Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 249 göngu í heilsugæslu. Auðvitað er svona samanburður ekki ein- falt mál en það gengur ekki að sleppa alveg í öðru tilvikinu kostnaði við fjárfestingu, tækja- kaup og svo framvegis. Em- bættismenn hafa sagt að við sem höfum gagnrýnt hinn faglega undirbúning ráðuneytisins, gleymum jaðarkostnaðinum, það er möguleika heilsugæsl- unnar að bæta á sig vinnu og fyrirhöfn vegna kerfisbreyting- arinnar án þess að kostnaður aukist. Á sama tíma segist ráð- herra geta bætt við nokkrum læknum í heilsugæslunni til að taka við auknu álagi en þá er náttúrlega komið nokkuð langt út fyrir jaðarkostnaðinn. Hlið- verðir að sérfræðingsþjónustu geta vafalítið sparað fé, þar sem þjónustan er mjög dýr eins víða er í löndum Evrópu og N-Am- eríku en miklar efasemdir eru um að það sama gildi um ísland. Uppsögn samninga við TR LR mun segja upp samningi um sérfræðilæknishjálp við TR strax og reglugerð um tilvísanir tekur gildi. Pegar þessar línur eru skrifaðar um miðjan febrúar hafa nánast allir sérfræðingar á Reykjavíkursvæðinu, aðrir en augnlæknar og rannsóknar- læknar, sagt sig sem einstakling- ar frá samningnum. Þetta eru um 260 læknar. Frá og með 1. maí munu því að óbreyttu ekki neinir sérfræðingar á Reykja- víkursvæðinu starfa fyrir TR og verða því væntanlega alfarið ut- an tilvísanakerfisins. Hvernig mun þetta koma niður á sjúk- lingum? Hvaða áhrif mun þetta hafa á sjálfstæðan rekstur sér- fræðinga í landinu? Síðast en ekki síst, hvernig mun okkur læknum ganga að vinna saman? Eins og mörgum læknum mun kunnugt hefur samninga- nefnd TR verið gert að semja við sérfræðinga um nánast föst fjárlög vegna sérfræðingsþjón- ustunnar á síðustu misserum. Ákveðinn skilningur hefur verið á því meðal sérfræðinga enda þótt staðreyndir málsins séu þær, að kostnaður við sér- fræðingsþjónustu hafi ekki auk- ist síðastliðin þrjú ár, en trúnað- arbresturinn á milli heilbrigðis- ráðuneytis og sérfræðinga hefur að mínu mati komið í veg fyrir að samningaumleitanir hafi borið árangur. Oft virtist lítið bera á milli en hugmyndir æðstu embættismanna ráðuneytanna um stór og flókin mál settu allt í strand á síðustu stundu. Dæmi um þetta voru hugmyndir um útboð, kvóta, takmarkaðan að- gang sérfræðinga að samningn- um og nú síðast tilvísanir. Á sérstökum fundi með ráð- herra nýlega var óskað eftir því að hann frestaði setningu reglu- gerðarinnar um leið og vinnu- hópur frá læknum og ráðuneyti kannaði stöðu boðskipta og kæmi með raunhæfar tillögur sem gæti bætt þau enn frekar (til dæmis að læknabréf væru greidd með jafnvirði tilvísunar). Jafnframt lýstu formenn lækna- samtakanna, LÍ, LR og Sér- fræðingafélags íslenskra lækna, því yfir að þeir væru tilbúnir að leita leiða til að setja fjárhags- legan ramma utan um sérfræði- þjónustuna. I því fólst að báðir aðilar kynntu sér til dæmis kvótakerfið þýska með það fyrir augum að taka upp nýtilegar hugmyndir úr því. Jafnvel var til umræðu að tilkynning inn á samninginn tæki ekki gildi fyrr en eftir ákveðinn tíma og á þeim tíma yrði mönnum kynntur samningurinn, staða sérgreinar- innar og svo framvegis. Gera yrði ráð fyrir því að eðlileg ný- liðun gæti átt sér stað. Jafnframt var sett fram sú krafa að gert yrði ráð fyrir starfsemi sjálfstætt starfandi lækna í Heilbrigðis- áætlun íslands, en ekki er lík- legt að úr þessu náist neinir samningar við sérfræðinga nema slíkt ákvæði verði skrifað skýrum stöfum inn í áætlunina. Þá er alveg ljóst, að sérfræð- ingar munu aldrei starfa eftir til- vísanakerfi, þar sem þeir hafa ekki einu sinni rétt til að senda sína nánustu til annars sérfræð- ings, það er að leita til annars sérfræðings án milligöngu koll- ega í heilsugæslunni. Reglu- gerðin eins og hún er nú rituð er mjög fanatísk og sama verður að segja um túlkun ráðherrans á almannatryggingalögunum. í lögunum segir að sjúkratrygg- ingar greiði fyrir rannsóknir hjá þeim læknum sem TR hefur samningvið. Ráðherrann hefur ákveðið að beiðni til rannsókn- arlæknis sé ekki nóg, jafnvel þótt rannsóknarlæknirinn sé á samningi við TR heldur þurfi tilvísun ella greiði stofnunin ekkert af þessum rannsóknum. Það stefnir í hálfgert óefni og svo getur farið að sjúklingar láti reyna á það fyrir dómstólum hvort þeir séu tryggðir fyrir þessum kostnaði við sérfræði- læknishjálp. Þá er þetta tilvís- anamál eins og það ber að, mjög erfitt læknastéttinni og er ástæða til að hvetja alla lækna til að skoða málið af hlutlægni áður en þeir taka afstöðu til þess og áður en þeir tjá sig um það í töluðu og þó sérstaklega í rituðu máli. Gestur Þorgeirsson formaður Læknafélags Reykjavíkur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.