Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 16
228 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ingar á gáttatifi eru umdeild og því hefur verið haldið fram að sjúklingar með gátt stærri en 4,5 cm haldist síður í sínustakti (10,19-22). Ein rannsókn taldi jafnvel vinstri gáttarstærð yfir 4 cm torvelda árangur taktsnúnings á gáttatifi með prókaínamíð dreypi hjá sjúklingum sem höfðu skammvinnt gáttatif. (19). Þegar fylgst var með sjúklingum með gáttarstærð yfir 4,5 cm í hálft ár reyndust þeir sem höfðu gátt minni en 6 cm frekar haldast í sínustakti (9). Önnur rannsókn taldi hæpið að sjúklingar með vinstri gáttarstærð yfir 4,5 cm héldust í sínustakti í sex mánuði, en ef frumgögn þeirrar rannsóknar eru könnuð sést að raunveruleg mörk í rann- sókninni eru gáttarstærð um 5,0 cm eða meiri (10). Einnig hefur verið sýnt fram á að ef sjúk- lingar eru með vinstri gáttarstærð á bilinu 4,6- 6,0 cm er auðveldara að halda þeim í sínustakti eftir rafvendingu með amíódaróne-gjöf en ef gáttarstærð er meiri en 6,0 cm (23). Gáttarstærð hefur einnig áhrif á það hversu fljótt samdráttur kemur í gáttina eftir rafvend- ingu. Hjá sjúklingum með eðlilega gáttarstærð má sjá gáttarsamdrátt um fjórum tímum eftir rafvendingu, en mun síðar hjá þeim sem hafa stækkaða gátt (24) Faraldsfræðilegar rann- sóknir hafa einnig sýnt fram á það að sjúklingar með stækkaða vinstri gátt við hjartaómun fá frekar gáttatif er fram líður (25). Það er því ljóst að þó að gáttarstærð hafi viss áhrif á lang- tíma árangur rafvendingar, þá þarf að taka tillit til fleiri þátta hjá sjúklingi þegar meta á hvort beita á rafvendingu. Fyrir utan stærð vinstri gáttar höfðu aðrir þættir sem kannaðir voru með hjartaómun, einkum ástand vinstri slegils, ekki marktæk áhrif. Ástand vinstri slegils og starfsgeta sjúk- linga hefur haft mismunandi áhrif eftir rann- sóknum. Tvær erlendar rannsóknir gátu ekki sýnt fram á að ástand vinstri slegils við hjarta- ómun hefði áhrif á langtímaárangur (8,9). í annarri rannsókn reyndust hins vegar sjúkling- ar með betri starfsgetu fremur haldast í sínus- takti en aðrir (17). Á hinn bóginn hefur Fram- ingham rannsóknin sýnt fram á að skert slegils- starfsemi við hjartaómun hefur áhrif á tilhneigingu einstaklinga til þess að fá gáttatif (25). Tegund og varanleiki hjartsláttaróreglu: Við rannsóknina kom fram að sjúklingar með gáttatif héldust síður í sínustakti á eftirlitstím- anum en þeir sem voru með gáttaflökt og hafa aðrir fengið svipaðar niðurstöður (17). Sjúk- lingar sem höfðu haft hjartsláttaróreglu í meira en eina viku eða í óvissan tíma höfðu tilhneig- ingu til þess að haldast síður í sínustakti á eftir- litstímanum. Er það í samræmi við rannsókn sem sýndi fram á að sjúklingar sem höfðu haft gáttatif í minna en þrjá mánuði héldust fremur í sínustakti sex mánuðum eftir rafvendingu (8). Önnur rannsókn sýndi reyndar fram á að sjúk- lingar sem höfðu haft gáttatif skemur en eitt ár héldust fremur í sínustakti í minnst sex og allt að 24 mánuðum eftir rafvendingu (9). Á hinn bóginn liggur einnig fyrir rannsókn sem sýndi fram á að varanleiki hjartsláttaróreglu fyrir raf- vendingu hafi ekki áhrif á langtímaárangur, aðeins á frumárangur (17). Aðrir þœttir: Rannsóknin sýndi ekki fram á að þeir sjúkdómar er lágu að baki hjartsláttar- óreglunni hefðu afgerandi áhrif á það hvort sjúklingar héldust í sínustakti eftir rafvend- ingu. Við samanburð á öðrum rannsóknum ber að hafa í huga að val á sjúklingum til rafvend- ingar er mismunandi eftir löndum og háð því á hvaða tíma rannsóknir voru gerðar. Eldri rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar með hjarta- sjúkdóm sem afleiðingu af gigtsótt, einkum míturlokusjúkdóm, haldast síður í sínustakti til langframa (9,17). Önnur rannsókn sýndi fram á að auk lokusjúkdóma hafði það óhagstæð áhrif á langtímaárangur ef orsök hjartsláttar- óreglu var óþekkt (8). Sýnt hefur verið fram á að taktvending með lyfjum í stað rafvendingar sé hagstæðari með tilliti til langtímaárangurs (9). í okkar rannsókn virtist aldur ekki hafa nein afgerandi áhrif á langtímaárgangur raf- vendingar og er það í samræmi við aðrar rann- sóknir (8,9,17). Ekki var munur á því hvort karlar eða konur héldust fremur í sínustakti. Niðurstöður annarra rannsókna eru misvís- andi; ein fann engan mun á milli kynja með tilliti til langtímaárangurs (17), í annarri reynd- ust fleiri karlar haldast í sínustakti (8), en þriðja rannsóknin taldi konur fremur halda takti en karla (18). Lyfjanotkun: í rannsókn okkar virtist lyfja- notkun eftir rafvendingu ekki hafa afgerandi áhrif á það hvort sjúklingar héldust í sínustakti eða ekki. Aðrir hafa sýnt fram á að ef sjúkling- ar eru ekki settir á hjartsláttaróreglulyf eftir rafvendingu haldast aðeins um 25% þeirra áfram í sínustakti til langframa (15,16). Sýnt hefur verið fram á að bæði kínídín og sótalól eru álíka árangursrík til þess að halda sjúkling- um í sínustakti eftir rafvendingu, í báðum til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.