Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 45

Læknablaðið - 15.03.1995, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 253 Til stjórnar Læknafélags íslands Við undirrituð, sem erum öll meðlimir í Læknafélagi Islands, lýsum furðu okkar yfir skrifum formanns LÍ um tilvísanamálið í ritstjórnargrein Læknablaðsins, sem nýlega kom út. Að sjálf- sögðu er formaður LÍ í fullum rétti til að túlka skoðanir sínar og meirihluta félagsmanna op- inberlega. í>að sem er ámælis- vert er, að hann gerir ekki til- raun til að segja frá öðrum sjón- armiðum umtalsverðs hóps í félaginu. Hann styður í sínum málflutningi sjónarmið sérfræð- inga, en gerir enga tilraun til að koma fram skoðunum heimilis- lækna í þessu máli. Sérstaklega á þetta við um kvartanir okkar yfir mjög skertu upplýsinga- flæði frá sérfræðingum um þá sjúklinga sem til þeirra hafa leit- að án tilvísunar heimilislæknis. I grein sinni fullyrðir formaður LI órökstutt, að samskiptin séu „mikil og góð“, án þess að minnast á áhyggjur heimilis- lækna af hinu gagnstæða og seg- ir með því að í áralöngu barátt- umáli fyrir bættum boðskiptum fari heimilislæknar með stað- lausa stafi. Formaður Læknafé- lags íslands verður að gæta þess, þegar hann kemur fram opinberlega eða skrifar um þessi mál, að ólík sjónarmið komi fram. Það er okkar skoð- un, að formaður Læknafélags Islands eigi að vera sameining- artákn allra lækna, en það sjón- armið hefur Sverrir Bergmann, formaður LÍ, ekki haft að leið- arljósi. Lýsum við yfir vanþókn- un á slíkum skrifum. Reykjavík, 7. febrúar 1995 Gunnar Helgi Guðmundsson Katrín Fjeldsted Magnús R. Jónasson og fagi mega teljast yfirburða- menn á alþjóðamælikvarða. í framhaldi af einarðri fram- göngu formanns L.í. vil ég að lokum biðja alla heimilislækna landsins, einnig þá sem af geð- leysi hafa látið traðka á sér ára- tugum saman, að mynda sér skoðun á því, hvort ávinningur okkar af félagsaðild að L.í. sé árgjaldsins virði. Einnig bið ég heimilislækna að velta því fyrir sér, hvaða samleið við eigum með þeim sérfræðingum sem undanfarið hafa í fjölmiðlum markvisst kastað rýrð á þekk- ingu okkar og hæfni og æst sjúklinga okkar upp á móti okk- ur og fyllt þá tortryggni. Akureyri 5/2 1995 Pétur Pétursson ítarlegri heimildir: Félagsmál, rit T.R. 1981-1990. Pétur Pétursson: Heilsugæsla í Bolungar- vík 1983-1986. Heilbrigdisskýrslur, fylgi- rit nr. 5. Landlæknisembættid 1988. Pétur Pétursson: VVhat determines a fami- ly doctor’s prescribing habits for antibiot- ics? - A comparative study on an doctor’s own behaviour in two different settings. (Handrit bíður birtingar). Peter Franks, Carolyn Clancy, Paul Nutt- ing: Gatekeeping revisited - Protecting patients from overtreatment. N Engl J Med 1992, 327:424-429. Inflúensa 1994-95 í janúar 1995 ræktaðist inflúensa A(H3N2) frá einum sjúklingi. Stofninn var sendur til WHO Collaborating Center for Influenza Reference, National Institute for Medical Research, Lon- don, þar sem nánari greining var gerð. Skyld- leiki hans reyndist mest- ur við viðmiðunarstofna frá 1994; A/Bangkok/122/ 94(H3N2) og A/Johannesburg/33-/ 94(HrN2). Þeir stofnar eru lítillega breyttír frá A/Shang- dong/9/93(HrN2), sem var viðmiðunarstofn fyrir A(H3N2) þátt bóluefnis- ins 1994-95. Auk þess hefur in- flúensa A(H3N2) verið staðfest með Hl-prófi á pöruðum blóðsýnum frá þremur sjúklingum, sem allir veiktust í janúar 1995. Sigríður Elefsen Rannsóknastofu HÍ í veirufræði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.