Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
245
Table V. Comparison ofbirth weight, length and ponderal index between natural conception and in vitro fertilisation (IVF).
Mean S. D. Range t P
Birth weight Natural twin A (g) 2613.9 737.97 155-4140
IVF twin A (g) 2581.8 645.93 118-3756 0.28 p>0.5
Natural twin B (g) 2617.7 729.51 258-3995
IVF twin B (g) 2522.3 688.78 152-3824 0.85 0.5>p>0.1
Birth length Natural twin A (cm) 47.2 5.19 19-56
IVF twin A (cm) 47.8 2.79 42-54 0.88 0.5>p>0.1
Natural twin B (cm) 47.3 5.30 20-55
IVF twin B (cm) 47.6 3.10 40-55 0.37 p>0.5
Ponderal Index
Natural twin A (cm) 2.6 2.78 1.3-41.0
IVF twin A (cm) 2.4 0.38 1.6-2.9 0.61 p>0.5
Natural twin B (cm) 2.5 1.18 1.6-17.9
IVF twin B (cm) 2.4 0.34 1.8—4.1 0.66 p>0.5
sæðisgjöf í leg frá eiginmanni og voru þeir
flokkaðir með glasakomnum tvíburum. Níu
tvíburar fæddust eftir frjósemilyfjameðferð
(klómífen) og voru þeir flokkaðir með sjálf-
komnum tvíburum.
Kí-kvaðrat próf (ein frítala) og t-próf voru
notuð við samanburð hópa. Lengdar- og
þyngdarstuðull (ponderal index = fæðingar-
þyngd / (lengd)3* 100) var reiknaður fyrir börn-
in (8). Leyfi fékkst fyrir rannsókninni hjá Siða-
nefnd Landspítalans.
Niðurstöður
Tvíburameðgöngur voru alls 254 en tvíbura-
fæðingar (meðgöngulengd 22 vikur eða meira)
voru 250. Heildarfjöldi meðgangna sem voru
16 vikur eða lengri voru á sama tímabili 18.431
(22 vikur eða meira; 18.397) og heildartíðni
tvíburafæðinga því 1,36% eða ein af hverjum
73 fæðingum.
Af tvíburameðgöngum voru 202 (79,5%)
sjálfkomnar en 52 (20,5%) tilkomnar eftir
tæknifrjóvgun. Tíðni tvíburafæðinga eftir sjálf-
komnaþungun var 1,11% (1:90). Fæðingar eftir
glasafrjóvgun voru alls 157 og hlutfall tvíbura-
fæðinga meðal þeirra 33,1%, eða þriðjungur
(tafla I).
Konur með glasakomna þungun voru mark-
tækt eldri en hinar en ekki var munur á líkams-
hæð þeirra (tafla II). Ekki var marktækur
munur á reykingum kvenna með glasakomna
þungun (25%) miðað við þær sem voru með
sjálfkomna þungun (35,6%) (x3 = 3,71; 0,5 >
P > 0,1).
Meðgöngulengd var eins í báðum hópum
eða um 36 vikur (tafla II). Upphaf fæðingar var
oftar eðlilegt hjá konum með sjálfkomna þung-
un en glasakomna þungun. Hinsvegar voru
bæði gangsetning og valinn keisaraskurður al-
gengari hjá konum með glasakomna þungun,
þó munurinn væri ekki marktækur (tafla III).
Töng eða sogklukka voru marktækt oftar not-
uð í fæðingu hjá konum með glasakomna
þungun en bráðir keisaraskurðir voru ekki að
marki algengari hjá konum með sjálfkomna
þungun (tafla IV).
Glasakomnu tvíburarnir voru að meðaltali
65g léttari en sjálfkomnir tvíburar. Fæðingar-
þyngd tvíbura A var að meðaltali 35g minni hjá
glasakomna tvíbura A, en um 95g minni hjá
glasakomna tvíbura B. Lengd við fæðingu og
lengdar- og þyngdarstuðull voru eins hjá sjálf-
komnum og glasakomnum tvíburum (tafla V).
Af sjálfkomnum börnum voru 138 (34,1%)