Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 68

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 68
496 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ráðstefna í Stokkhólmi 15.-18. september 1994 um þarfír sjúkra barna Dagana 15.-18. september var 16. ráðstefna NOBAB (Nordisk forening for sjuka barns behov) haldin í Stokkhólmi. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar Framfarir og þróun í þjónustu á sjúkradeild- um fyrir börn og unglinga. NOBAB eru samtök félaga á Norðurlöndum, er láta sig varða aðbúnað sjúkra barna. Aðildarlönd NOBAB eru ís- land. Noregur. Svíðþjóð, Finn- land og Danmörk. Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börn- um er íslenski aðili samtakanna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru sérfræðingar á sviði barna- lækninga, foreldrar sjúkra barna auk ýmissa meðferðarað- ila. Varpað var ljósi á þjónustu og aðbúnað við sjúk börn frá þver- faglegu sjónarhorni, auk sjónar- miðs skjólstæðinga. Var fjallað um þjónustu sjúkrastofnana við börn og unglinga fyrr og nú, læknisfræðilega meðferð, hjúkrun, aðstöðu til leiks og náms, viðhorf og viðmót, áhrifaþætti á líðan og aðlögun barna, þátttöku foreldra og systkina og stöðu þessara þátta með tilliti til norrænna staðla um þjónustu við börn og ung- linga á sjúkrahúsum. Norræn og fjölþjóðleg sam- vinna endurspeglast í þverfag- legurn ráðstefnum sem þeim er NOBAB hefur haldið árlega síðustu 16 ár. Er um gagnkvæma miðlun að ræða þar sem þátt- takendum gefst kostur á að rýna í eigin fagmennsku og stöðu heilbrigðisþjónustu á heima- velli um leið og lærdómur er dreginn af reynslu annarra. NOBAB á fulltrúa í Evrópu- samtökunum EACH (Europ- ean Association for the Care of Children in Hospitals), sem stofnuð voru á síðasta ári. Að- ildarlönd EACH eru 26 talsins auk aðildarlanda NOBAB. Til gamans má geta þess að fulltrúi NOBAB í EACH er Esther Sig- urðardóttir, sem jafnframt gegnir stöðu ritara stjórnar NOBAB. Formaður NOBAB er Helga Hannesdóttir, barna- geðlæknir. Helga Hannesdóttir íslensku þátttakendurnir á ráðstefnunni: Sigurbjörg Guttormsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Helga Bragadóttir, Esther Sigurðardóttir ritari NOBAB, Guðrún Ragnarsdóttir formaður Umhyggju, Þórarinn Ólafsson, Hclga Hannesdóttir formaður NOBAB.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.