Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 227 % in sinus rhythm 0 1 3 6 12 Months of follow up No.of [■”<052 27 27 27 27 25 P‘V I □ ».52 8 7 7 8 8 Fig. 4. Relation between left atrial size on echocardiography and the per cent ofpatients remaining in sinus rhythm during follow up. gáttatif, en var þó á magnýl og blóðþynningu. Annar sjúklingur var 66 ára karl með gáttatif er ekki tókst að rafvenda, sem fékk einkenni um tímabundna blóðþurrð í heila á eftirlitstíman- um, er talin var afleiðing smásegareks. Hann reyndist hvorki vera á magnýl né blóðþynning- armeðferð. Fjórir sjúklingar létust á eftirlitstímanum (6,9%), enginn af völdum rafvendingar, en þrír vegna hjartasjúkdóms. Sá fyrsti var 71 árs karl með gáttatif í meira en viku. Hann var með fyrri sögu um hjartadrep í framvegg og hafði farið í kransæðaaðgerð, var með hjarta- bilun, míturlokuleka og lungnaháþrýsting. Vinstri slegill var mjög stækkaður (8,2 cm í hlébilslok) og einnig vinstri gátt (6,1 cm). Hann fór í sínustakt við rafvendinguna en aftur í gáttatif fimm mánuðum síðar. Tveimur mán- uðum síðar var honum á ný rafvent í sínustakt, en hann lést 10 dögum seinna. Annar var 73 ára karl með gáttatif, fyrri sögu um háþrýsting, gamalt framveggsdrep og kransæðaaðgerð. Hann var auk þess með langvinna lungna- teppu. Hann fór í sínustakt við rafvendingu en aftur í gáttatif sjö mánuðum síðar. Tveimur mánuðum síðar fór hann í aðgerð vegna gúls á kviðarholshluta ósæðar og lést af fylgikvillum hennar og hjartabilun. Sá þriðji var 83 ára karl með gáttaflökt, kransæðasjúkdóm og sykur- sýki. Hjartaómun sýndi eðlilega stóran vinstri slegil, góðan samdrátt, en þykknun á slegla- skilsvegg og stækkaða vinstri gátt (4,7 cm). Hann fór í sínustakt, en var lagður inn á sjúkra- hús rúmum fjórum mánuðum síðar með hjarta- drep í neðrivegg og gáttatif. Hann fékk hjarta- bilun og lést. Fjórði sjúklingurinn var sjötugur karl með gáttaflökt skemur en í vikutíma. Hjartaómun sýndi aðeins vægt aukna vegg- þykkt á vinstri slegli og hann fór í sínustakt. Hann dó ári síðar vegna nýrnakrabbameins. Umræða Meginmarkmið þessarar framvirku rann- sóknar var að kanna hversu margir sjúklingar héldust í sínustakti til langframa eftir rafvend- ingu vegna hjartsláttaróreglu frá gáttum og kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi þar um. Þó ýmsar rannsóknir hafi áður fjallað um þetta efni þá ná margar þeirra til sjúklingahópa þar sem hlutfall lokusjúkdóma (30-69%) er mun hærra (9,12-16) en í núverandi og öðrum nýleg- um rannsóknum (17,18). Alls reyndust 57% sjúklinga vera í sínustakti eftir 11 mánaða meðaleftirlitstíma eftir rafvendingu. Er það nokkru hærra hlutfall en í sumum erlendum rannsóknum (14). Sá þáttur er hafði mest áhrif á hvort sjúklingur hélst í sínustakti eða ekki var hjartastærð á röntgenmynd, en vægari áhrif höfðu stærð vinstri gáttar við hjartaómun, teg- und hjartsláttaróreglu og hversu lengi sjúkling- ur hafði haft hjartsláttaróreglu fyrir rafvend- ingu. Hjartastœrð á röntgenmynd: Sjúklingar með hjarta-/brjóstholshlutfall stærra en 0,52 á rönt- genmynd, héldust síður í sínustakti á meðaleft- irlitstímanum. Er það í samræmi við sænska rannsókn þar sem sjúklingar er voru í sínus- takti einu ári eftir rafvendingu voru með minni hjartastærð á röntgenmynd (18), en önnur rannsókn gat ekki sýnt fram á áhrif hjarta- stærðar á langtímaárangur einum og sex mán- uðum eftir rafvendingu (8). Hjartaómun: Stærð vinstri gáttar metin með hjartaómun hafði aðeins væg áhrif á það hvort sjúklingar héldust í sfnustakti í langan tíma. í raun voru það einkum sjúklingar sem voru með þvermál gáttar um eða yfir 5,3 cm er héldust síður í takti. Dittrich og samstarfsmenn sýndu fram á að einum mánuði eftir rafvend- ingu voru þeir sjúklingar er héldust í sínustakti með stærri gátt en hinir. Eftir sex mánuði hafði gáttarstærð hins vegar engin áhrif á það hverjir héldust í sínustakti (8). Eins og í núverandi rannsókn var mikil dreifing á gáttarstærð milli þeirra er héldu sínustakti og hinna er hrukku aftur í hjartsláttaróreglu. Áhrif vinstri gáttar- stærðar á frum- og langtímaárangur rafvend-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.