Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 68
496 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ráðstefna í Stokkhólmi 15.-18. september 1994 um þarfír sjúkra barna Dagana 15.-18. september var 16. ráðstefna NOBAB (Nordisk forening for sjuka barns behov) haldin í Stokkhólmi. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar Framfarir og þróun í þjónustu á sjúkradeild- um fyrir börn og unglinga. NOBAB eru samtök félaga á Norðurlöndum, er láta sig varða aðbúnað sjúkra barna. Aðildarlönd NOBAB eru ís- land. Noregur. Svíðþjóð, Finn- land og Danmörk. Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börn- um er íslenski aðili samtakanna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru sérfræðingar á sviði barna- lækninga, foreldrar sjúkra barna auk ýmissa meðferðarað- ila. Varpað var ljósi á þjónustu og aðbúnað við sjúk börn frá þver- faglegu sjónarhorni, auk sjónar- miðs skjólstæðinga. Var fjallað um þjónustu sjúkrastofnana við börn og unglinga fyrr og nú, læknisfræðilega meðferð, hjúkrun, aðstöðu til leiks og náms, viðhorf og viðmót, áhrifaþætti á líðan og aðlögun barna, þátttöku foreldra og systkina og stöðu þessara þátta með tilliti til norrænna staðla um þjónustu við börn og ung- linga á sjúkrahúsum. Norræn og fjölþjóðleg sam- vinna endurspeglast í þverfag- legurn ráðstefnum sem þeim er NOBAB hefur haldið árlega síðustu 16 ár. Er um gagnkvæma miðlun að ræða þar sem þátt- takendum gefst kostur á að rýna í eigin fagmennsku og stöðu heilbrigðisþjónustu á heima- velli um leið og lærdómur er dreginn af reynslu annarra. NOBAB á fulltrúa í Evrópu- samtökunum EACH (Europ- ean Association for the Care of Children in Hospitals), sem stofnuð voru á síðasta ári. Að- ildarlönd EACH eru 26 talsins auk aðildarlanda NOBAB. Til gamans má geta þess að fulltrúi NOBAB í EACH er Esther Sig- urðardóttir, sem jafnframt gegnir stöðu ritara stjórnar NOBAB. Formaður NOBAB er Helga Hannesdóttir, barna- geðlæknir. Helga Hannesdóttir íslensku þátttakendurnir á ráðstefnunni: Sigurbjörg Guttormsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Helga Bragadóttir, Esther Sigurðardóttir ritari NOBAB, Guðrún Ragnarsdóttir formaður Umhyggju, Þórarinn Ólafsson, Hclga Hannesdóttir formaður NOBAB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.