Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
223
mynd og niðurstöður hjartaómunar höfðu ekki
áhrif á frumárangur. Stefnt var að því að fylgj-
ast með sjúklingum í 12 mánuði. Af þeim 47
sjúklingum er fóru í sínustakt var fylgst með 44
í 11 ± 3 mánuði (1-14 mánuði) og voru þá 25
(57%) sjúklingar ennþá í sínustakti. Hjarta-
stærð á röntgenmynd var aukin hjá þeim er
ekki héldu sínustakti (p=0,03) og við hjarta-
ómun hafði vinstri gátt einnig tilhneigingu til
þess að vera stærri (p=0,10). Sjúklingar er
upphaflega voru með gáttaflökt héldust fremur
í sínustakti en þeir sem voru með gáttatif
(p=0,12), svo og þeir sem höfðu haft hjartslátt-
aróreglu skemur en eina viku fyrir rafvendingu
(p=0,ll). Við ályktum að reyna megi rafvend-
ingu hjá flestum sjúklingum með hjartsláttar-
óreglu frá gáttum en taka beri tillit til klínískra
þátta, hjartastærðar á röntgenmynd og niður-
stöðu hjartaómunar áður en rafvending er
ákveðin.
Inngangur
Hjartsláttartruflanir frá gáttum eru þær takt-
truflanir sem læknar fást oftast við. Gáttatif
(atrial fibrillation) er algengast og eykst með
vaxandi aldri (1). Fjölmargir sjúkdómar geta
legið að baki gáttatifi, bæði sjúkdómar í hjart-
anu sjálfu, svo sem lokusjúkdómar, háþrýst-
ingur og skert slegilstarfsemi eftir hjartadrep,
en einnig sjúkdómar utan hjartans, til dæmis
ofstarfsemi á skjaldkirtli. Gáttatif getur haft
óhagstæð áhrif á starfsemi hjartans, en einnig
er oft verulega aukin hætta á segareki til heila
eða annarra líffæra (2-5). Yfirleitt er talið
æskilegt að reyna að koma sjúklingi með
hraðatakt frá gáttum aftur í sínustakt. Oftast er
gripið fyrst til lyfja í þeim tilgangi, ef það dugar
ekki er reynd rafvending ef engar frábendingar
eru fyrir hendi. Frumárangur rafvendingar við
hjartsláttartruflunum frá gáttum er góður, allt
að þrír af hverjum fjórum sjúklingum komast í
sínustakt við rafstuð eins og greint var frá í fyrri
grein (6). Verrgengur þó að halda sjúklingum í
sínustakti til langframa og að ári liðnu frá raf-
vendingu er oft aðeins um helmingur sjúklinga
ennþá í sínustakti (7).
Rafvendingar eru ekki með öllu hættulaus-
ar, sjúklingar geta fengið segarek í kjölfarið.
Því hefur verið reynt að finna skilmerki er
byggjast á klínískum upplýsingum, niður-
stöðum hjartaómunar og hjartastærð á rönt-
genmynd til að velja úr þá sjúklinga sem lík-
legri séu til þess að haldast í sínustakti til lang-
frama eftir rafvendingu (8-10). Áreiðanleiki
slíkra skilmerkja er þó umdeildur og niður-
stöður sumra rannsókna misvísandi. Mikilvægi
þess að setja ekki sjúklinga í rafvendingu, sem
tæplega hefðu gagn af því er augljóst, slíkum
sjúklingum myndi fremur henta áframhaldandi
lyfjameðferð til taktstillingar á hjartsláttar-
óreglunni, svo og blóðþynnandi meðferð til að
koma í veg fyrir segarek (1,2,11).
Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna
framvirkt langtímaárangur rafvendingar vegna
hjartsláttartruflana frá gáttum og athuga hvort
finna mætti þætti er segðu fyrir um hvaða sjúk-
lingar væru líklegir til þess að haldast í sínus-
takti.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var framvirk og náði til allra
sjúklinga sem komu til rafvendingar vegna
hjartsláttartruflana frá gáttum á hjartadeild
Landspítalans frá því í október 1990 til júní
1992. Á rannsóknartímabilinu fór 61 sjúklingur
(45 karlar, 16 konur) í rafvendingu og voru þeir
á aldrinum 18-88 ára (meðalaldur 66 ± 11 ár).
Aflað var nákvæmra klínískra upplýsinga um
sjúklinga og lyfjanotkun. Hjartastærð á rönt-
genmynd að mati röntgenlæknis var skráð.
Skipulag rannsóknarinnar gerði ráð fyrir því að
reynt væri að gera hjartaómun um brjóstvegg
hjá öllum áður en rafvending var framkvæmd.
Gerð var hefðbundin tvívíddar-, M-tækni- og
Doppler-hjartaómun með sjúklinginn í vinstri
hliðarlegu. Mælingar á stærð og veggþykkt
vinstri slegils og á stærð vinstri gáttar voru
gerðar á venjulegan hátt með M-tækni ómun.
Starfsemi vinstri slegils var nánar metin með
tvívíddar-hjartaómun og lokusjúkdómar með
Doppler-ómun.
Fyrir rafvendingu ákvað hjartasérfræðingur
viðkomandi sjúklings hvort hann fengi blóð-
þynningslyf eða ekki, hvernig það var gefið og
einnig hvaða lyf sjúklingur notaði og hversu
lengi að lokinni rafvendingu. Fjöldi sjúklinga
sem fóru í sínustakt við rafvendingu var skráð-
ur, en frumárangur var metinn eftir því hvort
sjúklingur væri í sínustakti við útskrift af
sjúkrahúsinu, venjulega einum til tveimur dög-
um eftir rafvendingu. í samráði við sérfræð-
inga sjúklinganna var reynt að fylgjast með
flestum þeirra á göngudeild spítalans hjá ein-
um sérfræðingi (RD) meðan á rannsókn stóð,
en vegna þeirra sjúklinga sem það hentaði ekki
var leitað eftir upplýsingum hjá sérfræðingi eða