæmt smitleiðum Kyn Fjöldi Sprautufíklar kk 52 kvk 24 Blóðþegar kk 11 kvk 9 Blóðhlutaþegar kk 4 kvk 1 Einstaklingar með kk 10 kjarnamótefni gegn lifrarbólguveiru C (ekki í öðrum hópum) kvk 9 Óþekkt kk 3 kvk 1 Samtals 124 (0,7%) vera jákvæðir eða á mörkum þess, en við síðari athugun á þessum einstaklingum með endurbættum annarrar kynslóðar aðferð- um reyndust aðeins 4 (0,1%) bera mótefni gegn veirunni. Er þessi tíðni mjög í samræmi við niðurstöður þessarar rannsóknar. Það er athyglisvert að í rannsókn þessari hefur tekist að finna smitleið eða áhættuhóp nær allra þeirra sem bera lifrarbólguveiru C smit. Eru þeir sýktu nær alltaf í einhverjum áhættuhópi um blóðsmit. Vekur þetta upp tvær mikilvægar spurningar. Sú fyrri er hvort lifrar- bólguveira C sé fremur nýkomin til landsins, það er að segja annað hvort á síðastliðnum áratugum þegar farið var að nota blóðgjafir og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.