Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 239 hjúkrunarvistun. Hinir látnu voru bornir sam- an við þá 489 einstaklinga sem voru lifandi í árslok af þeim sem metnir voru 1992. Saman- burðurinn var sambærilegur þeim sem viðhafð- ur var fyrir nývistaða. Niðurstaðan var sú að 58% þeirra sem létust höfðu verið metnir í hjúkrunarþörf, en það er hærra hlutfall en meðal lifenda þar sem 31% höfðu verið metnir í hjúkrunarþörf. Hinir látnu sem metnir voru í þörf fyrir þjón- ustuhúsnæði höfðu fengið hærri heildarstig við mat, eða 30,9, heldur en þeir sem lifðu í árslok sem höfðu 26,0 stig. Þeir sem létust höfðu einnig marktækt lakara líkamlegt heilsufar, 31% höfðu fengið sjö eða 10 stig borið saman við 12% þeirra sem lifðu í árslok. Þeir sem létust úr hjúkrunarhópi höfðu einn- ig fengið hærri heildarstig en þeir sem lifðu (66,0 stig samanborið við 58,3 stig) og þeir voru eldri (85,7 ára samanborið við 81,2 ára). Eigin aðstæður og líkamlegt heilsufar höfðu verið metin lakari (78% látinna fengu sjö eða 10 stig, en 54 % lifenda) og allir færniþættirnir voru mun lakari meðal þeirra sem létust. Umræða Athugun af því tagi sem hér hefur verið lýst hefur gildi frá öldrunarfræðilegu og heilbrigð- ispólítísku sjónarmiði. Auk þeirrar neyðar sem býr að baki hverri vistunarbeiðni er um að ræða mjög útgjaldafreka þjónustu. Góður skilningur á kringumstæðum þess fólks sem í hlut á varpar ljósi á ástæður langtímavistunar aldraðra. Erlendis hafa verið gerðar nokkar rannsóknir á hvaða orsakaþættir leiði til vist- unar aldraðra. Þættir sem oft sýna fylgni við síðari vistun eru hár aldur (sérstaklega eldri en 85 ára), kvenkyn, lítill félagslegur stuðningur og félagsleg einangrun, jákvætt viðhorf til vist- unar, skert líkamlegt heilsufar, heilabilun og fœrniskerðing (6-9). Vistunarmatið hefur verið hannað til að greina og magngreina þessa þætti. I megindráttum koma niðurstöður okk- ar rannsóknar heim og saman við ofangreindar rannsóknir. Athygli vekur hversu margir bíða vistunar, en af íbúum Reykjavíkur 85 ára og eldri biðu yfir 11% eftir vistun í árslok 1992. Konur voru nálega tvöfalt fleiri en karlar, að teknu tilliti til mannfjölda. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að mun fleiri konur en karlar sækja um langtíma- vistun, en í aðhvarfsgreiningum þar sem tekið er tillit til annarra áhættuþátta kemur kvenkyn sjaldnast út sem sjálfstæður áhættuþáttur (6,8,9). Hlutfallslega fæstir þeirra sem biðu vistunar í okkar rannsókn voru giftir og kemur það sömuleiðis heim og saman við erlendar rannsóknir (9). Þeir sem metnir eru í þörf fyrir þjónustuvist- un eiga fyrst og fremst við félagslegan vanda og andlega vanlíðan að stríða. Þessir liðir matsins endurspegla minnkaða hæfni til að sjá um heimilishald, aðdrætti, flutning milli staða, takmarkaða getu aðstandenda til að liðsinna, einangrun og öryggisleysi hins aldraða. Óformlegur stuðningur aðstandenda skiptir verulegu máli, sem verndandi þáttur gegn vist- un, en margir geta búið á eigin heimili þrátt fyrir umtalsverða fötlun ef stuðningur frá vin- um og vandamönnum er mikill (10-13). Hér kemur einnig til opinber heimilisþjónusta, sem ætla má að dragi að vissu marki úr vistunarþörf og álagi á aðstandendur. Einstaklingar í hjúkrunarþörf búa einnig við mjög mikinn félagslegan vanda, en auk þess búa þeir við umtalsverða skerðingu á öðrum sviðum. Þeir sjö þættir sem samkvæmt að- hverfsgreiningu aðgreina hjúkrunarmat frá þjónustumati (tafla VIII), koma af sviðum líkamlegs og andlegs atgervis og færni. Það er rökrétt að einmitt þessir þættir skuli skera sig úr í hjúkrunarmati og styður gildi mælitækis- ins. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar gefa athygl- isverðar upplýsingar. í fyrsta lagi benda þær á leiðir sem möguleiki væri á að nýta til þess að draga úr hjúkrunarþörf, en hjúkrunarvistun er mun dýrari fyrir þjóðfélagið en þjónustuvistun. í öðru lagi gefa þær færi á að einfalda matið, hafa færri liði og grófari kvarða á stigagjöf, en það hafði lítil sem engin áhrif á niðurstöður þótt stigagjöfin væri tvískipt, í staðinn fyrir þá þrí- til sexskiptu stigagjöf sem nú er notast við. Loks er möguleiki að þróa skilmerki fyrir vist- un í hjúkrunarrými, þar sem viss lágmarksstig eða ákveðin fötlun eða heilsubrestur skilgreina hjúkrunarþörf. Slík skilmerki eru víða notuð í Bandaríkjunum og byggja fyrst og fremst á skerðingu á athöfnum daglegs lífs, hliðstætt færniþáttum vistunarmatsins (14,15). Nýleg umfangsmikil bandarísk rannsókn (16) sýndi að þrátt fyrir vaxandi fjölda aldraðra vex fötlun og hjúkrunarþörf þeirra ekki að sama skapi. Höfundar telja það vera árangur forvarnarstarfs (svo sem reykingavarna, háþrýstings- og kvenhormónameðferðar) svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.