Læknablaðið - 15.03.1995, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
233
Vistunarmat aldraðra í Reykjavík 1992
Gróa Björk Jóhannesdóttir1), Pálmi V. Jónsson2’
Jóhannesdóttir GB, Jónsson PV
The Preadmission Nursing Home Assessment
(PNHA) in Reykjavík 1992
Læknablaðið 1995; 81: 233-41
No-one can be admitted to a nursing home in Ice-
land without a prior assessment of need, that is
standardized in content and method. In 1992 there
were 546 individuals in Reykjavík assessed in a need
for nursing home placement, 304 (55.7%) in an
unskilled (UNH) and 242 (44.3%) in a skilled nurs-
ing home (SNH). The mean age was 81.6 (±0.4) and
81.8 (± 0.5) years, respectively, with the same fema-
le:male ratio of 2:1. On January lst 1993, 19.4 per
1000 inhabitants in Reykjavík 65 years of age or
older were waiting for admission to an UNH, where-
as 14.1 per 1000 waited for a SNH admission. Those
who were waiting for an UNH had mostly social
difficulties along with affective symtoms, but those
who were waiting for a SNH, had in addition to
social difficulties, impaired physical and mental ca-
pacity with greater functional deficits. The PNHA
was simplified with each of the twelve variables
divided into a lower and higher level of difficulty. A
logistic regressions analysis found seven independ-
ent variables predicting SNH placement: physical
health, use of medications, dementia, mobility, abil-
ity to eat, ability to dress and groom, control of
urine and stools. Of those assessed in a need for
SNH 78.5% had dementia of some degree. Physical
function and mobility appear to be relatively pre-
served until late in the dementia.
Frá '’læknadeild Háskóla islands,21 öldrunarlækningadeild
Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Pálmi V. Jóns-
son öldrunarlækningadeild Borgarspítalans, 108 Reykjavík.
Verkefniö var unnið í samvinnu viö Heilbrigöis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og var upphaflega fjóröa árs rannsókn-
arverkefni í læknadeild Háskóla íslands.
Lykilorð: Öldrun, vistun á öldrunarstofnun, vistunarmat.
These analyses confirm the validity of a PNHA,
which is based on disabilities in four domains: social,
physical, mental and functional health.
Key words: elderly, nursing home placement, assess-
ment.
Ágrip
Nú má enginn vistast til langdvalar á öldrun-
arstofnun nema að undangengnu faglegu mati
á þörf. Greinin lýsir gögnum vistunarmatsins í
Reykjavík árið 1992, en þá voru 546 einstak-
lingar metnir í þörf fyrir vistun, 304 (55,7%) í
þjónustuhúsnæði og 242 (44,3%) í hjúkrunar-
rými.
Meðalaldur metinna var 81,6 ár (±0,4) í
þjónustuhópi og 81,8 ár (±0,5) í hjúkrunar-
hópi, en kynhlutfall var tvær konur á móti
einum karli í báðum hópum. Um áramótin
1992-1993 biðu 19,4 af hverjum 1000 íbúum 65
ára og eldri eftir vistun í þjónustuhúsnæði og
14,1 af hverjum 1000 biðu eftir vistun í hjúkrun-
arrými. Einstaklingar í þjónustuþörf hafa fyrst
og fremst félagslegan vanda, en einstaklingar í
hjúkrunarþörf hafa, auk félagslegs vanda,
skert líkamlegt og andlegt atgervi og skerta
færni. Logistísk aðhvarfsgreining, þar sem
stigagjöf hverrar breytu var einfölduð í hærra
og lægra stig, sýndi að eftirtaldar sjö breytur
spá marktækt fyrir um hjúkrunarþörf: Líkam-
legt heilsufar, lyfjagjöf, heilabilun, hreyfigeta,
hæfni til að matast, hæfni til að klæðast og
annast persónuleg þrif og stjórn á þvaglátum
og hægðum. Þáttur heilabilunar í vistunarþörf
var sérstaklega skoðaður og reyndust 78,5%
metinna í hjúkrunarþörf vera með heilabilun á
einhverju stigi. Líkamlegt heilsufar og hreyfi-
geta varðveitast að mestu þar til heilabilun er
komin á hátt stig. Dánartíðni meðal þeirra sem
metnir eru í þörf fyrir hjúkrunarrými er há og
styður það gildi matsins.