Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 12
224 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 heilsugæslulækni. Sjúklingar komu á göngu- deild einum, þremur, sex og 12 mánuðum eftir rafvendingu. Skráð var í hvaða takti sjúklingar voru, hvaða lyf þeir notuðu, hvort þeir hefðu fengið einkenni um segarek og hjá þeim sem voru á blóðþynningu var spurt um blæðingar- vandamál. Tölfræði: Samanburður milli hópa var gerð- ur með einstefnugreiningu á breytileika (one- way analysis of variance), kíkvaðrat- eða Fis- her’s prófi, eftir því sem við átti. Marktækni- mörk voru sett sem tvíhliða p-gildi < 0,05. Niðurstöður Grunnsjúkdómar: Kransæðasjúkdómur og afleiðingar hans, háþrýstingur og lokusjúk- dómar ásamt lungnasjúkdómum voru algeng- astir (tafla I). Fleiri en ein orsök gat legið að baki hjá sama sjúklingi. Hjá um 15% sjúklinga fannst ekki ákveðin orsök fyrir hjartsláttar- óreglunni. Tæplega 38% höfðu áður farið í rafvendingu. Af 61 sjúklingi er myndaði heild- arhópinn var 41 (67,2%) með gáttatif en 20 (32,8%) með gáttaflökt. Hjá 18 sjúklingum (29,5%) hafði hjartsláttaróreglan staðið skem- ur en eina viku, hjá 35 (57,4%) í meira en viku og hjá átta sjúklingum (13,1%) var varanleiki hjartsláttaróreglu óviss. Frumárangur: Af 61 sjúklingi fóru 47 (77%) í sínustakt við rafvendingu. Enginn sjúklingur fékk einkenni um segarek í tengslum við raf- vendinguna eða fyrir útskrift af sjúkrahúsi. Enginn þeirra grunnsjúkdóma sem tíundaðir eru í töflu I hafði áhrif á það hvort sjúklingur fór í sínustakt eða ekki, og ekki heldur aldur sjúklings eða kyn. Hins vegar hafði tegund hjartsláttaróreglu áhrif; 28 af 41 sjúklingi (68,3%) með gáttatif fóru í sínustakt, en 19 af 20 sjúklingum (95%) með gáttaflökt (p = 0,024). Hversu lengi hjartsláttaróregla hafði varað hafði einnig áhrif því 17 af 18 sjúklingum (94,4%) sem höfðu haft hjartsláttaróreglu skemur en eina viku fóru í sínustakt, en 30 af 43 sjúklingum (69,8%) er höfðu haft hjartslátt- aróreglu lengur en í eina viku eða í óvissan tíma (p = 0,047). Samanburður á hjartastærð á röntgenmynd og niðurstöðum hjartaómunar á þeim er upp- haflega fóru í sínustakt við rafvendingu og þeirra sem ekki fóru, er sýndur í töflu II. Alls voru til röntgenmyndir hjá 48 sjúklingum, þar af fóru 35 í sínustakt. Hjartastærð á röntgen- mynd hafði ekki áhrif á frumárangur. Hjarta- Table I. Baseline characteristics and underlying diseases in the study cohort (n=61) . No. of pts. <%) Sex (men) 45 (73.8) Age (>65 years) 35 (57.4) Type of arrhythmia — atrial fibrillation 41 (67.2) — atrial flutter 20 (32.8) Duration of arrhythmia — < 1 week 18 (29.5) — s 1 week 35 (57.4) — unknown 8 (13.1) Coronary heart disease 29 (47.5) — History of Ml 18 (29.5) — History of CABG 13 (21.3) — Previous PTCA 3 ( 4.9) Heart failure at presentation 13 (21.3) Hypertension 23 (37.7) Valvular heart disease 9 (14.8) — Aortic valve 7 (11.5) — Mitral valve 6 ( 9-8) — Prosthetic valve implant 4 ( 6.6) Pulmonary disease 9 (14.8) Thyrotoxicosis 3 ( 4.9) History of alcohol abuse 3 ( 4.9) Cardiomyopathy 2 ( 3.3) Congenital heart disease 1 ( 1.6) Transplanted heart 1 ( 1.6) Unknown disease 9 (14.8) Previous embolic event 7 (11.5) Previous cardioversion 3 (37.7) Values are number and (%) of patients. CABG=coronary artery bypass graft, MI=myocardial infarct, PTCA=percutaneous transluminal coronary angioplasty. ómun var gerð hjá 60 sjúklingum. Stærð vinstri slegils, veggþykkt, samdráttartruflun í vinstri slegli og stærð vinstri gáttar höfðu ekki áhrif á frumárangur. Lyfjanotkun fyrir rafvendingu: Um 84% sjúk- linga fengu blóðþynningu fyrir rafvendingu, þar af fengu 29 af 61 (47,5%) skammtíma blóð- þynningu með heparín-gjöf sem yfirleitt var hafin daginn fyrir eða sama dag og rafvending var gerð og oftast hætt daginn eftir. Langtíma blóðþynningu með coumadín-lyfjum (dícúm- aróli eða warfaríni) fengu 22 (36,1%) (tafla III). Einnig voru nokkrir sjúklingar einvörð- ungu á acetýlsalicýlsýru (aspirín, magnýl). Af lyfjum gegn hjartsláttaróreglu var rúmlega helmingur sjúklinga á dígóxíni. Yfir þriðjungur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.