Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 30
240
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
og vegna bættrar meðferðar vegna sjúkdóma
sem áður ollu mikilli fötlun. Ekki er ástæða til
annars en ætla að hliðstæð þróun eigi sér stað á
íslandi. Við forvarnir og aðgerðir til að draga
úr hjúkrunarþörf aldraðra væri eðlilegt að hafa
hliðsjón af þeim þáttum sem sjálfstætt segja til
um hjúkrunarþörf. Óhindrað aðgengi að öldr-
unarlækningadeildum, styrk heimilishjálp og
heimahjúkrun getur einnig að öðru jöfnu lengt
tíma aldraðra utan stofnana.
Heilabilun er vaxandi heilbrigðisvandamál
með vægi á við hjartasjúkdóma og krabba-
mein. Áætlað er að um 25% aldraðra þjáist af
heilabilun á einhverju stigi (17). Fyrir þá sem
hafa heilabilun á háu stigi, eru fáir aðrir kostir
en vistun í hjúkrunarrými samkvæmt þessari
rannsókn, þar sem stuðningskerfi rnaka og
aðstandenda ræður ekki við hæstu stig heilabil-
unar. Eðli sjúkdómsins samkvæmt er erfitt að
mæta þörfum þessara einstaklinga innan heim-
ilis, en heilabilaðir hafa oft erfiða fylgikvilla
svo sem óróleika, skerta hæfni til að taka lyf,
klæðast, annast persónuleg þrif og stjórna
þvaglátum og hægðum. Aðstæður umönnunar-
aðila ráða þó endanlega úrslitum um það hve-
nær ákvörðun um umsókn er tekin (13,18).
Niðurstöður okkar sýna að allt að helmingur
heilabilaðra hafa tiltölulega góða líkamlega
heilsu og hreyfigetu, en Alzheimer sjúkdómur
sem er algengasta orsök heilabilunar (17), hef-
ur iðulega ekki áhrif á hreyfigetu fyrr en á
lokastigum sjúkdómsins. Vegna algengis heila-
bilunar skapast möguleikar á sértækum úrræð-
um fyrir valda einstaklinga með heilabilun sem
meginvandamál, ef til vill betri og ódýrari en
almenn hjúkrunarvistun. Sértæk dagvistun,
sambýli sjúklinga með heilabilun, sérdeildir
fyrir órólega eða hreyfihamlaða gætu verið
mögulegir kostir.
Val stofnana á einstaklingum af biðlista er
frjálst. Niðurstöður okkar sýna þó að þjónustu-
stofnanir sinna fyrst þeim einstaklingum sem
eru í brýnastri þörf og sýnir það ábyrgðar-
tilfinningu stofnananna. Þar sem langstærsti
hluti þeirra sem eru metnir í hjúkrunarþörf eru
metnir í mjög brýna þörf, er hins vegar ekki
réttmætt að draga þá ályktun að vistun í hjúkr-
unarrými sé ekki í samræmi við niðurstöður
mats, enda þurfa stofnanir að velja á milli ein-
staklinga sem nær allir búa við neyðarástand af
einhverju tagi. Eldri rannsóknir hafa sýnt að
forðast má vistunarúrræði með faglegu mati,
lækningalegum aðgerðum og endurhæfingu
(19,20). Þessi grein skoðareinvörðungu þá sem
að mati fagfólks eru í þörf fyrir vistun, þrátt
fyrir faglega íhlutun. Gögn vistunarmatsins
gefa ekki upplýsingar um þá sem voru metnir
og taldir í þörf fyrir önnur úrræði en vistun.
Heildarstig hafa fylgni við huglæga niður-
stöðu matsaðila, þannig að með vaxandi þörf
fjölgar stigum, svo og með hækkandi þjónustu-
stigi. Þetta samræmi milli stiga og huglægrar
afstöðu styður gildi matsins. Þeir sem létust
eftir að hafa verið metnir í þörf fyrir vistun
höfðu fengið fleiri stig við síðasta mat og verið
metnir í brýnni þörf miðað við þá sem lifðu út
árið. Styður þetta vistunarmatið enn frekar
sem mælitæki fyrir þau vandamál sem fylgja
öldrun og hættu á andláti.
Vistunarmat aldraðra hefur sannað ágæti sitt
eftir reynsluna af fyrsta árinu. Það mælir það
sem því er ætlað að mæla og gefur yfirsýn yfir
vistunarmál aldraðra hverju sinni. Niðurstöður
okkar rannsóknar sýna leiðir til þess að ein-
falda matið eða auðvelda eftirlit. Þær ættu að
nýtast sem viðmiðun fyrir síðari tíma og aðra
staði á landinu, þar sem vistunarmál kunna að
vera í öðrum farvegi en í Reykjavík, enda er
framboð vistrýma miðað við þörf breytilegt
eftir stöðum. Loks vekja niðurstöðurnar vonir
um að mæta megi þörfum sérstakra hópa á
hagkvæman hátt með úrræðum í samfélaginu
sem geti verið ígildi hjúkrunarrýmis, svo sem
sambýli fyrir heilabilaða.
Þakkir
Kristni Tómassyni lækni eru þakkaðar
ábendingar á fyrri stigum handritsins og Helga
Sigvaldasyni verkfræðingi fyrir tölfræðilega
aðstoð. Loks eru sérstakar þakkir til Hrafns
Pálssonar, formanns starfshóps um vistunar-
mat.
HEIMILDIR
1. Lög um málefni aldraðra. Stjómartíðindi. A deild, nr.
82/1989.
2. Jónsson PV. Bjömsson S. Mat á vistunarþörf aldraðra.
Læknablaðið 1991; 8; 313-7.
3. GlantzSA. Primerof biostatistics. New York: McGraw-
Hill, 1982.
4. Statistical Package for interactive Data Analysis. 6th ed.
Australia: Macquarte University, 1992.
5. Mannfjöldi samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Hag-
stofu Islands 1. desember 1992
6. Hanley RJ, Alexcih LM, Wiener JM, Kennell DL. Pre-
dicting elderly nursing home admissions — Results from
the 1982-1984 National long-term care survey. Res Ag-
ing 1990; 12: 199-228.
7. Nygaard HA, Albrektsen G. Risk factors for Admis-
sions to a Nursing Home. A study of elderly people