Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 243 2552g) en náttúrulega getnu tvíburarnir (með- alþyngd 2616g) sem var óháð reykingum og meðgöngulengd. Kynhlutfall var hærra hjá glasakomnum tvíburum. Glasakomnir tvíbur- ar voru oftar lagðir inn á vökudeild en dvöldu þar skemur. Burðarmálsdauði var svipaður í báðum hópunum eða 20/1000 samkvæmt hefð- bundinni skilgreiningu. í öllum meginatriðum var meðferð og út- koma í tvíburameðgöngum eftir glasafrjóvgun ekki frábrugðin því sem er eftir náttúrulega þungun. Inngangur Lengi hefur verið vitað að meðganga og fæð- ing fjölbura er mun áhættumeiri en þegar um einburameðgöngu er að ræða (1). Fæðing fyrir tímann er helsta orsök þess að burðarmáls- dauði er hærri í fjölburameðgöngu, en aðrir þættir svo sem afbrigðilegar fósturstöður og hærri tíðni meðgöngueitrunar, eiga einnig þátt í því. Með tilkomu glasafrjóvgunar og skyldra meðferða við ófrjósemi hefur tíðni fjölbura- meðgangna aukist (2^1) og þá sennilega einnig hér á landi. Þekking á áhrifum þessara nýju meðferðarmöguleika á faraldsfræði, mæðra- vernd og útkomu tvíburameðgangna er enn lítil, enda þótt ætla megi að margt skilji að eðlilegar og tilgerðar tvíburaþunganir. Þannig eru konur sem fara í ófrjósemimeðferð oft eldri og með fleiri áhættuþætti á meðgöngu, sem gætu leitt til tíðari áfalla með fóstur- eða nýburadauða í kjölfarið. Ahrif sem væru til- komin vegna hinnar tilgerðu æxlunar eða aukningar á aldursbundinni áhættu ættu að vera sérstaklega augljós í tvíburameðgöngum vegna hættu á fyrirburafæðingu og vaxtar- seinkun fóstranna sem verður í slíkum með- göngum umfram einbura. Fæðingarskráning og skráning tæknifrjóvgana á íslandi veitir möguleika á að athuga þetta nánar, jafnframt því að upplýsingar fást um breytingar á tíðni tvíburameðgöngu á íslandi. Bornar voru sam- an konur sem urðu þungaðar á eðlilegan hátt (sjálfkomnar þunganir) og eftir tæknifrjóvgun (glasakomnar þunganir) á fjögurra ára tíma- bili, eftir að glasafrjóvganir urðu vanaleg með- ferð við ófrjósemi. Athugað var hvort mismun- andi tilkoma þungana leiddi til breytinga á vali fæðingarleiðar og notkun fæðingaraðgerða hjá konum með tvíbura og hvort munur væri á stærð og burðarmálsdauða meðal nýburanna. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á öllum tví- burafæðingum á Islandi frá 1.1.1990 til 31.12.1993. Leitað var að öllum tvíburameð- göngum samkvæmt fæðingartilkynningum í fæðingarskráningu á Kvennadeild Landspítal- ans, en þar eru skráð allar fæðingar og fósturlát á Islandi eftir 20 vikna meðgöngu. Upplýsingar um meðgöngur og fæðingar voru fengnar úr mæðraskrám á öllum stöðum þar sem tvíburar fæddust, það er á Kvennadeild Landspítalans, fæðinga- og kvensjúkdómadeildum Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Sjúkrahúsi Vestur- lands á Akranesi, Sjúkrahúsi Keflavíkur og frá Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Einnig voru mæðraskrár kvenna sem höfðu fengið tví- buragreiningu (ICD 651) í tölvuskrá Landspít- alans athugaðar. Við það fannst ein tvíbura- fæðing þar sem öðru fóstrinu hafði verið eytt vegna alvarlegs fósturgalla og þrjár tvíbura- meðgöngur þar sem um síðbúið fósturlát var að ræða, við 16,18 og 21 viku. Á öðrum fæðing- arstöðum var ekki vitað um síðbúin fósturlát tvíbura. í rannsókninni voru því meðtalin öll tilvik tvíbura bæði lifandi og andvana fædd fóstur/börn, þar sem fæðing eða fósturlát átti sér stað eftir fullar 16 vikur (112 daga). Eftirfarandi upplýsingum var safnað á þar til gert eyðublað: Aldur og hæð móður, hvort hún var frum- eða fjölbyrja, reykingar á meðgöngu, hvort þungun hafði verið með eðlilegum hætti, notkun frjósemilyfja, hvort getnaður hafi orðið með glasafrjóvgun eða annarri tæknifrjóvgun, meðgöngulengd við fæðingu eða fósturlát, fæðingarbyrjun (eðlileg, framkölluð, valinn keisaraskurður), fæðingarleið (eðlileg, sog- klukka, töng, framhjálp á sitjanda eða bráða keisaraskurður), fæðingarþyngd, lengd og kyn tvíbura, innlögn á vökudeild og lengd dvalar (5= sjö dagar). Burðarmálsdauði var reiknaður á 1000 fæðingar, annars vegar samkvæmt víkk- aðri skilgreiningu, það er börn eða fóstur sem deyja eftir 16 fullgengnar vikur (112 daga) og innan eins árs frá fæðingu (365 daga) (5,6) og hins vegar samkvæmt hefðbundinni skilgrein- ingu burðarmálsdauða (lifandi fædd börn eftir 22 fullgengnar vikur og 5= 500g að þyngd, and- vana fæðing eftir ^ 28 vikur og ^ lOOOg að þyngd og börn sem deyja fram að lokum fyrstu viku eftir fæðingu) (7). Þegar reiknuð var tíðni fæðinga var miðað við 22 vikna meðgöngu- lengd (3= 22 vikur). Eitt tvíburapar fæddist á tímabilinu eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.